Ég þakka fyrir...

Nú er þakkargjörðar dagurinn að nálgast og fær það mig til að hugsa um það sem að ég get þakkað fyrir og er það ekki svo fátt.

Ég þakka fyrir fjölskylduna mína, allt góða fólkið í lífi mínu (þar á meðal ykkur), að við höfum ofan í okkur og á, við höfum þak yfir höfuðið, faratæki til að koma okkur á milli staða og þar með til og frá vinnu sem að ég er líka þaklát fyrir að við skulum hafa. það er svo margt að þakka fyrir listinn er svo miklu miklu lengir og verð ég bara þakklátari við lestur hans.

Ég hins vegar lít á þakkargjörðar daginn sem fjölskylduhátíð en ekki það sem að hann stendur fyrir, því hvernig er hægt að þakka kynstofn fyrir að bjarga öðrum sem að síðan drápu flesta sem björguðu þeim til að byrja með. En ég ætla ekki að fara út í að pirra mig yfir því núna, núna ætla ég bara að vera þakklát fyrir það sem að ég á og hef.

Takk fyrir að koma hér inn og lesa orðin mín og takk fyrir að skilja eftir spor á síðunni minni, ykkar spor gleðja mig og ylja.

Kærleiks kveðja yfir hafið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það er yndislegt að fara yfir það góða og fallega sem við getum þakkað fyrir. Knús yfir hafið til þín og þinna ...

www.zordis.com, 22.11.2009 kl. 19:15

2 Smámynd: Ein-stök

Það ættu allar þjóðir að eiga dag þar sem fólk veltir fyrir sér hvað það á og hefur og þakka fyrir það  

Þakka þér fyrir bloggvináttuna sem hefur gefið mér svo mikið og miklu meira en þig grunar... knús á þig og haltu áfram að njóta lífsins og þeirra sem þú elskar

Ein-stök, 23.11.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús á móti til thín og thinna Zordis mín.

Einstök: Thad er sko alveg satt.

Takk sömuleidis :o*

Sporðdrekinn, 25.11.2009 kl. 01:31

4 Smámynd: Ómar Ingi

Eigðu og hafðu góðar þakkir hvar sem þú ert

Ómar Ingi, 28.11.2009 kl. 12:16

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk sömuleidis Ómar :o)

Sporðdrekinn, 1.12.2009 kl. 19:29

6 Smámynd: Hannes

Hafðu það gott gamla sæta buty.

Hannes, 3.12.2009 kl. 00:14

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk sömuleidis unginn minn.

Sporðdrekinn, 3.12.2009 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband