Mannvonskan grætir mig

Þegar að ég les svona fréttir eða horfi á í sjónvarpinu þá langar mig til að öskra. Ég get ekki skilið mannvonskuna hjá fólki sem að getur verið svona vont við annað fólk bara af því að það trúir ekki á sama hlutinn.

Ég kenni börnunum mínum að ALLIR séu jafnir hvernig svo sem að þeir séu á litinn eða á hvað þeir trúa. Ég er ekki að segja að ég skilji allt sem að gengur á í öllum þeim trúar reglum sem að eru til í heiminum en ég veit að allt eru þetta manneskjur.

Ég er á móti öfga öllu: öfgadrykkju, öfgaáti, öfgamegrun, öfgatrú og trúarbrögðum svona mætti lengi telja. En á meðan að manneskjan sem er öfga eitthvað er ekki að gera öðrum illt þá er mér ekki illa við manneskjuna sem slíka.

Það eru ekki mörg ár síðan að Nasistar reyndu að útrýma Gyðingum, ég hef setið og hlustað á fólk segja sína sögu af þessum tíma og guð minn góður það sem að fólkið þurfti að ganga í gegnum. Einn maður sagði mér td sögu af því þegar að hann og fjölskyldan hans voru að flýja Nasistana, þau voru að labba yfir brú og Nasistarnir voru bara þarna rétt hjá þeim öðrumegin við brúnna en frelsið hinumegin. Ég man að ég hugsaði "Vá þetta er bara eins og í bíómynd" en vitið þið hvað, þetta var ekki úr bíómynd þetta var sönn saga. Saga mannsins sem að sat fyrir framann mig.

Ég hef verið skömmuð fyrir að vera of viðkvæm, að ég taki það sem að fólk segir eða gerir of alvarlega, að ég sjái hlutina of svart og hvít, að stundum sé grátt bara allt í lagi og enginn sé að meina neitt illt. Samt finn ég stundum til fordóma í sjálfri mér og ég skammast mín, en aldrei, aldrei mun ég segja neitt viljandi til að særa aðra vegna þess á hvað þeir trúa eða kenna börnunum mínum annað en að allir eigi sama rétt á að lifa. Að vísu eru til afbrotmenn sem að ég tel að njóti ekki sama réttar og annað fólk, en við erum ekki að ræða það hér.

 

 


mbl.is 80 handteknir í átökum nýnasista og andstæðinga kynþáttafordóma í Prag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband