26.10.2007 | 05:06
Stofnun félags hinna rauðhærðu.
Ég á alveg yndislegan bróðir sem er rauðhærður, honum var aldrei vel við litinn, sjálfsagt hefur honum verið strítt (börn eru grimm).
En svo fór þessi bróðir minn að vinna með börnum og þar var eitt stykki litill strákur sem var rauðhærður og ekki ánægður með það. Bróðir minn er einstaklega hugmynda góður og með hjarta úr gull, því setti hann samann skjal þar sem að þessum litla rauðhærða dreng var boðið í "félag hina rauðhærðu". Þetta var ekkert smá skjal og gladdist þessi drengur mikið og ef að ég man rétt þá varð hann bara stoltur af fallega hárlitnum sínum. Ég vona að hann muni alltaf eftir þessu, það er svo gott að eiga góðar minningar um fólkið í lífinu okkar.
![]() |
Vísbendingar um að sumir neanderthalsmenn hafi verið rauðhærðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2007 | 02:37
Video af kraftaverkinu
Hér er video: http://www.youtube.com/watch?v=SIOsNVkGRN4 af þessu ótrúlega kraftaverki (allar flugvélar eru kraftaverk í mínum huga)
![]() |
A380 í fyrsta farþegaflugið á fimmtudaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 02:05
Bjartsýnisstöðvar heilans staðsettar.
Þetta er fyrirsögn á einni frétt á mbl.is
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1298828 Mig lagaði til að blogga um þetta þótt svo að ekki sé það val við höndina hjá fréttinni.
ÉG VILL FÁ AÐ VITA HVAR ÞESSIR TVEIR STAÐIR ERU OG HVERNIG ÉG GET VIRKT ÞÁ!!!!!!
Bloggar | Breytt 26.10.2007 kl. 05:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 01:26
Ég er svo voða, voða stolt af landinu mínu..
.. að í hvert sinn sem að ég heyri á Ísland minnst í sjónvarpinu hér (sem er nokkuð oft) þá lyftist á mér brúnin og brjóstkassinn með
En eftir þennan þátt sagði ég við manninn minn "hefur þú heyrt um íbúð með fjórum svefnherbergjum og þremur og hálfu baði á Íslandi?" Hann skellti bara uppúr
![]() |
Ísland í Grey's Anatomy þættinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2007 | 04:01
Hér er önnur hlið á málinu:
Það er sagt að Reinaldo hafi flutt inn til Adelfa þegar að hann var 15 ára og það eftir að hafa mist móður sína. Kannski misnotaði kellingin drenginn og hafi síðan boðið honum að giftast sér ( þá er ég að búast við að konan hafi verið vel efnuð) til að festa hann í klóm sínum.
Svo getur líka verið að Adelfa hafi viljað gera þetta svona til að vera viss um að Reinaldo erfði allt samann, hún átti jú engan manninn fyrir eða börn. Betra að láta einhvern sem að þú þekkir og þér er annt um fá allan arfinn.
Já ég veit það er fullt af kannski og ef og allt það, en það er sama hver ástæðan var fyrir brúðkaupinu þá lifði Adelfa ekki lengi eftir að hún varð gift kona.
![]() |
82 ára gömul brúður er látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 22:00
Mannvonskunni eru engin mörk sett.
Svo vogar lögfræðingur Katanga að segja að það hafi verið brotið á rétti Katanga þar sem að það hafi verið tekið af honum tækifærið að lifa fjölskyldu lífi!! Það eru nefnilega brot á lögum í Kongó!! Ég meina í alvörinni finndu aðra leið til að verja glæpamanninn sem leyfir mönnum sínum að koma svona fram við almenning í þorpinu Bogoro. C/P af mbl.is: Þar voru tvö hundruð þorpsbúar myrtir, konum og stúlkubörnum nauðgað og þær neyddar í kynlífsþrælkun og vændi. Liðsmenn Katanga voru þekktir fyrir að borða hjörtu og lifur fórnarlamba sinna og að hafa haldið fjölda þorpsbúa föngum í herbergjum fullum af líkum annarra þorpsbúa.
Já úff að manninum skildi verið haldið í fangelsi, ég skil bara ekkert í þessari grimmd
![]() |
Ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Kongó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 21:43
Úff...

![]() |
Börn léku sér að sprengju á leikvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 21:25
Ha, hvað?
Ég er alveg hætt að skilja þessa menn og það sem er í gangi þarna.
Já OK, ég hef víst aldrei skilið þetta
![]() |
Bin Laden eggjar uppreisnarmenn í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 21:05
Mörgu og miklu er fórnað fyrir komuna.
Þessi þörf okkar á að fá fullnægingu er svo sterk að mörgu er fórnað fyrir hana. Hin óstjórnanlega "gredda" hefur mikið vald yfir okkur dýrunum, ég er ekki að gera lítið úr þessari þörf heldur öfugt.
Sú alsæla sem grípur mannveruna (þori ekki að segja til um önnur dýr) þegar að fullnægingu er náð er auðskilin að mínu mati. Það þarf að gera þennan leik spennandi svo að við fjölgum okkur, ekki satt? Ég tala nú ekki um á tímum getnaðavarnanna (sem að ég fíla í ræmur ) og frama vonum foreldranna í viðskiptalífinu. Eitt er víst að mín börn komu undir vegna veikleika foreldranna fyrir fullnægingunni
, en ekki vegna þess að við vorum að "búa" til barn.
![]() |
Greinilegri aðvaranir á stinningarlyf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 20:39
Ó hversu grunnhygginn þarftu að vera...
.. til að láta þetta stoppa þig í að velja þér forseta?
Það er ekki eins og að Hillary hafi tekið köttinn og snúið hann úr hálslið eða farið með hann til dýralæknis til að láta svæfa hann, heldur kom hún honum fyrir hjá annarri manneskju. Það er ekki hlaupið að því að finna húsnæði í stórborgum Ameríku þar sem að dýr eru leyfð.
Hugsa fólk, hugsa, hvað er landinu mínu fyrir bestu? Ekki hvar er Socks og hvernig komst hann þangað?
![]() |
Socks gæti orðið hindrun á forsetavegi Hillary |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)