13.11.2007 | 15:32
Ég skil hvað fólkið er að tala um
Beyonce er einstaklega falleg og velvaxin kona, það bókstaflega drýpur af henni kynþokkinn, Beyonce hefur ekkert að fela og skil ég vel bæði karlmenn og kvenfólk sem að hrífst af henni. Sjálf hef ég gaman af að horfa á fallegt fólk syngja og dansa, ja svei mér þá ef að ég hef ekki bara alltaf gaman af að horfa á fólk syngja og dansa, tja nema kannski ef að ég þoli ekki tónlistina.
EN ok, þetta er ekki það sem að ég ætlaði að skrifa um hér, heldur þetta.
Ég skil alveg hvað fólkið er að tala um, maður getur hvergi litið án þess að verið sé að nota kynlíf eða kynþokka á einhvern hátt til að selja manni eitthvað. Oftast kemur kynlíf vörunni ekkert við sem verið er að auglýsa. Ég hef oft rætt þetta og á víst eftir að halda því áfram, þetta er visst áreiti á ungt fólk og börn, já og sjálfsagt alla aldursflokka.
Hvað erum við að kenna börnunum okkar?
Jú það sem að við erum að kenna börnunum okkar er að við þurfum ÖLL að vera grönn, helst of mjó, við kvenfólkið þurfum allar að vera með stór og stinn brjóst, ef að við höfum þau ekki frá Guðs hendi þá er ekkert mál orðið að fá sér svona brjóst. Þú þarft ekki einu sinni að vera orðinn sjálfráða mamma og pabbi geta bara sagt lækninum að þó svo að þú sért bara 14 ára þá sért þú með svo mikla komplexa vegna smæðar brjósta þinn að hann verði bara að gera undantekningu og setja í þig poka svo að brjóstin þín verði stór og stinn. Við megum ekki heldur vera með hrukkur eða línur í andlitinu, við verðum að vera með stórar varir, ég er örugglega að gleyma einhverju. Karlmenn þurfa allir að vera vöðvastæltir með 8% fitu því að hvernig ætlar þú annars að sýna alla þessa flottu vöðva. Karlmenn eru jafnvel að láta setja í sig silicon af því að þeim finnst þeir ekki vera með nógu stóra brjóstvöðva.
Málið er að ef að þú villt horfa á hálf nakið fólk þá er ekkert mál fyrir þig að nálgast það jafnvel þó svo að það sé ekki í stórum skiltum út um allt, við hvern og einn einasta greiðslukassa í búðum og í annarri hvorri auglýsingu í sjónvarpinu.
Já kynlíf selur ég skil það en þarf að nota það til að selja tannkrem, bíla, þvottavélar og fleira í þessum dúr.
Þið megið ekki misskilja mig ég er ein af þeim sem langar til að hafa ALLT en ég er bara nokkuð sátt við það sem að ég hef og er ekkert á leiðinni til að láta sprauta í andlitið á mér eða setja poka inn í kropinn á mér.
Já, það eru til dæmi sem réttlæta silicon brjóst, þegar að taka hefur burt annað eða jafnvel bæði brjóstin hjá konum vegna krabbameins, þá finnst mér frábært að hægt sé að "laga " það með siliconi.
Þrátt fyrir að mér finnist líkaminn okkar vera einstaklega fallegur þá þarf hann ekki að vera hálfber eða ber út um allt. Ég er dauðleið á öllu þessu kynlíf hitt og kynlíf þetta, kynlíf er æði en það þarf ekki að vera út um allt.
![]() |
Bikíníklædd Beyonce veldur uppnámi í Las Vegas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fyndna er nú að Beyonce er ekkert sérstaklega grönn. Vel búttuð miðað við flestar þessar tannstönglastelpur í fyrirsætubransanum.
Páll Geir Bjarnason, 13.11.2007 kl. 17:38
Hún hefur nú alveg rokkað í þyngd stelpan, en persónulega finnst mér hún flottari þegar að hún er með smá utan á sér, mýkri línur og svona
Ég var nú líka aðallega að skrifa um myndir af hálfberu fólki út um allt, ekki bara Beyonce og það hvernig kynlíf er notað til að selja allt, já og það hvað fólk er farið að gera til að vera "Fallegt".
Sporðdrekinn, 14.11.2007 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.