Ég tel mig vita ástæðuna fyrir þessu

Það er nefnilega þannig að þegar að maður er að tala við makann sinn þá segir hann oft "nei það er ekki það sem gerðist", "Þú sagðist ætla að gera....", "þegar að ég sagðist ætla að fara til ..... þá sagðir þú".

Þegar að makinn segir manni að maður hafi sagt eða gert eitthvað annað en mann minnir sjálfan að maður hafi gert, nú hvað gerist þá? Jú, maður fer að hugsa!

Ég get ekki sagt ykkur hversu oft þessar setningar hafa farið á milli mín og Ljónsins:

 "Þú sagðir mér það aldrei", "ég hef aldrei sagt það" "þú sagðir" og "Ég sagði það ekki".

Nú þetta fær mann til að brjóta heilann fram og til baka, "sagði ég...", "sagði hann..."og svo framvegis.

Þetta tel ég sem sagt vera ástæðuna fyrir að fólk með maka hafi minni líkur á að fá Alzheimer.

Þetta segir mér líka að pabbi minn og mamma séu alltaf sammála eða að pabbi nenni ekki að þræta við mömmu Errm. Mamma segist nefnilega vera með hálfZheimer en pabbi er bara nokkuð góður Undecided


mbl.is Einstæðum hætt við Alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha kannast við þetta.

þau eru ófá skiptin sem ég hef hugsað: oohhhhhh ég vildi að ég hefði verið með upptökugræjur. Bretinn kannast nebblega oft ekkert við að hafa sagt hitt eða þetta. Gerir mig tjúllaða

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Selective memory........hrjáir okkur öll.

Haraldur Davíðsson, 2.8.2008 kl. 15:45

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Gott að vita að ég er ekki ein um þetta.

Og þetta með upptökugræjurnar, ég held að við ættum að vera með innbyggðan endurspilara. Það myndi færa mér svo mikla gleði að geta sannað mál mitt á þann hátt.... Það er þá líka eins gott að hafa rétt fyrir sér  

Sporðdrekinn, 2.8.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Já en Haraldur, ef að ég gæti valið það sem að ég myndi þá myndi ég velja að muna allt. Er það kannski bara ekkert í boði

Sporðdrekinn, 2.8.2008 kl. 15:50

5 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

 góður púnktur.

Gunnar Gunnarsson, 3.8.2008 kl. 01:22

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Við veljum ekki meðvitað........ekki alltaf, en það er líka kannski bara ágætt, annars myndum við ýmist muna of mikið eða of lítið.....

Haraldur Davíðsson, 3.8.2008 kl. 02:59

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Gunnar:

Haraldur: Já þetta er sjálfsagt rétt já þér, heilinn er lúmskt líffæri og ver okkur við vondum minningum. Annars held ég að minn verji mig líka fyrir góðum minningum, já og þessum dags daglegu líka, hvað á það að þýða?  Svo eru aðrar minningar sem að hann ver mig líka fyrir, svona eins og hvar góði staðurinn er sem að ég set hlutina mína á  

Ég veit að þetta eru ekkert allt of alfarleg svör hjá mér, er bara í því skapinu núna

Sporðdrekinn, 3.8.2008 kl. 03:32

8 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það er víst eins með heilann og önnur líffæri, þau þurfa æfingu ef þau eiga að virka almennilega. Ég vildi nú frekar æfa minn með öðru en tuði..... um hver sagði hvað og hvenær. En ég skil þessa skoðun vel þar sem ég er sporðdreki sem hef verið gift tveim ljónum og er laus við þau bæði núna.  Kannski kostar það mig töluvert t.d. að ég verði heiladauð bráðlega þar sem ég er laus við tuðið. Enda alltaf sammála sjálfri mér.

Marta Gunnarsdóttir, 3.8.2008 kl. 11:50

9 Smámynd: Ein-stök

Ég held að það sé nokkuð til í þessari kenningu hjá þér Sporðdreki góður. Eins og Marta segir þá þarf heilinn að vera í stöðugri notkun og endurhæfingu til að halda sér við.. rétt eins og annað í líkamanum. Ég held samt að þó ég sé makalaus eins og stendur, þá skorti mig örugglega ekki heilaleikfimi né röksemdaráskoranir á næstunni eða á meðan börnin eru ennþá heima. Eldra barnið er sérstaklega duglegt við að rökræða um foreldrana um hlutina og er ótrúlega rökföst og útsjónarsöm í þeim efnum. Held hún verði lögfræðingur eða stjórnmálamaður  Nú eða mamma - hehe

Ein-stök, 3.8.2008 kl. 20:23

10 Smámynd: Ásta Björk Solis

Eg keypti upptokugraejur ekki bara ut af eiginmanninum heldur unglingunum lika

Ásta Björk Solis, 3.8.2008 kl. 23:44

11 Smámynd: www.zordis.com

Góð ertu og mikill sannleikur í þessu!

Ég er með s.k. C.R.A.F.T. Syndrome (can´t remember a fuckin thing) var með Alz Strong en góð bloggvinkona sjúkdómsgreindi mig ... ef ég ætti upptökugræjur þá myndi ég sennilega gleyma að ræsa þær!

Happy Monday!

www.zordis.com, 4.8.2008 kl. 13:57

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Marta: Hvað er það með okkur sporðdrekana og ljónin?  Ég er á mínu öðru ljóni núna... Það er mikið rétt það þarf að nota þennan heila til að halda honum í gangi.

Ég tek undir með þér Einstök, ég held heilanum í gangi svo lengi sem að börnin eru hér, já og ef Ljónið endist. Það er svona í ellinni þegar að börnin eru hætt að rökræða við mann. Verður ekki bara hugsað "Æ best að æsa gömlu konuna ekki upp, hún gerir sér ekki grein fyrir því hvað tímarnir hafa breyst"

Það er rétt Ásta, maður gæti nota tækið á börnin líka

hahaha Já ég líka Zordis. Þá kæmi "Ooo F... ég gleymdi að kveikja á græjunni" í staðin fyrir "Ég vildi að ég væri með græjur"  

Sporðdrekinn, 4.8.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband