Hvað er að gerast ..

.. hjá unglingum í dag?

Hvað veldur því að unglingar eru að plana og fremja fjöldamorð? Við erum ekkert að tala um eitt atvik heldur nokkur og það í nokkrum löndum.

Erum við mennirnir að verða algerlega tilfinningalaus fyrir öðrum mannverum?

 


mbl.is Þýskir unglingar ætluðu að ráðast á skólafélaga sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Gæti verið að öll þessi geðlyf séu að gera unglingana svona sturlaða.

Sjá hér

Jón Þór Ólafsson, 19.11.2007 kl. 08:10

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Myndin í heild er hér á google videos

Hún heitir: The Drugging of our Children

Jón Þór Ólafsson, 19.11.2007 kl. 08:30

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk fyrir þetta Jón Þór, ég ætlaði bara að horfa á fyrstu 15 mín. núna og restina seinna þar sem að kl. er orðin svo margt en ég gat ekki hætt að horfa.

Er búið að sýna þessa mynd í sjónvarpinu á Íslandi?

Sporðdrekinn, 20.11.2007 kl. 06:39

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Byrjar Jón enn og aftur með geðlyfin!!! geðlyf hjálpa en búa ekki til klikkhausa!!

ég held að vandamálið með unglinga í dag sé sambland af tímaleysi, tölvuleikjum og ofbeldisbíómyndum.  

Huld S. Ringsted, 20.11.2007 kl. 10:43

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Huld ég er alveg sammála þér með tímaleysið, tölvuleikina og ofbeldisbíómyndir, en ert þú búin að horfa á þetta video?

Ég held að þetta geti verið sambland af þessu öllu samann plús að það virðist sem virðing fyrir öðum og eignum annarra sé bara fokinn út í veður og vind, er það kannski ekki af því að fullorðna fólkið kennir ekki börnunum sínum mannleg samskipti lengur börn læra lífið af sjónvarpinu.

Ég á barn sem að var sett á Ritalin, hann fékk hræðileg fráhvarfseinkenni svo að ég tók hann af þeim.

Sporðdrekinn, 20.11.2007 kl. 15:52

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þá hefur hann ekki þurft á Ritalíni að halda.

Huld S. Ringsted, 20.11.2007 kl. 16:27

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta átti ekki að vera "fráhvarfseinkenni" þarna hjá mér ofar heldur, aukaverkanir.

Nei það er rétt, en bæði læknar og kennarar sögðu mér að barnið mitt væri ofvirkt og þyrfti á Ritalíni að halda. Ég vildi auðvitað gera allt sem að ég gat til að hjálpa honum að "passa" inn í þann ramma sem að ætlast var til af honum, það var ekki fyrr en einu ári eftir að ég tók hann af lyfinu að annar læknir spurði mig hvort að þeir læknar sem voru með hann í meðferð hefðu ekki sagt mér að aukaverkanirnar sem að hann var með væru vegna þess að hann væri ekki ofvirkur. Það skrítna er að mér var ekki sagt það heldur var mér sagt að best væri að prufa önnur lyf fyrir hann, samt hafði ég alltaf sagt að hann hagaði sér ekki eins og ofvirkt barn heima.

Ég var farinn að grátbiðja um sálfræðiaðstoð fyrir hann en það dugði ekki til, jú ok ég lýg því hann fékk einn tíma hjá sálfræðing. Sálfræðingurinn var alveg dolfallinn yfir því hvað barnið var kurteist og hvað það kunni vel að nota orðaforðann sinn og skilning á málinu, ég man ekki eftir að annað hafi komið út úr þeim fundi. Ég taldi að það myndi hjálpa honum meira að hitta sálfræðing en að taka lyf þar sem að hann hafði lent í einelti og hann á við lærdómserfiðleika að stríða sem koma ofvirkni ekkert við en urðu til þess að hann var órólegur í skólanum og því stimplaður ofvirkur.

Ég er sko alsekki að halda því fram að önnur börn þurfi ekki á lyfjum að halda, en ég held að oft sé of fljót gripið í lyfin í stað þess að ath alla aðra möguleika, td. dyslexíu, matarræði og ofnæmi.

Sporðdrekinn, 21.11.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband