4.4.2008 | 13:13
Er hægt að setja sig í spor barnsins sem átti barn?
Ég get það allavega ekki. Hræðslan hlýtur að hafa verið hrikaleg, ekkert annað en ofsa hræðsla getur fengið barnið til að reyna að sturtaniður barninu sínu.
Þessi lífsreynsla mun án efa setja djúpt mark á sálu stúlkunnar, það er vonandi að hún fái þá aðstoð sem að hún þarf til að vinna úr þessu.
Já óhuggulegt að nokkur geti gert svona, en... eitthvað er að í lífi barnsins sem gerði hana of hrædda til að segja frá því lífi sem hafði kviknað inni í hennar barnunga líkama.
![]() |
Myrti nýfætt barn sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Huld S. Ringsted, 4.4.2008 kl. 13:28
Ætli þetta sé ekki klassíska dæmið vestanhafs þegar stúlkur eiga íhaldssama foreldra sem vilja að þær lifi skírlífi fram að hjónabandi.
Texas er ekkert rosalega frjálslynt, Bush fjölskyldan er víst þaðan. Ætli það hafi verið kennt öruggt kynlíf í skólanum hennar? Kannski var allt samfélagið og fjölskyldan að heimta skírlífi og þess vegna gat hún ekki hugsað sér að segja frá.
Geiri (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:33
Það er hægt að sjá svo margt í svona frétt og geta endalaust í eyðurnar. Eins og Geiri segir þá er ekki ólíklegt að vesalings stúlkubarnið hafi verið hrætt við viðhorf og dóma foreldra og samfélags. Miðað við svona unga stúlku þá er líka allt eins líklegt að hún hafi hreinlega ekki gert sér grein fyrir ástandi sínu og þá skiljanlega fengið mikið áfall við fæðinguna. Það vantar allt of mikið upp á söguna til að maður geri sér fulla grein fyrir því hvað gerðist í raun og hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Staðreyndin er hins vegar sú að þarna kviknaði líf sem ekki fékk sitt tækifæri til að vaxa og dafna og eftir stendur skemmd, lítil sál. Ég vona bara að hún fái alla þá aðstoð og allan þann skilning sem hún þarf á að halda til að geta gert það besta úr sínu lífi.
Ein-stök, 4.4.2008 kl. 13:40
Geiri sagði nákvæmlega það sem ég hugsaði.
Markús frá Djúpalæk, 4.4.2008 kl. 13:40
Ég var nú 15 ára þegar ég var ófrísk, þetta er það síðasta sem ég hefði gert. Ef einhver hefði reynt að meiða barnið mitt hefði ég sturtað þeim niður. Ég finn til með ungu stúlkunni en konur á öllum aldri meiða börnin sín, það er ekki rétt að tengja það við aldur stúlkunar.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 13:42
Ég er nú ekki alveg sammála því að aldur stúlkunnar komi þessu ekkert við. Við hér á Íslandi getum ekki miðað okkar hugsunarhátt við þann sem ríkir í íhaldssömu umhverfi Texasfylkis. 14, 15, 16 ára.. hafa að sjálfsögðu ekki sama þroska eða sömu forsendur og þeir sem eldri eru til að taka eigin ákvarðanir og standa með þeim. Ég held að flestir myndu hugsa eins og þú, Nanna og verja barnið sitt eins og ljónynjur ef einhver vildi gera því mein. Það er líka alveg rétt hjá þér að konur á öllum aldri meiða börnin sín, en ég hef samt trú á (ef ég reyni að lesa á milli línanna) að aldur þessarar stúlku hafi haft ansi mikið með hennar viðbrögð að gera (sem og það umhverfi sem hún kemur úr).
Ein-stök, 4.4.2008 kl. 13:50
Ég verð að taka undir með Geira og Ein.
Sporðdrekinn, 4.4.2008 kl. 14:02
Sko þarna er eitthvað meira að. Heilbrigð persóna á hvaða aldri sem er gerir ekki svona. Vissulega er þetta erfitt en það eru svo margar ungar mæður með mjög erfiðar aðstæður í kring um sig. Aðeins brot af þeim gerir svona. Ekkert fleirri en konur í öðrum aldurshópum.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 14:27
Ég skil alveg hvað þú ert að fara Nanna, mér finnst alveg ótrúlegt að einhver geti gert svona. En málið er að við þekkjum ekki aðstæður stúlkunnar, það er erfitt fyrir þá sem alast upp í nokkuð eðlilegu umhverfi að skilja þá sem alast kannski upp við ofbeldi og misnotkun. Hver veit kannski misnotaði föður hennar hana og þetta hafi verið hans barn. Ég veit ekki, hvað skal segja en þarna er skemmd sál á ferð og ekki hefur þetta gert neitt annað en að skemma hana enn meira.
Sem betur fer skiljum við ekki hvernig nokkur getur gert svona hluti.
Sporðdrekinn, 4.4.2008 kl. 14:36
Það er ekki kennt kynlífsfræðsla í skólum í Bandaríkjunum, aðeins skírlíf. Það er ekki gefin neinar útskýringar eða leiðbeiningar til unglinga og barna. Og þegar ein af hverjum 4 unglingsstúlkum í Bandaríkjunum eru með kynsjúkdóm, þá skilur maður ekki þessa "þróun". Ég var í bekk í grunnskóla þar sem 3 stelpur ákváðu í 8nda bekk að verða óléttar strax eftir útskrift. Kennarinn okkar í líffræði fékk 17 ára stúlku sem átti 9 mánaða gamlan son, að koma í bekkinn til okkar og tala við þær. Allar þessar þrjár stelpur urðu óléttar fyrir 18 ára og tvær aðrar stelpur (ekki í þessum skóla) sem ég þekkti eignuðust börn fyrir útskrift.
Í bandaríkjunum fyrirfinnst líka "the safe haven clause" sem segir að fólk megi skilja nýfædd börn hjá slökkvistöðum,lögreglustöðum og spítulum án þess að þau séu sótt til saka. Þetta fyrirfinnst líka í Japan og í fleirum löndum.
Ég á ekki börn, og gerir ekki ráð fyrir að eignast nokkurn tíman börn, en ég myndi hiklaust ættleiða barn sem væri yfirgefið vegna þess að allir eiga skilið að eiga von um framtíð.
Margrét (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:45
Tek undir með Sporðdrekanum. Skil alveg hvað Nanna er að fara. Auðvitað er eitthvað meira en lítið að þegar fólk getur framkvæmt svona verknað en ég er sannfærð um að aldur og (ó)þroski spilar þarna inn í. Við gætum t.d. ímyndað okkur (þó maður eigi auðvitað ekkert að vera að spinna upp einhverjar sögur) að aumingja stúlkan hafi ekki gert sér grein fyrir því að hún væri ólétt (eða afneitað því) og þá hefur fæðingin mjög líklega verið hræðilegt áfall fyrir hana. Undir slíkum kringumstæðum er hún ekki að taka ákvarðanir.. heldur bara framkvæmir. Hún hefur engar taugar til barnsins því á meðan á meðgöngunni stóð var hún sér ekki meðvituð um lífið sem var að vaxa innra með henni, barnið er bara óvelkominn, óþægilegur hlutur sem hún vill losna við sem fyrst. Ég veit - eins og Sporðdrekinn segir - að við eigum ekki auðvelt með að skilja svona. Ég þekki konu sem lenti í því að eignast barn óvænt. Hún hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt. Það er lygilegt, en þessi kona átti m.a.s. börn fyrir. Hún einmitt fæddi barnið næstum því ofan í klósettið. Þó þar væri um fullorðna konu að ræða sem átti börn fyrir þá var hún lengi í sjokki á eftir og það tók hana langan tíma að komast yfir það að vera skyndilega komin með lítið barn. Hvernig í ósköpunum getum við þá ímyndað okkur að 14 ára gömlu barni liði sem hefur ekki þessa reynslu að baki, engan skilning á því hvað er að gerast og er ekki á nokkurn hátt undirbúin undir móðurhlutverkið?
Ein-stök, 4.4.2008 kl. 14:48
Okey, til að byrja með er varla kennt kynfræðsla hér í skólum, hvað þá um ólettu. Þó að fólk sé misnotað í æsku gerir það ekki svona. Ég held að stúlkan sé veik og já hafi verið hrædd eins og hvaða kona sem er. vona virkilega að aldurinn verði til þess að hún verði ekki dæmt heldur fái hjálp til að vinna úr því sjokki sem hún varð fyrir. En aftur, það er ekkert algengara að ungar stúlkur meiði eða drepi börnin sín.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 15:16
'''Það er ekki kennt kynlífsfræðsla í skólum í Bandaríkjunum, aðeins skírlíf. Það er ekki gefin neinar útskýringar eða leiðbeiningar til unglinga og barna. Og þegar ein af hverjum 4 unglingsstúlkum í Bandaríkjunum eru með kynsjúkdóm, þá skilur maður ekki þessa "þróun" ... Bíddu bíddu, vantar eitthvað verulega mikið í kollin á þér?? , það er bara víst kennd kynfræðsla þarna úti, ég fór sjálfur í kynfræðslu, þar var manni sýndar myndir af kynsjúkdómum, kynfærin sáust greinilega.. Það er allavega meira heldur en maður fékk hér heima í 6 bekk. Þarna úti þá er þér kennt um varnir, hvernig þú smitast af hvaða sjúkdómi, og hvernig sjúkdómarnir þróast, og hver einkenni eru. Þetta er ein ýtarlegasta kennsla sem fyrirfinnst. Það fóru 6 mánuðir í kynfræðslu, og þetta var áfangi sem hét ,,health education''. En heitir þó stundum ,,sexualeducation''.
Þú ert týpískt íslenskt rusl, sem hlustar á kommakúkana í vinstri grænum, tekur eh málstað sem á sér engan grunn og notar það til að berja niður bandaríkin, einsog hefur tíðkast í fjölmiðlum hérlendis í þónokkur ár. Svo vælið þið sömu þegar bandaríkin gera ekkert í málunum.
Til stuðnings míns máls...
''A new poll by NPR, the Kaiser Family Foundation, and Harvard's Kennedy School of Government finds that only 7 percent of Americans say sex education should not be taught in schools'' tekið af http://www.npr.org/ .
Kynfræðsla er kennd, PUNKTUR. Og í guðana bænum hættiði með kjaftasögur um þetta og hitt þarna útí, Texas er mjög frjálslint fylki, þótt það leynist einn og einn Steingrímur J. Sigfússon, eða Ingibjörg sólrun þarna að apast þá þýðir það ekki að segja að land og þjóð séu hið sama. Texas fylki er 695.622km í flatarmál. Og ísland er 103.000km í flatarmál. Þá sjáiði að það er MJÖG erfitt að alhæfa staðreyndir um svona stór svæði. Við vitum að ísland er mjög fjölbreytt, í hverju landshorni, hvað þá landsvæði sem er rúmlega 6falt stærra.
OG að lokum, þið sem viljið alhæfa staðreyndir um bandaríkin yfir höfuð, hafiði þetta í huga...
-Bandaríkin eru fjölþjóða land, byggt upp af innflytjendum ALLSTAÐAR af úr heiminum, þetta er ,,melting pot'' allra menninga frá öllum heimshornum, amerískanar eru því eitt fjölbreyttasta samfélag á veröldinni. Og að kalla bandaríkjamenn yfir höfuð hálfvita er í raun einsog að kalla öll lönd heimsins ( þar á meðal ísland) hálfvita.
-Bandaríkin eru 9,629,047 ferkílómetrar , ísland er 103.000 ferkílómetrar. Haldiði virkilega að það sé hætt að alhæfa eitthvað ,,eitt'' atriði yfir bandaríkjamenn flesta? , ég held ekki. Það er ekki hægt að alhæfa neitt um íslendinga!.
Í guðana bænum fariði að fókusera á önnur lönd , t.d. íran þar sem konur eru grýttar, hommar hengdir, og dauðadómur er við áfengisdrykkju. í staðinn fyrir að væla fyrir Aron Pálma og Fischer.
Takiði þetta til ykkar sem vitið uppá ykkur sökina, þessu er beint að kommakúkum og íslensku rusli sem er með botnslausa fordóma og staðreyndir til þess eins að berja niður Bna.
Annars þá er þetta hið versta mál, en mig grunar að svona einstaklingar hljóti að vera komnir af hræðilegum heimilum, eða séu verulega skertir. (Það sama gerist hér). Það er erfitt að ýminda sér hvernig það er hægt að gera svona hluti....
Jóhann (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:30
Jú, jú, jú, jú það er kennd kynfræðsla hér. Ég þarf meira að segja að fylla út pappíra til að samþykja að barnið megi fá þessa fræðslu í skólanum. Það er gert vegna þess að hér eru (eins og Jóhann bendir réttilega á) fólk frá svo mörgum löndum og margar mismunandi trúr.
Reyndar (eins og Jóhann bendir líka réttilega á) er þetta land svoooo stórt og því er erfitt að alhæfa nokkuð. Það getur vel verið að sumir skólar hlýði ekki lögum og kenni ekki kynfræðslu, mér þykir það ólíklegt, en það er möguleiki.
Þetta er falleg setning Margrét: ...en ég myndi hiklaust ættleiða barn sem væri yfirgefið vegna þess að allir eiga skilið að eiga von um framtíð.
Það er alveg rétt hjá þér Nanna, það er ekkert algengara að ungar stúlkur meiði eða drepi börnin sín en fullorðnar konur.
Jóhann: Þetta er alveg rétt hjá þér, þetta land er risastórt og hér er allskonar fólk og því ekki hægt að alhæfa neitt. Mér finnst voða gott að heyra annað fólk en mig segja þetta.
Sporðdrekinn, 4.4.2008 kl. 16:59
"Það er óttin við fordæmingu foreldrana og samfélagsins sem fær svona ungt fólk til þess að gera svona hræðilega hluti. Sérstaklega í eins íhaldssömu ríki og Bandaríkin eru. "
Það er bara ekkert rétt hjá þér. Auðvita eru allir hræddir sem eru svona ungir, að segja mömmu og pabba og hvernig samfélagið bregst við. Fæstir fremja svona glæp og ungt fólk alls ekki meira en eldra fólk.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 17:02
Kynfræðslan í skólum er mjög takmörkuð og mjög misjöfn eftir skólum. Þar er farið í almennt hvernig kynfæri eru og hvernig líkamsstarfsemi fólks er. Það er ekkert sagt hvað maður á að gera ef maður verður ófrískur og hvert á að leita. Það á að tala um tilfinningahliðina í lífsleiknikennslu en t.d. í skólanum hjá stráknum mínum var það skipt út fyrir reiðistjórnun. Það þarf að fara mikið víðar í kynfræðslu, tala við börn af hreinskilni og alvöru og byrja mikið fyrr. Kynfræðsla hér er vægast sagt ábótavant.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 17:07
Þetta er alveg rétt hjá þér Nanna. Það þarf að fræða börnin betur og það um allar hliðar kynlífs, td áhrif þess á mann, bæði líkamlega og andlega.
Sporðdrekinn, 4.4.2008 kl. 17:33
Nanna, það er rosalega auðvelt að kenna alltaf skólum um allt.
Þú hljómar eins og það sé hægt að kenna skólunum um allt sem fer á mis hjá börnum en oft þurfa foreldrar líka að kenna börnunum sínum um býflugurnar og blómin á eigin spýtur.
Ég fékk ákveðinn grunn í kynfræðslu þegar ég var í 9. bekk - um leið og ég mátti skv. lögum stunda kynlíf 14 ára gamall. Svo fékk ég aftur kynfræðslu á fyrstu önn í frh. skóla þegar læknanemar frá Ástráði mættu með slide-show og kenndu okkur hvernig átti að smella smokkinum á ofl. eins og hvert ætti að snúa sér ef manni grunaði að maður væri með kynsjúkdóma eða önnur vandamál.
Kannski var kynfræðsla ábótavön þegar þú varst í skóla en þegar ég var í grunnskóla fyrir nokkrum árum þá var hún svo sannarlega næg til að ég gæti fikrað mig áfram útfrá því.
Gunnar Þjóðólfsson Jr. (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 19:22
En hvað með ábyrg foreldra er ekki sniðugt að við ræðum þetta opinskátt við börnin okkar þannig að þau geti leitað til okkar ef að þau fá kynsjúkdóm, verða ólétt eða hvað sem er? Mér finnst ekki hægt að leggja alla ábyrgðina á skólana. Skólarnir þurfa að kenna ansi margt og það er einfaldlega ekki hægt að koma öllu (sem allir vilja) inn í stundaskrá barnanna. Við sem foreldrar verðum að taka á okkur einhverja ábyrgð.
Rebekka (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 19:23
Það er ótrúlegt hvaða bull fólk lætur út úr sér hérna á blogginu. Maður verður virkilega svartsýnn fyrir hönd okkar Íslendinga þegar maður verður vitni af svona ótrúlegri heimsku, fáfræði og fordómum. Svo er þetta oft sama fólkið sem setur sig á háan hest og talar um að Ameríkanar séu fáfróðir. Ég hef búið í Ameríku og þeir eru nákvæmlega ekkert fáfróðari en við. Það er reyndar leitun af bloggi í Ameríku þar sem jafn margir fávitar blogga eins og hér á Moggablogginu.
Engin kynfræðsla? Kynfræðsla er kennd í langflestum skólum í Ameríku. Af hverju athugarðu ekki málið áður en þú ferð að bulla?
Íhaldssamir foreldrar? Þessi stúlka var "African-American," hún átti sko ekki uppskrúfaða WASP foreldra sem reyna að halda dætrum sínum frá kynlífi fram að tvítugu. Rannsóknir sýna að svartir eru meira liberal í þessum málum en aðrir þannig
að það er ábyggilega ekki vandamálið.
Mér finnst aðveg magnað þegar vitleysingar eins og sum ykkar skríða undan steinunum sínum og reyna að nota harmleik eins og þetta
til að fóðra eigin fordóma um Ameríku. Þið ættuð að skammast ykkar.
Einar (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 19:31
Ekki spurning Rebekka, þetta er góður punktur og hefði átt að koma fram mun fyrr. Auðvitað er það fyrst og fremst skylda foreldranna að fræða börnin sín um kynlíf. Því miður er fullt af fólki sem gerir það ekki og því gott ef skólin hjálpar til.
Sporðdrekinn, 4.4.2008 kl. 20:11
Einar: Þú segir margt sem að mig langar oft að segja, orðar það bara svolítið öðruvísi
Sporðdrekinn, 4.4.2008 kl. 20:16
Vá !! Hvar á ég að byrja ??' Fyrst er þetta mál mjög sorglegt og sjúkt og fólk á bágt en við skullum ekki gleyma því að það búa um 301.000.000 milljón manns í USA ( fyrir utan ólöglega innflytjendum) en ekki nema 24.9 millj. manns í skandinaviu 9.1 mill svíðþjóð- 5.5 mill Danmörk-4,7 mill norway- 5.3 finlandi og 300 þús á íslandi !!þú getur ekki einu sinni reynt að miða þetta saman við USA og svo uppákomur !!! Það getur ekki verið auðvelt að stjórana 300 milljónir manns sérstaklega þegar það er stjornað af HALVÍTA ( BUSH) og svo er Ísland ekki alveg laust við vandamál en ekki nema 300 þús manns en ég er ekki her til að dæma en það er bara svo margt sem spilar inni þetta T.d ísland hefði veitt þessa stelpu fóstureyðingu ( ísland er með eitt að hæðstu tíðni fóstureyðinga) þetta er ekki í bóði úti fyrir fátæklinga eða heimskt fólk !! ég er fæddur og uppalinn í USA og ég hef átt heima í TEXAS þó þú viljir efast kannski um það líka !! enn, og bæði á vesturstöond og austurströnd USA og það er lika mjög mikið gott þarna EF þÚ VILT ÞAÐ !! mikið af þessu ógæfu fólki eru bara lettingjar og aumingjar og kenna annaðhvort ríkið eða hvita manninum um það sem miður hjá þeim það geta allir bjargað sér ef það vill og leggur sig fram og af minum Personuleg reynsla af USA er það svona c.a 35-40% af usa sem eru anti social fólk og vilja hvorki vinna né ganga í skóla !! Auðv´ta væri það best éf alliramerikanar fengu Læknis aðstoð, tryggingarbættur , atvinnuleysisbættur, dagheimilisaðstoð, og alla aðstoð sem þarf !! en það er hvergi í heiminnum HALLÓ !! jú við eigum það mjög gott á íslandi !! en samt virðast allir vera að kvarta að þeir fái ekki nogu mikið frítt eða afslátt af ríkisþjónustur en samt bara 300 þús manns hér á íslandi hvernig í alvörunni á að geta sinnt 300 MILLJónir manns eins og er gert her ??? þá þryfti að hækka skatta í USA eins og her til að standa skil að alla þessa þjónustu sem íslendingar eru að fá !! en éf við vikjum aftur að þessari frétt þá er þetta því miður eitthvað sem mun allaf ské í svona stóru þjóðfélag sem fær ekki þjónustu til að eyða fóstrið aður en til svona sorglega atburðir ské ( eins og íslenskar stulkur fá ) auðvita á ekki samt að nota þetta sem getnaðarvörn en þetta skéður !! Ég er halfur íslendingur og halfur Amerikani en samt finnst mer kaninn mjög svo skritinn en ekki setja alla USA búar í sama flokk því að það er lika til heilbrigt fólk í USA eins og það er lika til skitinn og klikkað fólk á íslandi og Skandinaviu !! þetta er ekki bara í USA !! 'eg lætt þetta nægja í bíli því ég gæti talið upp svo mörg dæmi um gott og slæmt um allan heim sem mundi láta USA lita út eins og PARADÍS !! Mundu !við fáum ekki allar fréttir frá öðrum löndum þar sem barnamorð/sölu, heiðursmorð, ofl eru framinn osfv.........
Charles Robert Onken, 4.4.2008 kl. 22:19
Ég var aldrei að kenna skólum um, bara benda á að kynfræðsla er mjög slæm í skólum. Auðvita eiga foreldrar líka að bera ábyrgð og fullorðið fólk þarf bara vera meðvitaðara.
Charles þú ert nú meiri xxxx; "þetta er ekki í bóði úti fyrir fátæklinga eða heimskt fólk !" Held ég láti ósagt að svara þér.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 23:49
Ég er svo aldeilis... ég var ennþá að reyna að átta mig á því hverjum Charles var að svara Þvílíkt skítkast! Og út í hvern? Ég myndi ekki taka þetta til mín ef ég væri þú Nanna. Ég get ekki séð að þú eigir það sem sem þarna kemur fram.
Ég get ekki séð að neinn sem hér hefur lagt eitthvað til málanna eigi þetta. Hér hefur enginn verið að drulla yfir USA eða Bandaríkjamenn yfirhöfuð. Sagan um 14 ára stúlkuna sem sá ekki aðra leið út úr málunum en að reyna að losa sig við barnið sitt er bara harmsaga sem hefði getað gerst (og gerist því miður) mjög víða um heim. Einhver okkar - já þar á meðal ég - létu einhver orð falla um Texas-fylki og get ég fyrir mitt leiti alveg tekið það til baka því ég viðurkenni alveg að vita ekki nóg um það ágæta fylki til að fullyrða neitt um íhaldssemi, dómhörku almennings né kynfræðslu í skólunum ef út í það er farið. Aðalmálið í þessari umræðu var 14 ára stúlka sem drap nýfætt barn sitt - þjóðerni, kynþáttur, menntun og annað má alveg liggja milli hluta mín vegna.
Svo finnst mér eins og Sporðdrekanum að öll dýr í skóginum eigi að vera vinir
Ein-stök, 5.4.2008 kl. 01:06
Vá! Charles Robert Onken, mikið rosalega hefur þú verið reiður þegar að þú ritaðir þetta
Ég veit ekki hverjum þú ert að svara þarna, en það er búið að koma nokkuð oft fram að Bandaríkin eru stór, með fullt, fullt af fólki og frá ólíkum uppruna. Ég er sjálf gift Bandaríkjamanni, á 3 unga sem eru þá 1/2 Íslendingar og 1/2 Bandaríkjamenn. Ég bý í USA og þekki fullt af góðu, gáfuðu og velmenntuðu fólki hér. Auðvitað eru misjafnir sauðir hér eins og annarstaðar, annað væri bara skrítið.
Það eru til manneskjur sem segja misgóða hluti, flest byggt á vanþekkingu.
En aðalmálið hér er unga stúlkan sem á nú örugglega mjög erfitt. Það skiptir ekki máli hverrar manna hún er, hvernig hún er á litin, hverrar trúar hún er eða hvar hún býr. Þetta er veik sál og þarf hjálp, sem og ég vona að hún fái.
Nei Nanna, ég veit að þú varst ekki að kenna skólum um.
Já væri það ekki yndislegt Ein, ef bara allir væru góðir hver við annan
Sporðdrekinn, 5.4.2008 kl. 03:44
Þetta er bara harmsaga.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.4.2008 kl. 08:52
Ég tek nú svolítið til mín það sem charles skrifaði, bæði vegna þess að heldur því fram að það sé annað hvort bara heimsk eða fátækt fólk sem getur átt börn ung og svo að það sé best að eyða öllum fóstrum, annað sé mistök. Það þýðir að hans mati að ég sé heimsk og barnið mitt ætti ekki að vera á lífi.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.4.2008 kl. 10:43
Nákvæmlega Sporðdreki! Ég hef nefnilega aldrei skilið af hverju fólk getur ekki haft skoðanaskipti og rætt málin þótt viðkomandi séu á öndverðum meiði án þess að fara út í skítkast og fúkyrði. Svoleiðis finnst mér yfirleitt veikja málstað þess sem talar/skrifar og það sem viðkomandi hefur að segja týnist gjarnan í fúkyrðaflaumnum.
Óska þess að þið eigið öll ljúfa helgi
Ein-stök, 5.4.2008 kl. 10:44
Nanna: Það er ekki auðvelt að lesa það sem Charles skrifaði, svo að ég las þetta aftur. Ég held að þú hafir misskilið hann, ég fann hér setningu sem að ég held að þú sért að tala um: ísland hefði veitt þessa stelpu fóstureyðingu ( ísland er með eitt að hæðstu tíðni fóstureyðinga) þetta er ekki í bóði úti fyrir fátæklinga eða heimskt fólk !! .Ég held ekki að hann sé að segja að aðeins heimskt eða fátækt fólk geti átt börn ungt.
Við vitum allavega að ungt fólk getur átt börn og hugsað mjög vel um þau!

Sömuleiðis kæra Ein.
Sporðdrekinn, 5.4.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.