31.7.2008 | 03:17
Það er sama hvað ég reyni að kíkja...
.. á ykkur ég fæ augun mín á toppmyndinni ekki til að passa í rammann Ég vona að þetta lagist þegar að allt er komið í lag hér á blog.is. Mig er farið að dauðlanga til að horfa á ykkur lesa bloggið mitt
já, nei, nei ekkert grimm
Er kannski allt komið í lag nema ég?! Það er að segja bloggsíðan mín sko, ég sjálf kemst aldrei í lag, er og verð alltaf smá biluð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.7.2008 | 04:37
Klettaklifur: Gaman? Já. Hrædd? Já.
Ég fór með Ungana í klettalifur í dag, geggjað gaman, við vorum þarna í fimm tíma, við tókum reyndar matarpásu. Ungarnir eru ótrúlegir! Ég var búin að horfa á þá fara nokkrar ferðir, þetta virtist ekkert erfitt. Þarna var fullorðið fólk að æfa sig, sumir ekki einu sinni með reipi, "þetta getur ekki verið svo erfitt", hugsaði ég með mér. ElstiUnginn kom til mín "Mamma villt þú ekki prufa?" Þessar elskur eru farnar að þekkja mömmu sína, ég má ekki koma nálægt íþrótt þá verð ég að prufa.
Jú veistu hvað mig dauðlangar til að prufa, sagði ég við Ungann. Mig hefur langað að prufa þetta í alla veganna þrjú ár. Nú voru allir þrír komnir í kringum mig "Mamma prufaðu!".
Hmm OK, ég ætla að ath hvort að ég megi bara prufa eina ferð. Ef að mér líkar vel þá klíf ég með ykkur næst þegar að við komum. Ungi maðurinn í afgreiðslunni tók vel í þetta, mér var skellt í beisli og nýja skó (já ok ekki svo nýja).
Þegar að ég kem að Ungunum þá skæl brosa þessar elskur, yndislegt hvað maður getur glatt þá bara með að taka þátt í því sem að þeir eru að gera. "Jæja MiðUngi, lánaðu mér smá krít á puttana, ég er tilbúin". Neiii mamma sagði ElstiUnginn, leifðu okkur að sjá hvað þú kemst langt án krítar. Ég má bara fara eina ferð sagði ég, leifðu mér að nota krítina. Sagði ég, brosandi mínu fallegasta engla brosi. Nei mamma. Sagði ElstiUnginn ákveðinn. Ég skal bara biðja um leyfi fyrir þig að fara tvisvar, einu sinni án og einu sinni með. Þessi elska er svo oft óöruggur innan um ókunnugt ungt fólk, en núna var hann tilbúin til að fara og biðja um greiða fyrir mömmu sína. OK, til er ég.
ElstiUnginn fór og fékk leyfi og mamman fór af stað upp, upp og upp.
Það var ekkert mál að komast upp, ég fann þó að maður þarf að vera í góðu formi til að stunda þessa íþrótt. Vá hvað mér fannst gaman.
Ungarnir stóðu fyrir neðan "Flott hjá þér mamma! Vá hvað þú ert dugleg! Þú getur þetta!" Og svo þegar að ég komst á toppinn þá hrópuðu þeir "Hringdu bjöllunni mamma, hringdu bjöllunni!" Sem ég og gerði, þá hrópuðu þeir og klöppuðu fyrir mömmu sinni.
Æ Snúllur hugsaði ég og leit niður. STÓR mistök! óóó nei hvernig á ég að komast niður, hugsaði ég. Það var ógeðslega langt niður, strákarnir voru bara pínu litlir þarna þar sem að þeir stóðu niðri á gólfinu og kölluðu "Komdu mamma, stökktu niður! Þetta er allt í lagi". Ég kallaði á mót "Nei, ég þori það ekki".
Nú fór hugurinn á fullt, hvað á ég að gera? Ég get auðsjáanlega ekki verið hér, hangandi á vegg eins og kóngulóarkona. Ég leit aftur niður "Ó Guð! Hvað á ég að gera?" Ég byrjaði að fikra mig niður, skref fyrir skref. Ég var fljót að komast að því að þetta myndi taka tvo daga, það er miklu erfiðara að fara svona niður en upp.
Ég leit aftur niður en í þetta sinn sá ég Ungana varla, ég var svo hrædd. "Ég má ekki láta þá sjá hvað ég er hrædd" hugsaði ég "Jú ok, þeir sjá hvað ég er hrædd, en ég verð að sýna þeim að ég get sigrast á hræðslunni". Í því heyri ég rödd ElstaUngans "Hoppaðu bara niður mamma mín, treystu bandinu, þetta verður allt í lagi".
Ég lokaði augunum og stökk!
Spyrntu í veggin mamma, spyrntu í vegginn! Hrópuðu Ungarnir allir sem einn. Ég opnaði augun og jú þarna kom veggurinn á móti mér, ég spyrnti.
Á leið minni niður heyrði ég í Ungunum: Flott hjá þér mamma, þú ert að gera það, flott hjá þér!
Þegar að ég lenti svo á gólfinu hjá þeim sögðu þeir hver í kapp við annan: Fannst þér ekki gaman? Villtu fara aftur? Ég var enn hálf ringluð af adrenalíns innspýtingunni. Jú alveg æði, rosalega gaman!
Ungarnir hafa erft eitt og annað frá mér og púkaskapur er eitt af því. ElstiUnginn horfir því á mig glottandi og segir: Ertu tilbúinn að fara aftur? Nú er að duga eða drepst, ég veit hvað ég verð að gera til að halda titlinum "Kúlaðasta mamma í heimi". Já auðvitað!
Ég var alveg jafn hrædd að fara niður í seinna skiptið. En það stoppaði mig ekki í að ath hvað það kostar að vera félagi. Nú er bara að klippa neglur og klífa kletta, þetta er æði!
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að ég hef fyrir tilvist Unganna minna, yfirstigið hræðslu mína eða tekist á við hluti sem að ég hélt að mér væru ómögulegir. Við mömmurnar erum kannski engar Kattarkonur eða einhverjar aðrar ofurhetjur. En ef að við erum heppnar þá getum við annað slagið gert hluti til að sýna börnunum okkar að það sé allt í lagi að vera hræddur svo lengi sem að það stoppi mann ekki frá því að lifa lífinu. Þá erum við hetjur, hetjur barnanna okkar og hver þarf meira en það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
21.7.2008 | 00:46
To my friends who enjoy a glass of wine . . and those who don't.
As Ben Franklin said: In wine there is wisdom, in beer there is freedom, in water there is bacteria.! In a n umber of carefully controlled trials, scientists have demonstrated that if we drink 1 liter of water each day, at the end of the year we would have absorbed more than 1 kilo of Escherichia coli, (E. coli) - bacteria found in feces. In other words, we are consuming 1 kilo of poop. (that's over 2 pounds).
However, we do NOT run that risk when drinking wine & beer (or tequila, rum, whiskey or other liquor) because alcohol has to go through a purification process of boiling, filtering and/or fermenting.
Remember: Water = Poop,
Wine = Health
Therefore, it's better to drink wine and talk stupid, than to drink water and be full of shit.
There is no need to thank me for this valuable information: I'm doing it as a public service
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2008 | 03:42
Klaufi? Ég?!
Kannski er ég klaufi en ég get ekki með nokkru móti fundið neitt nema fréttir um þennan lystamann. Mig langaði til að sjá video og hlusta á músíkina hans, en ég bara finn ekki neitt.
Getur þú hjálpað?
![]() |
Metalmunkur snýr aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.7.2008 | 03:08
Svört mynd
Mér hefur verið sagt að þetta sé óhugganalega svört/dökk mynd. En alveg geðveikislega góð, sumir halda því jafnvel fram að Heath Ledger, muni fá Óskarinn fyrir leik sinni í myndinni.
![]() |
Kvikmynd um Leðurblökumanninn setur aðsóknarmet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2008 | 03:02
Úlfur, úlfur
Jú jú allur er varinn góður, en haldið þið ekki bara að þetta hafi verið rollu mamma með lambið sitt?
Ég vona að maðurinn finnist heill á húfi.
![]() |
Ísbirnir á Hornströndum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2008 | 03:17
Bara svona ef að þið voruð ekki viss
Sporðdreki: Þú skiptir miklu máli og heldur áfram að gera það eftir þinn tíma. Þú gefur frá þér svo sterka ást að hún getur teygt sig út yfir alheiminn og eilífðina.
Eftir minn tíma! Hver segir að það verði einhvern tíman tími eftir mig? Hver veit, kannski er ég ódauðleg! Ég verð alltaf 23 ára gömul sexy og hot Sporðdreka skutla
En svona án als gríns, þá geri ég mér alveg grein fyrir því að ég muni einhvern tíman deyja.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.7.2008 | 03:09
You go girl!
Nancy Pelosi er sko kona að mínu skapi!
![]() |
Pelosi svarar Bush fullum hálsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 03:54
Ég er tilbúinn!!
Fátt gleddi mig meira (ok ég er að ýkja) en ef að ég gæti keypt heilsubótaefni unnin úr fiskislóg! Fiskurinn er frábær alveg frá a til ö, ég er að segja ykkur það, ég mun kaupa þetta!
Vantar ekki söluaðila í Bandaríkjunum? Látið mig vita
![]() |
Fæðubótarefni úr fiskislógi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
18.7.2008 | 03:46
Nú fyrst fara börnin að fitna
Um leið og krakkarnir eru farnir að spá í megrun þá er voðinn vís. Í guðina bænum foreldrar gerið eitthvað, fræðið ykkur og fræðið svo börnin ykkar!
Drekkið vatn!! Svona til að byrja með....
![]() |
Heimsmeistarar í megrun barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)