Ekki af hverju heldur fyrir hvern var þetta gert?

Eftir að gæsahúðin, hrollurinn og velgjan Sick gengu yfir hjá mér eftir að lesa þessa frétt þá vöknuðu upp spurningar hjá mér:

Hvað fengu lögreglumennirnir út úr þessu?

Var þetta gert bæði föngum og lögreglumönnum til skemmtunar?

Það segir í fréttinni "Hefur þeim lögreglumönnum, sem lokuðu stúlkuna inni, verið vikið frá störfum meðan rannsókn fer fram." En hvað með verðina og annað starfsfólk í fangelsinu? Það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki allir vitað af þessum viðbjóði sem var þarna í gangi.

Svo er þetta ekki einu sinni einsdæmi þarna í Brasilíu, ef að það hafa komið upp tvö tilfelli sem vitað er um á stuttum tíma hvað ætli þetta hafi þá gerst oft?

Aumingja stúlkurnar Crying


mbl.is 15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er sennilega auðveld leið til að koma í veg fyrir fangauppreisnir. Nema verðirnir hafi tekið þátt. Löggan í álfunni er ekki sú heiðarlegsta sem fyrirfinnst.

Villi Asgeirsson, 23.11.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Verðirnir tóku þátt með því að gera ekkert í málinu, málið er bara hversu mikinn þátt tóku þeir og hversu mikið var þetta fyrir þá gert.

Sporðdrekinn, 24.11.2007 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband