Kona klikkaðist...

.. vegina innilokunarkennd er hún var föst inn á eigin heimili í sex daga með veikum börnum sínum!! Pinch

Ég segi svona.... Ég er ekkert frá því að það sé bara betra að hafa þessi gerpi með mikinn hita heldur en lítinn. Þegar þeir voru með 39´c. hita þá lágu þeir í móki og einu hljóðin sem komu frá þeim voru "ooohh mamma villtu sitja hjá mér?",

"mamma villtu ná í meira að drekka fyrir mig?",

"ææjh mér líður svo illa".

Að vísu dregur það alveg heila helling úr manni að vera heima með mikið veik börn, maður er að gefa allt af sér sem að maður á en samt getur maður ekki læknað krílin sín Frown. Svo að ég alla veganna verð mjög tuskuleg og gera fátt annað en að hugsa um greyin eða bara stara út í loftið, jú og svo verður maður að horfa á fullt af sjónvarpi og það alveg dregur úr mér alla orku.

En.. svo þegar að hitinn er kominn niður í 37,5´c þá breytist sko andrúmsloftið á heimilinu og í staðin fyrir "oo mamma viltu sitja hjá mér" kemur

"MAMMA! HANN ER AÐ KLÍNA HORI Í MIG!" og svo í hinum sem er alveg að drepst úr hlátri "hahehaheha Nei! Ég var bara að plata" W00t

Og hljóðin frá mér breytast með "Hættu að stríða bróðir þínum!"

"Strákar nú er komið nóg!" 

"HÆTTIÐ SEGI ÉG!"

Sá elsti er líka veikur heima í dag, hann var bara með 37,´7c stiga hita í morgun en hann er að hósta og er illt í brjóstholinu. Sem betur fer get ég skilið hann eftir einann heima ef að hann verður ekki veikari því að ég get ekki aðra sex daga innilokuð "Hjálp!!!" W00t  

E.S.

Miðið gólar "aaaa maginn á mér!"

Yngsti "hehe þú ert ekki dáinn ég sé að þú ert að hreifa þig"

Yngsti "Mamma villtu segja honum að hætta að koma við mig?"

Yngsti við mið "Hvert ertu að fara?" , "hehe ég veit leika við mig" svo stekkur hann á eftir bróðir sínum sem að hann vildi ekki láta koma við sig heilum 10 sekúndum áður.

BÖRN Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Guð hvað ég er sammála þér! það er eins og þau fái aukna orku við hita þangað til hann fer yfir 39, þá fyrst róast þau

Vona að liðinu þínu batni sem fyrst (þín vegna) 

Huld S. Ringsted, 17.1.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Sporðdrekinn

 Takk Huld.

Ég er nokkuð viss um að ég get sent miðið í skólann á morgunn, þá eru það bara hinir tveir eftir  . Sá elsti er reyndar orðin það gamall að hann getur verið heima með yngsta gerpið á meðan að ég fer og fæ mér ferskt loft  .

Sporðdrekinn, 17.1.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha fyndið eftirá en ekki á meðan á því stendur. Kannast við þetta.

maður verður svo sannarlega illa brjálaður á því að vera lokaður inni með börnunum og hafa jafnvel sama og engan kontakt með fullorðnu fólki í þann tíma. Aaarghhh...

Jóna Á. Gísladóttir, 19.1.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Segðu, ég hálf réðist á allt fólk sem var á vegi mínum þegar að ég fór út í apótek!

Annars er mið orðið svo til heilbrigt, hinir tveir eru svona la la, nógu mikill kraftur í þeim til að vera með læti inni en geta samt ekki farið út

Sporðdrekinn, 19.1.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband