Færsluflokkur: Bloggar

Fjölskyldan og jólin

Við fengum jólapakkana frá minni yndislegu fjölskyldu í dag. Við verðum ekki heima yfir jólin svo að við opnuðum þá bara strax. Það voru reyndar fyrirmæli að heiman að við ættum að opna pakkana áður en að við færum af stað.

Ungarnir voru yfir sig spenntir, já og ég líka, alltaf gaman að fá pakka að heiman Grin

Ég heyri í yngsta-Unganum "Kannski eru þetta páskaegg, svona eins og við fengum um páskana". Elsti-Unginn svaraði mannalega "Nei, nei nú eru það jólapakkarnir". "Já!!!" hrópaði þá sá ungi.

Það voru fullt af pökkum í kassanum, ég varð alveg hissa, en stóðs ekki mátið og sagði "Ég held að þeir séu allir fyrir mig" "Nei mamma, þú fær nú samt örugglega helminginn" sagði elsti-Unginn. Svei mér þá ef að það var bara ekki rétt hjá honum Tounge

Ég fékk jólalegustu jólagjafir sem hægt er að fá, Bækur, Nóa Síríus konfekt og bíómynd Grin

Enn eru óopnaðir pakkar, þeir eru merktir allri fjölskyldunni svo að við bíðum með þá þar til að Ljónið kemur næst.

Ég er að ganga inn í það ójólalegasta jólatímabil sem ég hef nokkurn tíman upplifað. Hér var ekkert bakað, enginn snjór, ekkert jólatré (verðum ekki heima um jólin), brotin fjölskylda, enginn mamma, pabbi og systkini. Ég var að vísu ekki með þau hjá mér síðustu jól heldur, en þá vorum við þó heil fjölskylda.

Ég er alveg viss um að jólin verða yndisleg þegar að ég er kominn á ákvörðunar stað hátíðarhaldanna. Þar verður mikill snjór, Ungunum hlakkar svo rosalega mikið til.  Mig bæði hlakkar til og kvíðir fyrir, ég verð með hálf ókunnugu fólki. En ég fæ út úr þessu það sem að ég set í það og ég ætla að gera mitt allra, allra besta til að vera með jólaandann og og brosið góða.  

 


Hlutirnir gerast hratt...

..loksins þegar að það kemur hreyfing.

Ég var að fara yfir myndsafnið mitt sem tekið var síðustu (tæp) 20 árin. Þar eru hamingjusöm hjón, ófrísk kona, nýburar, brosandi foreldrar, berir barnsrassar og börn í leik upp í sveit.  Það gerist svo margt, svo margt á svona löngum tíma.

Ég fór í viðtal í vikunni eitt það mikilvægasta í mínu lífi enn sem komið er. Það gekk allt vel, sem betur fer.

Ljónið var mér mikill stuðningur, við áttum góðan dag samann. Fundur í skóla, hádegismatur og með því..... Svo kom að viðtalinu góða. Spennu fallið eftir viðtalið var mikið, við hlógum og föðmuðumst, gerðum grín og gaman. Það er svo gott þegar að við erum þannig saman.

 

Enn einu sinni hefur stjörnuspáin mín rétt fyrir sér:

Sporðdreki: Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. Hugsaðu um það og dragðu lærdóm af því sem réttmætt er.

Ég varð að segja "nei". Nú verður hvert fótspor hugsað. Ég verð að breyta rétt, má ekki gleyma mér í stundar sælu. Ég hlít að geta notað það sem að ég hef lært, en hvernig, hvað á ég að gera, hvernig er best að snúa sér. Vertu sterk kona, vertu sterk, þú getur þetta.....

Ég felli tárin........


Það sem rúmast fyrir á einu sæði

Ég má til með að vera smá kvikindi...

Það sem alveg sló mig út af laginu við lesningar þessarar fréttar var að heilinn sem fannst í hauskúpu við fornleifaruppgröft hafi verið gamall!

C/P: ...og inni í henni var gulleitt þykkildi sem reyndist vera samanskroppinn, gamall heili.

Ég er nú svo vitlaus að mér hefði fundist það mun merkilegra ef að heilinn sem fannst inni í hauskúpunni gömlu hefði verið nýr. Sem sagt nýr heili í fornaldar hauskúpu.

Annað sem að mér fannst stór sniðugt var að allt þetta fannst á sæði!

c/p

Á sæðinu þar sem hauskúpan fannst var fyrst ástunduð jarðyrkja fyrir um 2.000 árum síðan á járnöld og má þar sjá móta fyrir gömlum ökrum, slóðum og byggingum sem talið er að séu frá um 300 f.Kr.

 


mbl.is Fundu fornan mannsheila frá járnöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara ef..

..að hægt væri að uppræta allt barnaklám og misnotkun!


mbl.is Rakið ofan af barnaklámshringjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir orðið "matnaður"

Ég var að lesa stjörnuspánna mína af gömlum vana, er alltaf að bíða eftir tákni Wink. Svona hljómar hún fyrir daginn í dag:

SporðdrekiSporðdreki:Matnaður þinn er fallegur. Segðu fólki að þú þurfir að fá að hugsa málin í ró og næði. Persónuleg tengsl eru mikilvæg.

Mín fyrstu viðbrögð voru "Matnaður" þeir meina "metnaður", hmmmm verð að ath þetta! Svo leita ég um allt og finn að orðið "matnaður" er til, en ég bara get ekki skilið hvað orðið þýðir. Veist þú það? Blush


Það er gott að eiga vini

Mikið finnst mér fallegt af Norræna félaginu í Noregi að styðja svona við börn okkar og unglinga.


mbl.is Herferð fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú elskar brjóst...

..og þér finnst gaman að hlæja, þá skalt þú ekki láta þetta framhjá þér fara:

http://www.tagtele.com/v/11924

Ég hafði mikið gaman af Grin

 


Kínverska ríkið að sýna vald sitt yfir fólkinu.

Það er bara ekki hægt að banna fólki að lögsækja fyrirtækið, fjöldi barna veiktust og tvö létust. Ég ætla bara rétt að vona það að önnur lönd láti heyra í sér ef að Kína gerir ekkert í málinu.


mbl.is Kröfu foreldra kínverskra barna hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskurður....

Ég skil ekki þegar að fólk lætur umskera börnin sín. Ég veit að Gyðingar umskera drengina sína og er það vegna þess að í gamla, gamla, gamla daga gat komið sýking undir forhúðina (ég held að ég sé að fara rétt með hér). Ég veit ekki hvernig það er annarstaðar í heiminum en hér í Bandaríkjunum þá eru það ekki bara Gyðingar sem láta umskera drengina sína. En auðvitað er það gert af fagaðilum en ekki með hálf bitlausum hnífum á moldargólfi.

Því er umskurður á stúkum allt annað mál að mínu mati, þar er verið að eyðileggja. Ég verð svo reið þegar að ég hugsa um að þetta skuli vera gert. Það er engan vegin hægt að ímynda sér hræðsluna og sársaukann á meðan að þetta gengur á. Svo á eftir er auðvitað mikill sársauki líka. Djö....

Hugsið ykkur að börn skuli þurfa að flýja í hundraða tali frá misþyrmingum sem eru löglegar! AngryDevil


mbl.is Stúlkur flýja umskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kom að því

Það kom að því að kallin færi í fangelsi. Eru örlögin ekki æðisleg?


mbl.is O. J. Simpson í 15 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband