11.4.2008 | 02:12
Stjörnuspá

Ég er búin að vera í sjálfsskoðun, kannski ég ætti að taka stjörnuspánna alvarlega og vinna betur í sjálfri mér. Hver veit nema að ég finna eitthvað sem að mér líkar ekki, eitthvað sem að ég þarf að breyta!
11.4.2008 | 02:12
Athugasemdir
ohhh við höfum nú öll gott af sjálfskoðun...en við græðum ekkert á að vera grimm og ósanngjörn í eigin garð.
Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 02:25
Það er rétt Hólmdís, maður á ekki að vera grimmur og neikvæðni spyrnir á móti framför. En enginn er fullkomin og kannski hef ég galla sem að ég sé ekki, eitthvað sem að ég ætti að vinna í.
Kannski, kannski, kannski, hvað ef, enn ef...... Ooohhhh hvað ég er þreytt eitthvað.
Sporðdrekinn, 11.4.2008 kl. 02:44
Innlitskvitt, góða helgi
Kveðja, Lovísa.Lovísa , 11.4.2008 kl. 10:51
Sporðdrekinn, 11.4.2008 kl. 11:59
Ég skil svo vel þessa hugsun. Ég er búin að velta mér ansi mikið upp út því undanfarið "hvað ef".. "hefði ég getað brugðist öðruvísi við", "er ég að gera mistök - get ég ennþá lagað þetta", "er þetta allt mér að kenna?" o.s.frv., o.s.frv. Ráðgjafinn tók mig pínu í gegn fyrir þetta um daginn. Við þurfum sjálfsagt öll að leggjast í sjálfsskoðun annað slagið en eins og Hólmdís bendir á þá er ekki gott að fara yfir í niðurrifsstarfsemi og neikvæðar hugsanir - það er þetta með gullna meðalveginn
Ein-stök, 11.4.2008 kl. 14:12
Sjáfsskoðun er góð en við verðum að vera réttlát og mild í eigin gagnrýni. Ég gæti verið búin að henda mér mörgþúsund sinnum ef þessi feiti sæti engill á öxlinni hefði ekki haft vinninginn.
Nú væri gott að vera Barbabrella ... Vertu mild!
www.zordis.com, 11.4.2008 kl. 15:30
Gullni meðalvegurinn segir þú, ég hef aldrei verið góð í honum, Ein. Það er kannski komin tími til að vinna í því líka.
Zordis, ég elskaði Barbafjölskylduna, endalaust hægt að aðlaga sig breytingunum í kringum sig, hmmm já takk.
Ég gafst upp á sjálfri mér áðan og fór að sofa, það er sjálfsagt komin tími á þunglyndislyf eða eitthvað. Það þýðir ekkert að sofa frá sér helminginn af deginum. Hvert orkan og jákvæðnin fór sem að ég fann fyrir síðustu dag veit ég ekki.
En nú ætla ég að reyna að rífa mig upp af rassgatinu, fara í sturtu og út úr húsi. Ég hef enn nokkra tíma áður en að ungarnir koma heim, verð að vera komin í lag þá!
Sporðdrekinn, 11.4.2008 kl. 16:45
Eigðu góðan dag - það er engin skömm að því að taka þunglyndislyf ef þau eiga við í þínu tilfelli. Það hef ég reynt.
Markús frá Djúpalæk, 11.4.2008 kl. 17:02
Nei ég það veit ég Markús, það er engin skömm af því. Mig langaði bara að geta gert þetta án þess, mig langaði að vera ofur sterk, ein sem getur allt.
Eigðu líka góðan dag sem eftir er og kvöld.
Sporðdrekinn, 11.4.2008 kl. 17:13
Mín kæra
Ég hef tvisvar áður á ævinni þurft á kvíðastillandi lyfjum og svefnlyfjum að halda. Í báðum tilfellum vegna alvarlegra veikinda náins ættingja og yfirvofandi andláts. Þá þjáðist ég af miklum kvíða og var alveg hætt að sofa. Í fyrra tilfellinu var ég líka undir öðru álagi svo ég réði ekkert við eigin vanlíðan. Ég - eins og þú lýsir - ætlaði mér að komast í gegnum þetta núna án þess að fara út í lyfjanotkun. Ekki það að ég hef ekki slæma reynslu af því að nýta mér slíkt, lyfin hafa farið vel í mig og engin eftirköst af notkun þeirra í mínum tilfellum. Ég játaði mig sigraða í síðustu viku og sé ekki eftir því. Ég sé ekki fyrr en núna að ég var alls ekki að "fúnkera" síðustu dagana áður en ég fékk lyfin. Auðvitað eru svona hlutir mjög persónubundnir en í mínu tilfelli er ég mikil tilfinningavera (eða tilfinningaflækja) og á það til að festa mig í endalausum vangaveltum fram og til baka. Það gerir það að verkum að undir svona álagi, þá hreinlega næ ég ekki að fókusera á það sem skiptir máli og bara brotna niður undan eigin vanlíðan. Lyfin hafa hjálpað mér mikið til að ná rökhugsuninni í lag og sofa á nóttunni sem er gríðarlega mikilvægt.
Annað; það er ekkert sem segir að við eigum að fara í gegnum svona áföll í lífinu án þess að bregða svip eða nokkurn tímann sýna okkar nánustu að okkur líði illa. Ég skil alveg að þú viljir "vera í lagi" þegar börnin eru nálægt því þau geta hæglega upplifað mikið óöryggi ef foreldrunum líður illa. En við megum samt ekki gleyma því að við erum einu sinni bara mannlegar og megum alveg sýna það stundum
´
Þó það sé kannski óþarft að segja það þá ætla ég samt að endurtaka það; ég skil SVOOO vel hvernig þér líður og finn sársaukann þinn í gegnum það sem þú skrifar. Hugsa mikið til þín og er svo þakklát fyrir að hafa þig til að deila öllum þessum tilfinningum og pælingum með
Knús og kreist
Ein-stök, 11.4.2008 kl. 18:40
Kæra Ein, að hafa fengið að deila með þér því sem að er í gangi hjá okkur hefur gert mikið gott fyrir mig. Ég vill þakka þér allan stuðning og falleg orð.
Ég var að hugsa eftir að ég las þetta frá þér að ég ætti að tala við ráðgjafann minn um að fá kvíðastillandi lyf í stað þunglyndislyfja. Ég held að það passi betur fyrir mig, en ég læt hann um að meta það. Ég hefði helst viðjað fara út í apótek núna og ná í eitthvað en ég get beðið fram að þriðjudag, ég bara verð. Ég hef veriðað taka jurta lyf áður en að ég fer að sofa, það er vöðvaslakandi og ég sef nokkuð, þegar að ég sofna.
Knús og kreist til baka
Sporðdrekinn, 11.4.2008 kl. 21:37
hahaha ekki "viðjað" heldur "viljað"
Sporðdrekinn, 11.4.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.