8.11.2007 | 14:20
Kveður fjölskyldu sína
Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig fjölskyldu Pekka-Eric líður núna, sorgin og sjokkið hlýtur að vera svakaleg.
Ég hef stundum hugsað um það þegar að ég les eða horfi á fréttir um svona voða verk, þar sem að einstaklingur tekur líf annarra, hvernig líður fólkinu sem að þekkti morðingjann?
Ætli það komu upp samviskubit:
"Ég hefði átt að sjá að eitthvað var í gangi"
"Kannski var ég ekki nógu góð mamma"
"Var hann að reyna að segja mér eitthvað og ég bara heyrði ekki hvað hann var í raun að meina".
Ég held að þetta væru fáar af mörgum spurningum sem að kæmu upp í huga mér.
![]() |
Finnland: Morðinginn skildi eftir sjálfsvígsbréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg er ad paela, thad kemur hvergi fram ad Pekka-Eric hafi svo svipt sig lifi a endanum heldur eingongu ad hann hafi verid fluttur a sjukrahus...
Aetli hann hafi lifad af ?
Evert (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:05
Hann skaut sig í hausinn eftir á. Hann lifði skotið af en lést á sjúkrahúsi ekki löngu eftir það.
axel (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.