Ég hef líka verið rænd hári

Nei, nei ég var ekkert búin að vera að safna í 20 ár.

Þetta byrjaði sakleysislega ég fór í klippingu og bað um að ég yrðu klippt eins og ég var klippt á myndinni sem að ég sýndi konunni. "Getur þú klippt mig svona?" spurði ég og var alveg tilbúin til að stökkva upp úr stólnum ef að hún sýndist í vafa.

"Yeas!" Sagði hún með þungum austurlenskum hreim, Hún virtist mjög örugg.

mmm mig var farið að hlakka til, ég var búin að vera að safna í nokkra mánuði til að geta fengið þessa klippingu aftur, elsku klippidaman mín heima á Íslandi gerði hárinu mínu alltaf svo vel, vissi upp á hár hvað ég vildi og ég fór alltaf töff út frá henni. Ég veit að hún gerði extra vel fyrir mig til að gera mig svolítið töffaða þar sem að ég kom til hennar eitt sinn og sagði með mikilli tifinningu og tárum í augum "Villtu gera mig TÖFF ég vill frekar vera svolítið pönkuð en að líta út eins og húsmóðir í seljahverfi."

Ég vill taka það fram að ég var húsmóðir í Seljahverfi, ég veit að það er ekkert að því að vera húsmóðir í Seljahverfi, ég var bara þreytt húsmóðir í Seljahverfi sem að gerði aldrei neitt fyrir sjálfa mig, svo þegar að ég fór til að láta laga á mér hárið þá vildi ég finna þótt að það væri ekki nema bara í smá stund fyrir villikettinum og stingandi sporðdrekanum sem að ég vissi að lægi í dvala inni í mér.

Það brást ekki að þegar að ég labbaði út úr stofunni frá henni þá var ég aðeins hærri en þegar að ég labbaði inn, brjóstin pínu stinnari og göngulagið minnti óneitanlega á Cat woman í tískusýningu.

Þetta var sem sagt tilfinningin sem að ég var að leita eftir þegar að ég lagði traust mitt í hendur Kay.

Kay, Kay, hvar hef ég heyrt þetta nafn áður? Jú ég var eitt sinn með barnapíu í New York sem hét Kay. Sú var frá Karabíska hafinu en þessi nýja Kay í lífi mínu er frá Asíu.

Bíddu hvar var ég?... Ó já "Yeas"

Þetta byrjaði vel, hún var rosa mjúk hent en þó voru hreyfingarnar öruggar, frábært þetta endar örugglega vel hugsaði ég með sjálfri mér. En þá kom "How long?" 

"Ha?" Hvað vill ég hafa sítt hvað?

"How long" Segir hún aftur og togar hárið á mér upp í loft.

"Eins og á myndinni" Segir ég og nú er kominn smá vafi í röddina á mér.

"I know, but how long?"

Ó nei! Ó Shit! Hún veit ekkert hvað hún er að gera!! Það kom yfir mig algjört uppgjafelsi og ég sagði "Bara svona"

"Like this" Sagði Kay og hélt greiðunni upp við hárið á mér.

" Já, já svona bara" Nú er annað hvort að fara í fýlu eða gefa konunni tækifæri... ég ákvað að gefa henni tækifæri.

Kay var mjög örugg á meðan að hún klippti af mér hárið, já hún klippti af mér hárið. Þegar að hún var búin þá rétti hún mér spegil "You like?"

"öööö umm ja hhhhhhhh Þetta er ekki það sem að ég bað um"

"This is what you want!"

"Nei þetta er ekki það sem að ég vill"

"Yeas, Yeas, this is what you want, you ask for this!" Kay var mjög ákveðin og alveg 100% viss um að þetta væri það sem að ég vildi og hefði beðið um, jafnvel þó að þetta væri langt frá því að vera nálægt klippingunni á myndinni sem að ég hafði sýnt henni.

Ég var búin að fara í gegnum vantrú, pirring og fýlu á meðan að við skiptumst á þessum orðum, ég starði nú á höfuðið á mér og fór að flissa. Hárið á mér var c. 1 1/2 sentímetra langt, það tók því að safna, ég gat ekkert gert úr þessu, það var alveg úr sögunni að segja henni að líma hárið aftur á mig svo að ég bara hló og sagði "OK"

"OK, you like?" Hún brosti hringinn, var örugglega voða ánægð með að hafa talið mér trú um að ég hefði beðið um þetta.

"No I dont Like" Sagði ég skæl brosandi á móti

Þegar að ég kom út í bíl þá fór ég að skelli hlæja "Ó my god" ég hefði bara átt að láta hana raka af mér allt hárið þá hefði ég ekki þurft að borga fyrir strípurnar sem að ekki sáust lengur þar sem að hún hafði klippt af mér allt hárið!

Þegar að ég kom heim tók maðurinn minn á móti mér "VÁ! You look amazing"

"ha?" Var kallinn farinn að klikka?

"You are so sexy, look at that neck of yours, wow, turn around. Man you are hot!"

Það var sama hvað ég reyndi að sjá grín í andliti hans og augum ég gat það ekki, það eina sem að ég sá var ást og hiti. Hann meinti það sem að hann sagði, honum fannst ég töff svona, haaa!?? Kannski er ég bara skutla eftir allt.


mbl.is Rændu hári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þetta hefur verið óskemmtilegt á meðan á því stóð!  En, þú hefur glatt manninn þinn   það góða við hárið er að það vex en tekur oftast allt of langan tíma. 

www.zordis.com, 27.1.2008 kl. 08:53

2 identicon

Úff hef líka lent í þessu... kom með mynd af mjög töff axlarsíðri hárgreiðslu, fór út með mullet... var með húfu í rúmlega mánuð...

Lilja (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 27.1.2008 kl. 18:09

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff! það er alveg ferlegt að lenda í svona, eina sem maður getur huggað sig við er að hárið vex aftur.........einhvern tímann!  en gott að maðurinn þinn var ánægður, það hefur þó verið bót í máli

Huld S. Ringsted, 27.1.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Já hehe ég ákvað að sjá húmorinn í þessu og einmitt hugga mig við að hárið yxi aftur, annars hefði ég orðið hoppandi klikk  

Ég get samt ekki sagt ykkur hvað mér létti mikið við jákvæð viðbrögð makans, varð bara næstum því ánægð með klippinguna

Sporðdrekinn, 28.1.2008 kl. 01:20

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Oh..ég er ALLTAF að lenda í svona hremmingum með hárið á mér og það hafa orðið svaðalegar uppákomur á milli mín og hárgreiðslufólks....sérstakle beina heila línuga þegar ég bað einu sinni um millisítt og með fullt af ljósum strípum og síðan topp..var búin að safna í eðal ítalíu klippingu lengi lengi enda á leið þangað og endaði með seventís styttur og sítt að aftan..músabrúnt á litinn... Goshhhh...hvað ég er alltaf stressuð þegar ég sest í stólinnÞví miður hafa mistökin aldrei verið þannig að manninum mínum hitnar að innan..hehe!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 20:45

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

"..sérstakle beina heila línuga"...jeminn eini hvers konar bullskrif eru þetta hjá mér..á að vera "sérstaklega í beina og heila línu í millisídd og síðan topp" Exskjúsmí

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 20:47

8 Smámynd: Sporðdrekinn

 Frábært! Ég elska mismæli

En "Æ nei" yfir klippingunni, skrítið hvað hárgreiðslu fólk getur misskilið mann herfilega

Þessi músabrúni litur er mér ekkert ókunnugur.... því miður, hef ekki verið með minn rétta hárlit síðan að ég fermdist, er ekkert hrifin af músum sko

Sporðdrekinn, 30.1.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband