3.11.2007 | 21:56
Eruð þið virkilega svona fáfróð?!?
Ég á bara ekki til eitt einasta orð (ætla þó að skrifa þau nokkur), ég veit ekki hvar ég hef verið en ég var fyrst núna að sjá að það hafi verið að gefa bókina "Tíu litlir negrastrákar" út aftur. Hvað er í gangi hérna og svo er fólk svo ruglað að það kaupir bókina! Ég bara skammast mín fyrir að annað eins skuli gerast á Íslandi árið 2007. Hvað eruð þið að hugsa???? þið fólk sem gefið út, seljið og kaupið svona bók!!
Já, já ég las þessa bók sem barn ég fattaði ekki rasismann í henni en mér fannst það einstaklega sorglegt hvernig fór fyrir drengjunum. Ég er svo hneyksluð og leið yfir þessu að mér líður við gráti, nei ekki hvernig fór fyrir drengjunum þetta er jú "saga" heldur yfir fáfræði fólksins sem gefur út og kaupir svona bók.
Það er sjálfsagt ekki gott að lesa þetta hjá mér og skilja en svona er það bara, ég get ekki skrifað þetta betur núna, er of æst og mér liggur á að koma þessu frá mér.
Hafið þið lesið textann nýlega? hér er hann, rasista textinn sem fólk ætlar að lesa fyrir börnin sín:
Negrastrákar fóru á rall,
þá voru þeir tíu,
einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.
Níu litlir negrastrákar
fóru seint að hátta
einn þeirra svaf yfir sig
og þá voru eftir átta
Átta litlir negrastrákar
vöknuðu klukkan tvö.
Einn þeirra dó úr geyspum
en þá voru eftir sjö.
Sjö litlir negrastrákar
sátu og átu kex
einn þeirra át yfir sig
en þá voru eftir sex.
Sex litlir negrastrákar
sungu dimmalimm
einn þeiirra sprakk á limminu
en þá voru eftir fimm.
Fimm litlir negrastrákar
héldu að þeir væru stórir
einn þeirra fékk á hann
en þá voru eftir fjórir.
Fjórir litlir negrastrákar
fóru að reka kýr
ein kýrin stangaði einn þeirra
en þá voru eftir þrír.
Þrír litlir negrastrákar
þorðu nú ekki meir
einn þeirra dó úr hræðslu
en þá voru eftir tveir.
Tveir litlir negrastrákar
þögðu nú eins og steinn
annar hann varð vitlaus
en þá var eftir einn
Einn lítill negrastrákur
sá hvar gekk ein dama
Hann gaf sig á tal við hana
og bað hennar með það sama
Negrastelpan sagði já
og svo fóru þau í bíó
ekki leið á löngu
uns þau urðu aftur tíu.
Finnst ykkur ekkert að þessu? við erum hér að tala um að lesa og syngja um dauða ungra drengja fyrir börnin ykkar!
Er fólk eins og þið þá kannski tilbúið að gefa út, kaupa og lesa bók um 12 litlar gyðingstelpur fyrir börnin ykkar?!?
Það dóu jú fullt af litlum gyðingastelpum á mismunandi máta í búðum Þjóverja, ég er viss um að þið getir fundið upp texta við "hæfi"
hvernig væri td.:
Fjórar litlar gyðingastelpur
duttu inn í gasklefa.
Einni datt í hug að þefa
og þá voru eftir fimm.
Ég er alltaf að verja ykkur rasista Íslendingana (takið til ykkar sem eigið) en núna fóruð þið alveg með það.
Er ekki kominn tími til að þið takið hausinn úr rassinum á ykkur og sjáið að heimurinn er fullur af allskonar fólki, fólki mismunandi á litinn, í laginu, talar önnur tungumál, trúir á aðra hluti, en ÖLL, ÖLL erum við með tilfinningar!!!!!
Kennið börnunum ykkar að allar mannverur eiga og hafa sama rétt á því að lifa. Enginn er verri þótt svo að hann sé ekki hvítur Íslendingur.
Ekki segja mér að þið séuð svo grunnhygginn að þið sjáið ekki hvað þessi bók er röng. Ég bara bið ykkur fólk um að lesa ekki þessa bók fyrir börnin ykkar eða nokkur önnur börn.
Hafið þið hugsað um tilfinningar barnanna, kvennanna og mannanna sem eru dökk á hörund og lesa þessa bók? Haldið þið að þeim sé skemmt yfir því að sjá barnabók um dauða tíu litla negra drengja. Mér er alveg sama þótt að þið séu að reyna að afsaka þetta með því að orðið "negri" sé ekki ljót orð, þetta er orð sem hefur verið og er því miður enn notað af sumum yfir hörundsdökkt fólk. Svo þótt að textinn væri "Tíu litlir svertingjastrákar" þá væri innihald bókarinnar alveg jafn rangt.
Skammist ykkar, skammist ykkar, skammist ykkar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.