4.11.2007 | 17:01
Það sem að angrar mig..
.. er allur tíminn og peningurinn sem fer í það að leita að fólki sem að hugsar ekki nógu langt. Hvað ætli það fari margar miljónir og dagar í þetta á ári? Rjúpuskyttur, túristar, jeppakallar/konur og flr. hugsið ferð ykkar til enda, takið með ykkur allan þann búnað sem þarf í ykkar ferð, öryggið á oddinn hver svo sem oddurinn er. Ég er sko als ekki að segja að ekki geti komið til slysa en oft má koma í veg fyrir þessi útköll bara ef að fólk hugsaði smá.
![]() |
Leitað að manni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það myndi líka spara björgunarsveitum mikil útgjöld ef fólk gengi frá útigrillunum, trambolinunum og öðru lauslegu þegar von er á hvassviðri. Það er ekki hægt að taka út einn flokk útkalla og úthrópa þann hóp sem orsakar þau. Allavega vantar ekki gagnrýni þeirra sem aldrei fara út fyrir malbik þegar svona fréttir koma fram en yfirleitt er ekki talað um "vanbúnað" eða "vanhugsun" fólks þegar um þéttbýlisútköll er að ræða, sem þó eru allmörg og jafnvel fleiri heldur en útköll vegna týndra rjúpnaskyttna. En björgunarsveitirnar eru til vegna þess að það er þörf fyrir þær hvert svo sem eðli útkalla er og gagnrýni á ákveðna hópa má ekki verða til þess að fólk hiki við að kalla eftir aðstoð ef hennar er þörf, þó ég þekki því miður þess dæmi að fólk kallaði ekki eftir aðstoð vegna þess að það vildi ekki lenda í fjölmiðlaumræðunni og neikvæðu þrasi fólks á eftir. Vissulega mega sumir taka sig á og undirbúa ferðir sínar betur og hafa betri búnað, en þess ber einnig að geta í þessu tiltekna atviki sem um er að ræða nú, að á Kaldadal mætti setja upp merkingar um að vegurinn sé lokaður eða ófær minni bílum, þar mætti Vegagerðin taka sig á.
Neyðarkall (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 18:42
Ég er sko ekki að segja að fólk eigi ekki að kalla á hjálp ef að það þarf á henni að halda. Ég held bara að það mætti oft spara fullt af tíma og pening ef að fólk undirbyggi sig betur.
Sporðdrekinn, 5.11.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.