Stokkandar einkenni

Það virðist vera að ganga einhverskonar Stokkandar einkenni. Hvernig stendur á því að fólk geti takið einhvern með valdi á móti vilja hans, þetta er mér að öllu óskiljanlegt. Hvað þá að fólk taki sig saman og nauðgi í hóp. Hverslags eiginlega brenglun er þetta! Og þeir sem ekki tóku þátt gerðu ekkert til að hjálpa þeirri er nauðgað var, sem að auðvitað gerir þá samseka í minni bók og ekki mikið betra fólk.

Þetta fólk var í kennaraskóla, það er eins gott að svona siðblint fólk var stöðvað áður en að það fór að kenna börnum!

 

Ég sagði á einhverri bloggsíðunni um daginn að ég vissi ekki til þess að nein önnur dýrategund en maðurinn tæki þátt í hópnauðgunum. Og var ég að tala um hverslags óeðli þetta er. Þá var mér bent á að stokköndin gerir þetta. Þar að stokkandarsteggir, hópnauðga  kvenstokköndum (veit ekki hvort að þeir hafa annað nafn). Þess vegna tala ég hér um "stokkandar einkenni".


mbl.is Vikið úr skóla fyrir aðild að hópnauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalegt að þetta sé liður í "busun" alltaf kemur konu ljótleikinn á óvart!

Segi eins og þú að það er gott að svona lélegur pappír (mörg eintök) komi ekki til með að starfa með börnum eða unglingum. 

G-óða helgi!

www.zordis.com, 15.3.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Góða helgi Zordis

Sporðdrekinn, 15.3.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Sporðdrekinn

 Ég get verið svo sein stundum, var að fatta þetta með "óða helgi" mér líkar það vel

Sporðdrekinn, 15.3.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er vonlaust að skilja hvaða bakir liggja að svona óeðli og viðbjóð, sem betur fer kannski því ef að maður færi að skilja þetta væri maður þá ekki komin í sama hóp

Huld S. Ringsted, 15.3.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Nákvæmlega Huld.

Ég sagði einmitt einhvertíma við vinkonu mína að ég skildi bara ekki hvernig fólk gæti misnotað börn. "Vertu fegin vinkona mín" sagði hún þá "þú villt ekki skilja svona fólk". Og það er alveg rétt hjá henni, ég vill ekki geta skilið fólk sem getur misnotað eða misþyrmt öðrum.

Sporðdrekinn, 16.3.2008 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband