The Drugging of our Children

Hvað er að gerast í heiminum, hvað er að unglingunum okkar, af hverju eru þeir að fremja fjöldamorð í svo mörgum löndum?

Þegar að ég spurði þessara spurningar fékk ég þetta video í hendurnar:

The Drugging of our Children http://video.google.com/videoplay?docid=-3609599239524875493&hl=en 

Þetta video er um það hvernig “við” erum að dæla lyfjum í börnin okkar og hvað það er að gera við börnin okkar. Á fjörtíu og sjöttu mínútu fékk ég hroll, hvað hef ég gert barninu mínu og hvað hef ég hugsað um að gera honum?Ég setti barnið mitt á Ritalin vegna þess að skólinn og BUGL þrýstu á mig. Ég tók hann af lyfinu þegar að ég sá að hann var að fá hræðilegar martraðir, ég gat ekki horft upp á það. Mér var bent á það af starfsfólki skólans og læknum á BUGL að það væru til önnur lyf sem að hægt væri að prufa, ég sagði nei og aftur nei, ég gaf mig ekki. Mikið rosalega er ég fegin núna, annars hafa læknar hér í USA einnig spurt okkur hvort að við viljum setja hann á lyf....

Auðvitað þurfa sumir á lyfjum að halda, en hverjir.....

Af hverju ættu öll börn að vera eins?

Af hverju ættu öll börn að geta verið kyrr í stólnum sínum allan daginn í skólanum?  

Munum við sjá börnin okkar drepa hvort annað í skólunum á Íslandi eftir nokkur ár?  

Gefðu þér tíma til að horfa á þetta video! 

Hugsum málið,


mbl.is Rítalín algengara hér en í nágrannalöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta. Horfði á myndina.

Auðvitað þurfa sumir á lyfjum að halda, en hverjir.....

Samkvæmt myndinni er ekki hægt að greina ákveðin einkenni ofvirkni, þannig að það er bara happa og glappa hvort að lyfin bæti eða skemmi. 

Af hverju ættu öll börn að vera eins?

Öll börn ættu ekki að vera eins. Það eru engir tveir einstaklingar eins. Við erum ekki hlutir.

Af hverju ættu öll börn að geta verið kyrr í stólnum sínum allan daginn í skólanum?  

Enginn getur það. Hins vegar eru sum börn sem geta ekki setið kyrr í stólnum í fimm mínútur, - þessi börn gætu verið greind sem ofvirk, á meðan ástæða vandans getur verið sálræn, eða tengd næringu og hvernig viðkomandi ver frístundum sínum.

Munum við sjá börnin okkar drepa hvort annað í skólunum á Íslandi eftir nokkur ár? 

Ég vona ekki, en áhugavert að sjá kenningar um að samband sé á milli þeirra sem taka svona geðlyf og þeirra sem valda þessum harmleikjum.  

Hrannar Baldursson, 11.12.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Mín er ánægjan, gaman að þú skildir horfa á hana, ég fékk þetta í hendurnar frá einum bloggara hér á mbl.is

Þetta er einmitt málið það eru ekki allir eins (sem betur fer) minn strákur var td ekki með einkenni af ofvirkni nema bara í skólanum, bæði við foreldrar hans og aðrir sem þekktu hann voru alveg agndofa yfir þessari greiningu. En hitt er annað mál hann er með díslexía sem að gerir honum erfitt að læra og þess vegna auk þess sem að hann varð fyrir einelti í skólanum var hann órólegur í tímum. Hann þurfti oft að fara á klósettið og þarf oft enn, hann gerir þetta til að geta svo unnið betur á eftir. Við þurfum jú öll að rétta úr fótunum annað slægið ekki satt

Já ég held að það væri ráð að gera rannsókn á þessu, það er jú best að vinna úr hlutunum þegar að við vitum sannleikann, ok sannleikurinn er oft teygjanlegur og sveigjanlegur en samt, ég tæki niðurstöðuna allavega til greina.

Sporðdrekinn, 11.12.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk fyrir þetta GlobalSvenni, ég mun skoða síðuna.

En þetta breytir ekki því að ég held að mörg börn sem ekki þurfa lyf séu á lyfjum og er það vegna reynslu minnar en ekki vegna þess að ég hafi látið einhvern eða eitthvað heilaþvo mig.

Sporðdrekinn, 12.12.2007 kl. 00:53

4 Smámynd: Sporðdrekinn

 Undarleg hmm..

Þú getur lesið hér að ofan (2) af hverju hann var sendur í greiningu, hann var nokkrar vikur á rítalíni.

Ég skil alveg af hverju sumir fara í mikla vörn þegar að rætt er um þessi mál, það er ekki auðveld ákvörðun fyrir foreldri að setja barnið sitt á lyf. Maður er endalaust að afsaka og útskýra af hverju barnið er á lyfinu, fólk út í bæ sem að þekkir þig og barnið þitt ekki neitt er að segja að þú sért að gera barninu þínu illt með að láta það taka inn þessi lyf. Og það eina sem að þú villt er að gera allt það besta sem að þú getur fyrir barnið þitt, þú hlustar á allt það jákvæða og allt það neikvæða og svo tekur þú ákvörðun og þú vonar og biður að þú hafir breytt rétt, sama hvað allir hinir segja.

Sporðdrekinn, 12.12.2007 kl. 04:59

5 identicon

Það hefur verið sýnt fram á, að Omega fitusýrur í lýsi og Magnesium hafi oft góð áhrif á ofvirk börn. Það er náttúrulega sjálfsagt að prófa það, áður en börn eru sett á lyf, þótt það sé ekki nóg í öllum tilvikum. Stebbi,lyfjafr.

Stebbi (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 14:06

6 Smámynd: Sporðdrekinn

GlobalSvenni og Stebbi, ég er með svar fyrir ykkur, en ég aetla að biða með að svara ykkur thangad til að eg kemst i mína tölvu, thad er of mikið mal að skrifa thetta skiljanlega a thessu lyklaborði.

Sporðdrekinn, 12.12.2007 kl. 18:16

7 identicon

Stebbi, það hefur verið sýnt fram á að ómega fitusýrur hafi góð áhrif á öll börn. Ég held að allir hefðu gott af því að passa upp á neyslu fitusýra. Ég veit samt að fitusýrurnar hafa lítil sem engin áhrif á ofvirkni held ég en upp á athygli og minni þá gætu þær hjálpað að einhverju leyti í einstaklingum sem skortir slíkt :)

Steinar (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband