Súkkulaði - Seiðandi rödd - Sundlaugarvörður

Ég var að lesa bloggið hjá Zordis og þá fór ég bara 10, nei 20, aaaa.. nokkur ár aftur í tímann Joyful

Mér varð hugsað til fyrstu ástarinnar minnar, ó mæ, ó mæ, mæ.

Mamma sagði við mig "Sjáðu þennan strák þarna, hann er nú algert súkkulaði".

Ó já ég sá hann InLove. Ég veit að mamma bjóst ekki við því að 12 ára dóttir hennar myndi falla kylliflöt fyrir drengnum. Hann var svooo fallegur og framandi í mínum augum. Röddin, hreimurinn, svarta þykka hárið og hálf glottandi munnurinn, úff þetta var meira en nóg fyrir stelpu skottið migInLove

Ég varð sem sagt ástfanginn af sundlaugarverðinum við hótelið í minni fyrstu ferð til sólarlanda. Shit hvað mig langaði til að vera 19 ára InLove .

Ég var náttúrulega einstaklega falleg, ég er nokkuð viss um að ljósa síða hárið mitt skemmdi ekki fyrir mér. En einn daginn kom þetta súkkulaði labbandi til mín og fór að spjalla við mig, AAAAAArrrrrgg hvað mig langaði til að vera 19.

Ég grét alla leiðina að flugvellinum, ég var á leiðinni heim. En ég var þó með eitthvað til að muna eftir honum, fyrsta ástin mín hafði gefið mér hringinn sinn. Já vá hvað ég var ástfangin. Hringurinn var úr silfri, í hann var svo búið að grafa nafn ástarinnar minnar. 

Ó shit, hvað ég var ástfangin InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Falleg saga hjá þér

Markús frá Djúpalæk, 8.2.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Sporðdrekinn

 Takk Markús

Sporðdrekinn, 8.2.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

En sætt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég var búin að gleyma hvað það getur verið "erfitt" að vera ungur og ástfangin.

Fattaði allt í einu "Ó nei, minn elsti er að verða 14"  Hvenær verða strákar ástfangnir í fyrsta sinn?

Sporðdrekinn, 8.2.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það getur svo sannarlega verið erfitt að vera ung og ástfangin og fyrsta ástin gleymist aldrei

Huld S. Ringsted, 8.2.2008 kl. 19:43

6 Smámynd: www.zordis.com

Yndisleg minning ... ég var 12 ára á ferðalagi á sólarströnd og kynntist mafíosasyni frá Síkiley ....  Er ekki lífið bara gott, tala nú ekki um sæta minningar!

www.zordis.com, 8.2.2008 kl. 19:49

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er rétt Huld, fyrsta ástin gleymist aldrei

Jú, lífið er gott Zordis, og það eru minningarnar líka

Sporðdrekinn, 8.2.2008 kl. 22:40

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

en krúttleg saga

Jóna Á. Gísladóttir, 10.2.2008 kl. 01:05

9 Smámynd: Sporðdrekinn

 Já mér finnst hún líka krúttaraleg núna, en ég get sagt þér að mér fannst þetta ekkert krúttaralegt fyrir þessum 10 - 20 árum

Sporðdrekinn, 10.2.2008 kl. 04:20

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góð frásögn, - en hvað varstu gömul???? 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.2.2008 kl. 22:04

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég var 12 ára

Sporðdrekinn, 13.2.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband