12.3.2008 | 00:11
Ótrúlegur styrkur eiginkonunnar - Erfiður kúnni
Mikið dáist ég af styrk kvenna eins og Frú Spitzer og Frú Clinton. Þessar konur hafa staðið við hlið maka sinna þrátt fyrir svik þeirra gegn þeim. þær standa beinar í baka með þurr augun við hlið manna sinni á meðan að þeir viðurkenna fyrir framan allan heiminn að þeir hafi svikið konurnar sínar. Þessar sömu konur sem standa við hlið þeirra til að veita þeim styrk gegn ófögrum orðum almúgans.
Þær eru sjálfsagt enn hálf dofnar og vita ekki hvert á að snúa eða hvað á að gera þegar að þeim er skellt þarna fyrir framan myndavélarnar. Þær gáfu jú loforð um að standa við hlið maka síns, þar til dauðinn aðskildi þau. Þær hafa sko gert meira en skildu sína með þessu. En hvar standa þessir menn? Við hlið sjálfs síns?
Ég var að hugsa um það í dag þegar að ég var að hlusta á fréttirnar, hvert leita þessar konur?
Ætli það sé hópur kvenna sem giftar eru eða hafa verið giftar stjórnmálamanni sem hittast einu sinni í mánuði og deila sögum hvor með annarri. Þær hljóta að þurfa að losa um og fá að tala um þessi svik við einhvern sem að skilur hvað þær eru að ganga í gegnum. Alheimurinn horfir á þær með meðaumkun, meðaumkun sem að þær sjálfsagt vilja ekki einu sinni.
Ég heyrði í útvarpinu í dag að þær gleðikonur sem höfðu unnið fyrir Hr. Spitzer sögðu hann vera erfiðan kúna. Maðurinn er jú að borga rúma 1000$ á tímann, þetta hafa verið fjórir "erfiðir" tímar fyrir gleðikonuna.
![]() |
Spitzer hvattur til að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski eru þetta meira viðskiptasambönd en hjónabönd, ég veit það ekki. En hvort sem að það er þá þarf gífurlegan styrk til að standa svona af sér.
Sem betur fer vill einhver stjórna
, ekki gæti ég hugsað mér að vera forseti Bandaríkjanna 
Sporðdrekinn, 12.3.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.