Það þarf oft minna til en þú heldur

Það er óskandi að allar aðgerðir til að fyrirbyggja barnaofbeldi séu teknar í gaggnið. Sá sársauki skömm og vanlíðan sem að barnaníðingar setja á börn er viðbjóður.

Sumir hafa sagt: Já en ég meiði barnið ekkert, ég er að vera góður við það. Ég horfði eitt sinn á viðtal við barnaníðing þar sem að hann hélt því fram að barninu líkaði það sem að hann var að gera því, að í raun finnist börnum kynlíf gott, að við hitt fullorðna fólkið skiljum þetta bara ekki.

"Lítið" getur gert mikinn skaða þegar kemur að ofbeldi, misnotkun á barni kynferðislega þarf ekki að vera "mikil" til að hafa mikil áhrif á barnið. Hér er lítil saga sem dæmi um það:

Ég var orðin 13 ára þegar að sturtuvörðurinn í leikfimishúsinu í skólanum mínum ákvað að hann yrði að káfa á brjóstum mér og þröngva tungu sinni inn í munn minn. Þarna komst hann ekki í tæri við bert hold mitt né lét hann mig koma við sig og þetta tók innan við mínútu, en þetta eyðilagði fullt fyrir mér.

Það tók mig langan tíma að geta horft framann í pabba minn hvað þá faðma hann, það sem að hjálpaði mér þar var að pabbi stóð eins og klettur við hlið mér og gerði allt sem að hann gat gert til að koma réttlæti á, sem því miður tókst ekki.

Ég gat ekki faðmað afa mína í mörg ár án þess að fá hroll ég gat ekki einu sinni horft framann í þá, hvað þá ókunnuga menn.

Því miður var þetta ekki það eina sem misbauð mér sem barni og ungling, sum atriðin voru minni og önnur meiri, í öll skiptin var mitt persónulega pláss ekki virt. Það þarf ekki annað en að káfa á (í fötum) gefa í skin eða segja eitthvað kynferðislegt við börn til að þeim misbjóði. Það getur verið að þér og mér finnist þetta vera lítið mál en barninu getur fundist þetta stórmál á jafnvel erfitt með að vinna úr því sem að okkur hinum finnst ekkert til að vinna úr.

Þess vegna segi ég: Áfram Gná og allir hennar líkir sem eru tilbúnir að berjast gegn barnaofbelti og misnotkun.


mbl.is Handsami níðinga á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband