19.10.2007 | 21:31
Eru börnin okkur ekki meira virði.....
.. en það að við tímum ekki að borga kennurum þeirra mannsæmandi laun? Það er alvitað að þeim sem líður vel í vinnunni gengur betur og þeir skila betri vinnubrögðum. Ég vil hafa áhuga samann kennara fyrir börnin mín, kennara sem líður vel í vinunni, kennara sem hlakkar til að fara í vinnuna á morgnana og kenna börnunum mínum. Kennara sem líður það vel í vinunni að barninu mínu líður vel í návist hans/hennar.
Kennarar ættu að vera hálauna fólk, þetta er það fólk sem við treystum fyrir börnunum okkar hálfan daginn, fimm daga vikunnar svo til allt árið í kring. Þetta er það fólk sem að hjálpar börnunum okkar að mennta sig svo að þau geti seinna meir stjórnað landinu/jörðinni.
Börnin okkar eru það fólk sem munu taka ákvarðanir sem skipta sköpum í okkar lífi þegar að við erum gömul og grá, viljum við ekki að þau hafi fengið þá bestu menntun sem hægt er?
Ég er hrædd um að ekkert gerist í þessum málum fyrr en að almenningur stendur upp fyrir kennurum og berst fyrir hærri launum fyrir hönd kennara.
![]() |
Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður er einskis virða að annast fólk á Íslandi.Að mestu leyti eru þetta kvennastéttir.Kennarar,leikskólakennarar,hjúkrunarfræðingar sjúkraliðar ófaglærðar umönnunarstéttir og fleiri.Það virðist enn þykja sjálfsagt að konur geri þetta fyrir lítið eins og var í gegnum aldirnar. Launin er skömm ríkrar þjóðar sem virðist algerlega veruleikafirrt.Forgangsröðunin er arfavitlaus. Kjörnir fulltrúar okkar skammta sér þokkaleg laun. Og fara oft mjög illa með skattinn okkar.Engin laun fullorðins fólks ættu að ver undir 200þús. Þá myndi fækka biðlistum eftir félagslegu húsnæði og annari félagslegri hjálp. Það hlýtur að ver krafa vinnandi fólks að það geti séð fyrir sér og börnum sínum.
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:00
Þessi setning segir allt "Það hlýtur að ver krafa vinnandi fólks að það geti séð fyrir sér og börnum sínum."
Sporðdrekinn, 20.10.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.