21.10.2007 | 20:04
Hvað með offitusjúklinga, hárlítið fólk, sjóndapra.....
Ég veit að þessi sjúkdómur er hræðilegur og getur dregið fólk til grafar en það getur sjóndepurð víst ekki gert (nema þá að þú labbir fram af brú eða eitthvað ).
En það eru margir sjúkdómar þarna úti sem eru hræðilegir og draga fólk til grafa en samt eru auglýsingar um allt þar sem að þeir koma fram. Dæmi: Krabbamein, eyðni, sykursýki, offita, þunglyndi og það má sjálfsagt telja upp marga í viðbót.
Á ekki að draga sannleikann fram og þá hjálpa þeim sem að hafa þennan sjúkdóm með að gera alvöru hans sýnilegri fyrir almenningi, umtal hlýtur að hjálpa. Ég verð að trúa því að ef að fólk talar um þennan sjúkdóm þá stoppi það einhverja frá því að fara að svelta sig. Er ekki td talað um forvarnir í sambandi við drykkju, reykingar og alnæmi, hvað er það öðruvísi en forvarnir við því að fólk svelti sig.
Það eru alstaðar auglýsingar um það að við verðum að borða "hollar" (ekki er ég samt að segja að ég sé sammála öllu sem er sagt í þeim) svo að við verðum ekki feit. Hvað þá með offitusjúklinga hvers eiga þeir að gjalda að þurfa að sjá þessar auglýsingar um allt.
![]() |
Umdeild auglýsing með mynd af átröskunarsjúklingi bönnuð á Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála... skil ekki svona boð og bönn!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 21.10.2007 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.