Viljið þið biðja fyrir mér

Sporðdrekinn er ekki vanur að biðja um aðstoð, frekar þrjósk típa og vill gera allt sjálf. En núna stend ég í máli sem dregur úr mér allan þrótt, ég er hreinlega að brotna niður (ég veit svolítið væl, en svona líður mér). Ég veit ekki hvar ég á að fá orku til að standa fyrir framan börnin mín og láta sem ekkert sé, ég er niðurbrotin Sporðdreki.

Ég bið því ykkur kæru bloggvinir (þótt hálf ókunnugir séu InLove) og aðrir lesendur að biðja fyrir mér. Þið sem ekki biðjið, viljið þið hugsa eina litla fallega hugsun í mína átt.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 24.3.2008 kl. 03:49

2 Smámynd: Júdas

Við kútarnir munum biðja fyrir þér.

Hvort heldur vindurinn

 leikur í laufi

eða næðir um naktar greinar,

Syngi þér söngfugl hjartans

sönginn um gleðina.

Ú.R

Júdas, 24.3.2008 kl. 07:40

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Hólmdís, Takk

Júdas, Takk, ljóðið er mjög fallegt og ég mun án efa hugsa um það þegar að ég er úti fyrir hér, er fullt trjám 

Sporðdrekinn, 24.3.2008 kl. 15:41

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Stundum líður manni illa - af utan- eða innanaðkomandi orsökum. Þá er ekki verra að vita að einhverjum er ekki sama. Ég skal hugsa fallega til þín og senda þér þá litlu orku sem ég hef að bjóða. Með góðri kveðju,

Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 15:50

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta eru orð að sönnu Markús. Takk

Sporðdrekinn, 24.3.2008 kl. 16:00

6 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Það er ekki málið að hugsa fallega til þín og senda þér styrk í huganum.

Agnes Ólöf Thorarensen, 24.3.2008 kl. 18:09

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk, Agnes  og Finnbogi

Það er skrítið hvað það gerir mikið fyrir mann að vita af ykkur Bloggvinir mínir.

Sporðdrekinn, 24.3.2008 kl. 19:01

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Gangi þér vel með það sem þú þarft að takast á við! Þetta fer allt vel að lokum.

Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 23:43

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk Markús.

Sniðugt að þú skulir segja að þetta muni allt fara vel, ég hef nefnilega í hjarta mér nú vissu um að hvernig sem þetta fari þá fari það á réttan veg. Kannski ekki eins og ég hafi vonað, en á þann veg sem réttur er.

Ég held að ykkar fallegu hugsanir í minn garð hafi gert gagn, ég fann fyrir festu og ró um miðjan dag á mínum tíma. Þá hafði ég lesið fallegu orðin ykkar  fallega fólk.

Takk aftur öllsömul, ég mun láta ykkur vita þegar að ég veit á hvorn veginn það fer.

Sporðdrekinn, 25.3.2008 kl. 00:36

10 Smámynd: Beturvitringur

Það er gleðilegt að sjá svona skrif og svör (þótt ástæðan hafi þjakað skrifarann). Að í nútímatæknivæddum birtingarmyndum skuli bænin send og góðar hugsanir sendar þráðlaust til þess sem ekki líður vel. Yndislegt.

En kæri Sporðdreki, þótt þér finnist ekki viðeigandi að ljóstra upp vandamálinu hér á þessum vettvangi, er NAUÐSYNLEGT að segja þeim sem þú treystir, frá.

Ég á nokkra að sem standa fastar á því en fótunum að vandamálið "helmingist" við hverja frásögn; þ.e. eftir fyrstu opnunina verður bara 50% eftir, 25% eftir næstu, 12,5%. ... (Þetta er eiginlega það skásta við geðlæknana) Þetta verður endalaust, en svo smávægilegt að lokum að maður vinnur vel á því og getur búið við það.

Gangi þér vel og leysist málið á besta veg (þótt þér kunni e.t.v. að finnast lausnin ekki nógu góð)

Beturvitringur, 25.3.2008 kl. 01:19

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég ætla að biðja um bloggvináttu, mér finnst svo margt hafa komið gott frá þér

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 02:11

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Já ég verð að taka undir með þér Beturvitringur, þetta er falleg lesning. Að fólk sem að ég hef aldrei hitt (eins og þú) skuli taka sér tíma til að skrifa mér og bjóða mér sínar fallegu hugsanir.

Ég er ekkert að ýkja að ég grét eins og barn við lestur þeirra. Í hvert sinn varð sársaukinn aðeins minni, doðinn vék smátt og smátt fyrir "Hvað sem verður, verður og mun ég taka á því".

Það er enn sársauki, efi, ótti, kvíði og sorg. En ég veit að ég get þetta. Ég mun taka á því sem að verður með þeim tækjum og tólum sem að ég hef. Andlegur styrkur mun vera mest notaður og því er ómetanlegt að geta komið hér og hlaðið hann með fallegur orðum ykkar allra.

Sem betur fer á ég góða að, flestir eru langt í burtu en síman og netið hef ég mikið notað síðustu daga.

Það er alveg rétt hjá þér Beturvitringur að í hvert sinn sem að ég tala um hlutina breytast þeir. Suma hluti skil ég betur, suma hluti sé ég í fyrsta sinn eða aðeins betur en síðast.

Ég veit að ég mun koma út úr þessu sterkari en ég fór inn í það, en mikið rosalega væri ég til í að sleppa sársaukanum og bara fá viskuna sem eftir verðu.

Takk fyrir að kíkja hér inn og skilja eftir falleg spor á blogginu mínu Beturvitringur

Sporðdrekinn, 25.3.2008 kl. 02:25

13 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég hlæ og roðna hér við skjáinn Hólmdís er ég les orð þín. Að vera beðin um Bloggvináttu á þennan hátt er bara yndislegt, ég er upp með mér og þigg Bloggvináttu þína með glöðu hjarta

Sporðdrekinn, 25.3.2008 kl. 02:28

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bestu kveðjur, skrifin þín hafa bara verið góð.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 03:08

15 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk Hólmdís

Sporðdrekinn, 25.3.2008 kl. 03:16

16 Smámynd: Dísa Dóra

Ég sendi þér glöð bæði kyrjun og hlýjar hugsanir.  Megi allar góðar vættir hjálpa þér og halda í höndina á þér

Dísa Dóra, 25.3.2008 kl. 09:50

17 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk, Dísa Dóra

Sporðdrekinn, 25.3.2008 kl. 16:53

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sendi þér fullt af hlýjum hugsunum

Huld S. Ringsted, 25.3.2008 kl. 21:54

19 Smámynd: Sigrún Óskars

Kæri Spoðdreki, ég bæti þér í bænirnar mínar og sendi þér hlýjar hugsanir og kærleika.  Ég hef þá trú að eins og ljósið er við enda jarðgangnanna - þá kemur sól á eftir storminum. Gangi þér vel  

Sigrún Óskars, 25.3.2008 kl. 22:51

20 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk, Huld

Takk, Sigrún

Ég efa ekki að bænir ykkar og fallegar hugsanir styrki mig mikið. Ég finn mig sterkari núna og er tilbúin til að taka á því sem verða vill. Þetta get ég sagt núna þar sem að ég er ekki enn viss um í hvaða átt mál mitt fer og hvað það er í raun sem bíður mín . Kannski er ég bara að bilast  Mér finnst alla veganna annað slagið eins og ég sé í miðjum hvirfilbil, eða stórum rússíbana.

En ég finn fyrir miklum styrk og Guð veit að ég þarf á honum að halda.

Það gerðist þrennt jákvætt hjá mér í dag:

Ég fékk óvænt hól frá ókunnugri konu á kaffihúsi.

Ég komst betur að því að mákona mín gerir mér jafn vel og hún myndi gera systur sinni.

Fjölskylda mín og vinir heima hafa verið að hringja í mig í dag og ath hvernig ég hafi það. Ég er svo blessuð af fólk í kringum mig, ókunnugum jafnt og kunnum

Takk aftur elsku Bloggvinir og aðrir sem hafa komið hér og gefið mér af tíma sínum  

Sporðdrekinn, 26.3.2008 kl. 02:09

21 Smámynd: Sporðdrekinn

Kæru Bloggvinir,

Mér finnst ég ekki hafa mikið að gefa núna og er ekki góð við skriftir eins og er, hef ekki hugmyndaflug á við flugu núna. En ég mun líta inn á síðurnar ykkar seinna og gefa ykkur af mér.

Sporðdrekinn, 26.3.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband