Getur einhver frætt mig?

Nú kann ég ekki til svona mála svo að ég spyr: Hvað gerist ef að dýri sem eru smituð af miltisbrandi eru brennd, er enn smithætta? Má kannski ekki brenna þau, getur smitið þá borist í loftið?

Ég vona að einhver sem veit svarið við þessu gefi sér tíma til að svara mér Smile


mbl.is Ekki var talið að hætta stafaði af hræinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við bruna drepast bæði sjálfar bakteríurnar og dvalargróin. Brennsla hræja er talin öruggasta aðferðin til þess að koma í veg fyrir smitfdreifingu frá skepnum sem drepast af völdum miltisbrands.

Eggert Gunnarsso, dýralæknir

Keldum

Eggert Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Miltisbrandur er í raun tvíþætt hætta. Það er annarsvega sveppurinn sjálfur sem lifir í moldinni eins og hundruðir annara svepa í mold. Eini munurinn á honum og öllum hinum sveppunum er að ef hann berst í blóðrásina hjá spenndýrum, þá veldu hann eitrun sem getur verið bannvæn. Til þess að sveppurinn lifi, þá þarf hann súrefni og raka.

Eina leiðin til að smitast af sveppinum lifandi er að éta hann eða fá hann í sár. Hann kemst ekki í gegnum húðina.

Svo fjölgar sveppurinn sér með sveppagró sem getur lifað mjög lengi án súrefnis og raka í næstum hvaða aðstæðum sem er. En gróið er meinlaust nema það komist í súrefni og raka, þá myndast sveppur. Þannig að fólk sem andar að sér, borðar eða fær í sár svona gró, fær svo svepping og veikist.

Bæði sveppurinn og gróið brenna við lágan hita og eru því auðveldlega eytt í sorpbrennslu.

Í þessu dæmi þarna í Garðarbæ er ekki hætta á sveppum, þar sem þeir kafna grafnir djúpt í jörðu. En gróið getur lifað og kviknað af því sveppir ef aðstæður skapast.

Gróið svífur ekki langt ef því er þyrlað upp, en getur "fokið" nokkurn spöl ef það er skraufa þurrt. Ef gróið er blautt þá getur það ekki fokið neitt.

Júlíus Sigurþórsson, 2.11.2007 kl. 14:04

3 identicon

Þetta er baktería - ekki sveppur!

Berglind (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk fyrir góð svör  

Ég var einmitt að spá í það af hverju hræið hafi ekki verið brennt strax, finnst það svona frekar kæruleysislegt að grafa það bara.

Sporðdrekinn, 2.11.2007 kl. 14:24

5 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Baktería er það víst - tengdi saman gró-sveppur.

En þetta er víst ein af fáum bakteríum sem mynda gró eins og sveppir.

Júlíus Sigurþórsson, 2.11.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband