Ég er svo ljóshærð

En getur einhver frætt mig um það úr hverju koltrefjar eru unnar?

 


mbl.is Undirbúa byggingu koltrefjaverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Koltrefjar eru byggingarefni í iðnaði.  Unnin er þráður úr koltrefjum þar sem efnið inniheldur að minnsta kosti 90% kolefni. Þráðurinn er í flestum tilvikum ofinn í dúk sem bætt er við Epoxy sem herðir dúkinn eftir að hann hefur verið mótaður og nýtast þá eiginleikar koltrefjanna sem eru styrkur, léttleiki og stýranlegur sveigjanleiki. Hér ber að nefna að koltrefjar eru einnig nýttar til framleiðslu á Lithium rafhlöðum og hálfleiðurum, en í þeim tilvikum er ekki nauðsynlegt að vefa efnið í dúk og oft á tíðum hægt að nýta afskurð í þá framleiðsluna.  Koltrefjar eru mjög léttar en gríðarlega sterkar. Styrkur koltrefja er meiri en í stáli og tæplega þrisvar sinnum meiri en í áli. Eðlisþyngd efnisins er um 20% af eðlisþyngd stáls og 56% af eðlisþyngd áls. Um er að ræða byggingarefni sem getur auðveldlega tekið við af áli og stáli sem létt byggingarefni og hafa verið byggð hús úr efninu og farið er að nota efnið í brúarsmíði.  Koltrefjar þykja einnig mjög áhugaverðar þar sem engin tæring á sér stað og þarf það mun minna viðhald en stál sem nýtt er í brýr í dag. Eiginleikar efnisins í hita eru jafnframt miklir og í mörgum tilvikum þarf ekki að nýta smurningu með drifhlutum úr efninu, en koltrefjar hafa verið notaðar til að smíða drifsköft og ýmsa slitfleti í vélar. Sveigjanleika efnisins er mjög auðvelt að stýra og nýtist efnið meðal annars til gerðar fjöðrunarbúnaðar þar sem ekki eru settir liðir heldur er efnið látið sjálft sjá um hreyfinguna.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.4.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk Nanna.

Ég las einhverstaðar að kolefni væru unnin úr kolum og olíu, erum við ekki að tala um mikla mengun hér?

Sporðdrekinn, 17.4.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fróðlegt svar Nönnu

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 01:29

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fróðlegt svar Nönnu. Koltrefjar munu líka vera notaðar í gervilimi......þá meina ég fætur og hendur

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 01:31

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk fyrir uppl. Hólmdís, eins gott að taka fram hvaða limi, fólk gæti farið að æsa sig hérna

Sporðdrekinn, 18.4.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband