Horft inn

Skrítið thetta líf, ég veit að thegar að annað fólk horfir inn í líf mitt thá er eins og allt sé fullkomið eða svo til. Hér eru allir heilbrigðir, hér er mikið hlegið og grínast, hér er mikil ást og kaerleikur. 

Af hverju verð ég thá svona tóm inn á milli? Langar ekki til að gera neitt, fara neitt vill helst bara fá að vera ein að sofa, lesa eða drepa heilasellur fyrir framan sjónvarpið.

Ég er orðin hundleið á thessu, thetta er búið að vera svona allt allt of lengi. Thað virðist ekki vera nein sjáanleg ástaeða fyrir thessu. Ljónið og ég erum rosalega góð saman, ungarnir eru yndislegir, hvað er thá að mér....

Thegar að ég á einn af mínum frábaeru dögum thá eru allir svo glaðir í kringum mig. Thegar að ég fíflast og laet eins og púki í afmaeli. 

Málið er ad mér finnst ég ekki vera thunglynd en samt er ég svona, ég er ekki óhamingjusöm thað er víst. Er farin að hallast að thví að hormónar séu að leika mig svona illa.

Í dag átti ég 1/2 góðan dag og 1/2 slaeman dag, vonandi verður morgun dagurinn allur góður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Kanski eru hormónarnir að hrella en má þá ekki taka náttúrupillur ..... Konur frá Asíu fara ekki á breytingar aldur þar sem að þær borða svo mikið af soya sem er með svipaða mótun og kvenhormónið sem smá minnkar í okkur.

Annars held ég að þegar við lendum í svona þá er tími að horfa yfir farin veg. Þú hefur allt í hendi þér og ættir kanski að huga að breytingu, bæta við þig fá hugann til að fara á flug.

Er ekki hægt að fara á skemmtilegan kúrs í því sem þig hefur alltaf langað til að prófa eða gera? Haltu áfram að vera þú því það er bara ein þú í þessum heimi. G-óða helgi ...... "Hamsterlady is back in town"

www.zordis.com, 5.3.2010 kl. 17:45

2 Smámynd: Hannes

Þú þarft bara að taka því rólega og hugsa um það góða sem þú átt t.d börnin og eiginmannin ásamt öllu öðru.

Þú þarft kannski að fá hormóna eða þunglyndislyf.

Hannes, 6.3.2010 kl. 01:24

3 Smámynd: Ómar Ingi

Fyrsta skipti sem ég sé að Hannes er virkilega manneskja , hafðu það gott sporði og taktu því rólega og mundu að virkilega vera ánægð með það sem gott er þá kemur hitt svona .....

Ómar Ingi, 6.3.2010 kl. 15:00

4 Smámynd: Hannes

Ómar. Ég er talva með mynd sem keyrir um í rafmagnshjólastól.

Hannes, 6.3.2010 kl. 22:24

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk fyrir fallegu ordin thín og gódar hugmyndir Zordis <3

Strákar thid erud yndislegir takk fyrir fallegu ordin ykkar :o)

Ómar, hann Hannes er alger bangsi inn vi? beinid ;o)

Ég óska ykkur öllum yndislegs dags :o) knús

Sporðdrekinn, 11.3.2010 kl. 05:09

6 Smámynd: Hannes

Sporðdreki hvernig veistu hvort ég sé mjúkur inn við beinið Þega við þekkjumst bara gegnum bloggið?

Hannes, 14.3.2010 kl. 23:13

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Þú ert mjúkur bangsi inn við beinið á blogginu ;o)

Sporðdrekinn, 23.3.2010 kl. 21:29

8 Smámynd: Hannes

Rétt er það sæta.

Hannes, 23.3.2010 kl. 21:36

9 Smámynd: Sporðdrekinn

:)

Sporðdrekinn, 24.3.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband