29.3.2008 | 04:10
Að sleppa!
Að sleppa tökum, þýðir ekki að mér standi á sama, það þýðir: ég get ekki lifað lífinu fyrir aðra.
Að sleppa, þýðir ekki að einangra sig frá, heldur að skilja, að ég get ekki stjórnað öðrum.
Að sleppa, er ekki að standa undir, heldur að leyfa öðrum að læra að eigin reynslu.
Að sleppa, er að viðurkenna vanmátt, sem þýðir: úrslitin eru ekki í mínum höndum.
Að sleppa, er ekki að breyta öðrum eða ásaka, heldur að gera það sem ég get gert úr mér.
Að sleppa, er ekki að bera ábyrgð á, heldur að bera umhyggju fyrir.
Að sleppa, er ekki að kippa í lag, heldur að vera hvetjandi.
Að sleppa, er ekki að dæma, heldur að leyfa öðrum að vera eins og þeir eru.
Að sleppa, er ekki að vera önnum kafin við að stjórna örlögunum, heldur að leyfa öðrum að hafa áhrif á eigin örlög.
Að sleppa, er ekki að afneita, heldur að sætta sig við.
Að sleppa, er ekki að nöldra, rífast eða skammast, heldur að leita að eigin mistökum og lagfæra þau.
Að sleppa, er ekki að laga allt að mínum þörfum, heldur að taka hvern dag fyrir sig og njóta hans.
Að sleppa, er ekki að gagnrýna eða skipuleggja aðra, heldur að vera það sem mig dreymir um að vera.
Að sleppa, er ekki að velta sér upp úr fortíðinni, heldur að njóta dagsins í dag og framtíðarinnar.
Að sleppa, er að óttast minna og elska meira.
Athugasemdir
Þetta höfðar rosalega til mín í dag. Las þetta fyrst og hugsaði mikið. Svo er ég búin að lesa þetta nokkrum sinnum yfir og alltaf finn ég meira og meira í þessu. Held ég prenti þetta út og setji á ísskápinn
Takk fyrir
Ein-stök, 29.3.2008 kl. 10:20
Margt gott í þessu.
Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2008 kl. 13:24
Þetta er góð lesning og er betri eftir því sem maður les oftar.Ég hugsa að ég geri það sama og Ein.
Agnes Ólöf Thorarensen, 29.3.2008 kl. 16:52
Kæra Ein, ég fékk þetta sent fyrir lifandaslöngu og ákvað að geima það, svona til áminningar. Svo í gærkveldi var ég voða mikið að hugsa til þín og á sama tíma var ég að fara í gegnum gamlan póst og henda. Þá rakst ég á þetta, og hugsaði með mér "mikið held ég að Ein hefði gott af að lesa þetta" og auðvitað við öll.
Ég held að ég geri eins og þú og Agnes og skelli þessi upp á ísskáp eða við hliðina á speglinum mínum inni á baði. Já ég set þetta við hliðina á speglinum, þá get ég byrjað daginn með góðri hugsun og smá áskorun
Já Hólmdís það er sko margt gott í þessu, og eins og Ein og Agnes segja "Það verður betra með hverri lesningunni"
Eigið góðan dag BloggVinkonur mínar
Sporðdrekinn, 29.3.2008 kl. 18:22
Takk sæta mín
Ég ákvað að festa þetta innan á fataskápshurðina mína. Held að það sé fínn staður.. kannski ég setji þetta bara líka á ísskápinn
Ein-stök, 29.3.2008 kl. 19:07
Verði þér að góðu
. Mér líst vel á fataskápinn, þá færðu svona smá pepp áður en að þú velur þér föt 
Sporðdrekinn, 29.3.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.