Ég er svo voða, voða stolt af landinu mínu..

.. að í hvert sinn sem að ég heyri á Ísland minnst í sjónvarpinu hér (sem er nokkuð oft) þá lyftist á mér brúnin og brjóstkassinn með InLove

En eftir þennan þátt sagði ég við manninn minn "hefur þú heyrt um íbúð með fjórum svefnherbergjum og þremur og hálfu baði á Íslandi?" Hann skellti bara uppúr W00t


mbl.is Ísland í Grey's Anatomy þættinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg get ekki sagt thad sama. Eg hef buid naestum thvi halfa mina aevi i Ameriku og get ekki sagt ad eg se hreikin af thvi ad vera islendingur og reyni ad fela thad eins mikid og eg get.  Mer finnst islendingar alltof monntnir og halda ad allt se best fra Islandi.  Eg hef buid her i naestum 15 ar og thegar eg kem ad heimsaekja Island tha finn eg alltaf fyrir fordomum og eins og eg se ad stiga 50 ar aftur i timann. Land thar sem er dimmt halft arid og kalt allt arid. Hvad er svona aedislegt vid thad?????????  Og hversvegna eru svona margir ad flyja Islands, en utlendingaeftirlitid i USA hefur ekki undan folki sem vill flytja hingad??????  Thid faid allar vondu frettir fra USA (og heiminum). Eg hef td. verid spurd af islendingum hvort eg virkilega leyfi 5 ara barni minu ad leika ser eitt uti og rolta utum allt. Svarid er JA, thvi eg kaus ad bua i bae thar sem er ekkert um barnaran, eins og svo margir isl. halda ad alls stadar i Ameriku seu bornum raent um leid og thu sleppir theim uti gard.

Birna (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 06:20

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Æ en hvað mér finnst leiðinlegt að heyra þetta Birna. Ég bý sjálf í henni Ameríkunni, ég hef verið hér allt í allt um 8 ár. Ég er mjög stolt af því að vera Íslensk það er svo margt sem að við Íslendingar getum verið stolt af, en ég get líka oft skammast mín heilann helling fyrir að vera Íslensk. Ég skammast mín mest þegar að ég heyri fordóma gegn öðru fólki, trúarhópum eða löndum, en málið er að ég heyri líka fordóma hér í henni Ameríku svo að ég veit að sumir Íslendingar eru ekki einir um að vera illa upplýstir.

Jú það er mikið myrkrið á Íslandi og ó hvað það getur rignt, kalt, jú jú þetta er enginn sólarströnd. En á móti þessu kemur öll birtan á sumrin, Ísland er gróskumikið og nóg er af hreinu vatninu til drykkjar og bara hvers sem að við viljum. Sjálf kís ég breytingar í veðrinu, ég vil sumar, vetur, vor og haust. Ég er sko ekkert að segja að ég hafi ekki oft blótað veðrinu þegar að ég bjó heima en það er bara svo margt sem kemur á móti.

Þeir sem að flykkjast hingað til USA eru nú flestir ekki frá jafn fjárhagslega góðu og öruggu landi og Íslandi. Ég held að aðal ástæða fyrir því að fólk flytji frá Íslandi sé til að mennta sig og jú sumum finnst landið bara vera of lítið, já hí hí svo eru það við hin sem fylgjum makanum  .

Því miður held ég nú að það sé enginn bær 100% laus við barnarán eða ofbeldi. Ég bý sjálf í mjög góðum bæ, en ég leifi börnunum mínum ekki að fara einum út að leika sér, tveir og tveir samann en aldrei einn. Það eru ekki bara Íslendingar sem segja að það sé ekki öruggt að láta börnin sín vera ein úti að leika sér, þetta segja Ameríkanar líka. Málið er að það skiptir ekki máli þó að bærinn þinn sé laus við barnarán, það getur alltaf komið ókunnugur í bæinn. Ekki halda að ég sé að tala gegn þeim bæ sem að þú býrð í enda veit ég ekkert hvar þú býrð, ég er bara að segja að í raun erum við hvergi huld.

Mér heyrist á þér að þú hittir allt of marga Íslendinga með fordóma, kannski er þitt fólk svona ósátt við að þú fluttir út. Sjálf er ég farinn að loka eyrunum, já ok reyna það allavega , ég var tildæmis spurð hvort að ég ætlaði nú að fara að flytja til USA til að búa í hjólhýsi, "hmmm já, búa ekki allir Ameríkanar í hjólhýsum?"

Takk fyrir innleggið þitt Birna.

Sporðdrekinn, 26.10.2007 kl. 05:02

3 identicon

Ja, thad er alveg satt ad alls stadar er eitthvad gott og vont lika inna milli. Fjolskyldan min er alls ekki osatt ad eg bui i USA og koma foreldrar minir hingad a hverju ari ad heimsaekja okkur:)

Thad getur bara farid stundum i taugarnar a mer hvad flestir islendingar eru fafrodir um USA. USA er eins og 52 olik lond og olikir sidir i hverju fylki. Ju, og alls stadar leynast vont folk inna milli, en eg by i 40,000 manna borg i eydimork i sudur California og by i mjog rolegu hverfi og mesta haettan sem eg tharf ad passa barnid mitt a eru ulfarnir. Herna getum vid farid i gongutur seint  a kvoldin og thurft ad hafa med okkur golfkylfur ef vid skildum rekast a ulf. Oft hef eg ovart gleymt lyklunum i skranni yfir nott a husinu okkar og engin komid inn. Eg er ekki ad segja ad eg fari ad sofa i olaestu husi, en stundum gleymist ad laesa.

Vid veljum okkur stad til ad bua a og a manni ad lida vel thar sem madur kallar heimilid sitt.  Thad er fint ad folk se anaegt ad bua a Islandi. Thad er fint hja theim, en eg bara filadi mig aldrei thar og i morg ar hefur California verid eina heimilid mitt sem eg a, og thad kaus eg alveg sjalf. Her (thar sem eg by) er mjog gott ad ala upp born og kennir madur barninu sinu haetturnar, sem eru ju allt odruvisi en a Islandi; "passa sig a snakum, kongulom, ulfum, bilum,sundlauginni, og aldrei fara neitt med neinum okunnugum."  Strakurinn minn hefur td. oft a Islandi sagt vid fraendsystkini sin ad thau meiga ekki vera ad labba i hau grasinu thvi thad gaetu verid snakar thar, osfrv. Getur verid stundum fyndid.

Eg valdi eydimorkina thar sem solin skin 350 daga a ari og er hitinn her hrillilegur a sumrin, en i stadinn fyrir thad hofum vid 9 manudi af yndislegu vedri:)

Hvar byrd thu annars?

Birna (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: Sporðdrekinn

úff ég gæti ekki eyðimörkina, alla vega ekki allt árið í kring. Ég bjó í Arizona í c. sex mánuði, við fluttum þangað í enda ágúst og ó hvað við vorum ánægð þegar að það fór að "kólna" . En falleg er eyðimörkin og það hljómar eins og að þú eigir heima á yndislegum og rólegum stað. Það er alveg rétt hjá þér að maður kennir börnunum sínum á hætturnar það skiptir engu máli hvar maður er.

Málið er að okkur er nú ekki kennt neit rosalega mikið um USA í skólanum á Íslandi og því er ekkert skrítið að fólk sé fáfrótt. Það sér bara fréttirnar héðan og flestar fréttir eru því miður neikvæðar, stærðin á þessu landi er svo gríðarleg að það er hálf erfit að gera sér grein fyrir því. Til að mynda voru sjálfsagt jafn margar manneskjur í tvíburabyggingunum og þar í kring á anna tíma og eru á öllu Íslandi.

Ég er í VA núna, en ég held að það sé hægt að setja mig niður næstum því hvar sem er og ég bara aðlagast, reyni alltaf að horfa á björtu hliðarnar á hverjum stað. En alltaf sakna ég Íslands og fólksins míns þar. Í raun sakna ég alltaf einhvers frá hverjum stað sem að ég hef búið á, en ég finn líka alltaf eitthvað að þeim líka   Ég væri alveg til í að flytja í eitthvað annað land í c. tvö ár og læra menninguna þar, ég held að börnin okkar hafi svo rosalega gott af því að sjá aðra menningu, maður lærir svo mikið af því að umgangast mismunandi fólk.

Sporðdrekinn, 27.10.2007 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband