Síminn minn drekkti sér!

Ég er ein af þeim sem að heyri ekki í símanum mínum, þá sérstaklega þegar að hann er grafin ofan í veskinu mínu eða í vasa. Ég hef hann því alltaf á víbringi, jafnvel þó að ég hafi hann stilltan á hæsta.

Í gær var ég stödd heima hjá mákonu minni, ég var að hjálpa henni að baka geðveika köku (set mynd inn á síðuna). Þarna voru fimm strákar á hlaupum, tvær konur blaðrandi, hundur að leita eftir ath og eitt stk karlamaður með sjónvarpið á hæsta (eða hér um bil). Til þess að heyra í símanum setti ég hann á borð ekki langt frá mér, ég ætlaði sko ekki að missa af neinu símtali.

Svo allt í einu byrjar síminn að láta eins og vitleysingur, brjáluð læti! Ég stekk af stað til að leita að honum, það var dót út um allt, konur við bakstur geta dreift vel úr sér og sínu Wink.

Hvar er síminn? Já ok hljóðið kemur þaðan. Allt í einu heyri ég lágan skell og á sama tíma lækkar ískikklega mikið í símanum mínum. Hvað gerðist? Hvar er síminn? Hann var hér á borðinu Woundering

Ég lít niður, af hverju kemur hljóðið þaðan og af hverju er það svona kæft?!?

Síminn hafði tekið sig til og víbrað fram af borðinu og beint ofan í hundaskálina fulla af vatni!!!

Ó NEI!

Ég ríf símann upp. Halló! Halló! 

"HÆ" segir Ljónið. Hann er ofur rólegur hefur ekki hugmynd um hvað gengur á, á milli mín og símans.

"Hæ, ó veistu hvað gerðist"

"uuu no"

"Ég drekkti þér í hundaskálinni fullri af vatni!" W00t

 

Síminn hefur ekki náð sér enn eftir þetta áfall, skjárinn er óskír . Ég vona að honum batni þessari elsku, ég er með svo mikið af upplýsingum í honum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Já, búin að taka batteríið úr, en..... hér er enginn ofn, Einar.

Get ég notað hárþurrku?

Sporðdrekinn, 6.4.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Ein-stök

Ef þú hefur ekki gert það nú þegar, þá skaltu nota hárþurrkuna  Annars eru rakaskemmdir í símum rosalega varasamar og koma ekki alltaf strax fram svo ég myndi ráðleggja þér að fjarlægja strax allt úr símanum sem er þér mikilvægt

Ein-stök, 6.4.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Júdas

......."hér er enginn ofn"........leggðu hann út á stétt og skrúfaðu frá snjóbræðslukerfinu, gæti virkað 

Júdas, 6.4.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Sporðdrekinn

ooohhh Ein, ég nenni ekki að byrja að skrifa allt, veit að ég "Á" að gera það og að ég verð brjáluð ef að ég tapa þessu öllu.

Kannski ég eiði bara kvöldinu í ró og rómó stemningu með símanum mínu. Hita hann upp með volgum blæstri frá hárþurrkunni. Snerti takka hans ofur mjúkt og skrifa hjá mér allt sem að hann hefur að segja

Nei, Júdas, hér eru engir ofnar, það er loft hiti og kæling í húsinu. Og ekkert er snjóbræðslutækið, enda ekki oft snjór hér

Sporðdrekinn, 6.4.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Ok nú er ég búin að þurrka síman með hárþurrku og svo gerði ég svolítið sniðugt.... eða ekki. Ég grillaði hann!

Já ég kveikti upp í arninum og snéri símanum við hlið eldsins, notaði loftnetið fyrir pinna (svona eins og þegar maður er að grilla sykurpúða). Ég veit ekki hvort að þetta var góð hugmynd. Ég var að tala við mömmu í heimasímann á meðan að ég grillaði gemsan. Gleymdi mér smá og þegar að ég rankaði við mér var gemsinn voða heitur   Nú er bara að telja í sig kjark og kveikja á gripnum

Sporðdrekinn, 7.4.2008 kl. 00:56

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hvernig fór fyrir gemsanum sem upplifði helförina eins og hún lagði sig á einum degi?

Markús frá Djúpalæk, 7.4.2008 kl. 18:07

7 Smámynd: Sporðdrekinn

 Hann er enn hálf veikur greyið . Skjárinn er óskýr en allt annað virðist virka vel. Ég tók mig til í kvöld og skrifaði niður alla í símaskránni!! Tók mig allt of langan tíma. Alla minnispunktar líka nema það sem var á dagatalinu, ég sá það ekki  Ég sendi uppáhalds myndirnar mínar í síma elsta ungans með það í huga að hann geti sent mér þær aftur þegar að ég er komin með virkan síma. Svo var öllu eitt úr símanum, ég á eftir að sakna fallegu sms´ana frá Ljóninu  .

Ég ætla að fara með síman á morgun og ath hvort að ég fæ nýjan eða ef að þeir reyna að láta gera við hann.

Sporðdrekinn, 8.4.2008 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband