Hvar er fiskurinn? Kjötið mitt, hvar er heilsan mín?

Hér áður fyrr lifði fólk á fiski, kjöti, skyri og kartöflum (ok þær eru ekki besta grænmetið en það er það sem að við höfðum).

Nú er það pasta, franskar, hamborgara, brauð, pítsa, pylsur, dýsætt jógúrt, sætabrauð, morgunkorn fullt af sykri...

Sykur, sykur, sykur, sykur, sykur, sykur, sykur, sykur, sykur, sykursýki, kransæðastífla.

Hvar er próteinið sem að við þurfum svo mikið á að halda og fitan frá fiskinum? Úti í búð! Þetta er nefnilega orðið svo dýrt að meðal Jón hefur ekki efni á að hafa góða og prótein ríka máltíð á hverjum degi. Einnig er gott og holt grænmeti bara fyrir þá ríku, hinir geta bara keypt sér frosið grænmeti og látið eins og þeir séu að borða hollt. Eða niðursoðnar fiskibollur.

Borðum fisk, borðum kjöt, borðum grænmeti, drekkum vatn. Verum hraust!!

 


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það versta við þetta er að holli maturinn er svo dýr! Sá sem á nóg af peningum getur keypt sér hollan mat og kort í ræktinni en sá sem er blankur kaupir óholla matinn og kemst ekki í ræktina! Fáránlegt en svona er þetta nú samt.

Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Já, ég veit Huld. Þetta er bæði fáránleg og sönn staðreynd.

Sporðdrekinn, 6.4.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Verst hvað fiskur er orðinn dýr. Ég fékk fisk 5 daga vikunnar þegar ég var barn. (þess vegna er ég svona gáfuð) En það er ekki alltaf dýrast að borða hollt. Fólk sem pantar margar pizzur eyðir miklu.....kostar hins vegar lítið að gera pizzu. En stundum freistast maður í ódýra unna matvöru þegar veskið lekur sem mest. En fólk notaði líka mikinn sykur í gamla daga bara í öðru formi. Sætabrauð og saft. Sætir grautar og súpur. Ég er að ;agitera; fyrir aðgerðum gegn háu matvælaverði á blogginu mínu.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Já !við viljum borga minna!!! Við viljum borga minna!!!

Sporðdrekinn, 7.4.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: www.zordis.com

Sem betur fer er hollusta ekki svo dýr við Miðjarðarhafið!  Verst að ég skuli ekki koma mér í gírinn ..... eða hvað!  Í kvöld tómalegin grænmetssúpa með dass af ostkurli yfir! 

Það virðist eilífðarverkefni að ná þessu af ...... 

www.zordis.com, 7.4.2008 kl. 19:17

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er gott að geta borðað vel. Eilífðarverkefni segir þú Zordis, fer það ekki bara eftir því hversu mikið þú villt þetta?

Sporðdrekinn, 8.4.2008 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband