23.11.2007 | 16:56
Ekki af hverju heldur fyrir hvern var þetta gert?
Eftir að gæsahúðin, hrollurinn og velgjan gengu yfir hjá mér eftir að lesa þessa frétt þá vöknuðu upp spurningar hjá mér:
Hvað fengu lögreglumennirnir út úr þessu?
Var þetta gert bæði föngum og lögreglumönnum til skemmtunar?
Það segir í fréttinni "Hefur þeim lögreglumönnum, sem lokuðu stúlkuna inni, verið vikið frá störfum meðan rannsókn fer fram." En hvað með verðina og annað starfsfólk í fangelsinu? Það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki allir vitað af þessum viðbjóði sem var þarna í gangi.
Svo er þetta ekki einu sinni einsdæmi þarna í Brasilíu, ef að það hafa komið upp tvö tilfelli sem vitað er um á stuttum tíma hvað ætli þetta hafi þá gerst oft?
Aumingja stúlkurnar
![]() |
15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er sennilega auðveld leið til að koma í veg fyrir fangauppreisnir. Nema verðirnir hafi tekið þátt. Löggan í álfunni er ekki sú heiðarlegsta sem fyrirfinnst.
Villi Asgeirsson, 23.11.2007 kl. 20:11
Verðirnir tóku þátt með því að gera ekkert í málinu, málið er bara hversu mikinn þátt tóku þeir og hversu mikið var þetta fyrir þá gert.
Sporðdrekinn, 24.11.2007 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.