9.11.2007 | 22:36
Óþekkir krakkar
Mér finnst að hægt sé að bera Kínverska embættismenn samann við óþekka krakka, þið vitið þessa vælukjóa, klöguskjóður og hrekkjusvín.
Ef að þú gefur mér ekki þetta dót þá býð ég þér ekki í afmælið mitt!
Ég segi mömmu þinni að þú hafir borðað horið úr nefinu á þér ef að þú leyfir mér ekki að prufa hjólið þitt!
Þú ert alltaf svo vond við mig, ég ætla ekki að vera vinkona þín ef að þú leikur líka við Stínu!
Þú mátt koma heim til mín ef að ég má klippa á þér hárið!
![]() |
Hætt var við sýningu heimildarmyndar um Falun Gong |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já alveg magnað hvað þetta heimsveldi er hrætt við "lítinn" "sérstrúarsöfnuð". Ef þetta er allt sem þarf til að kollvarpa kínverska heimsveldinu og þá held ég að það standi nú heldur betur á brauðfótum.
Hjörleifur Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:23
Sporðdrekinn, 9.11.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.