9.8.2008 | 02:42
Þetta er það sem að ég er búin að vera að segja
Rússar eru búnir að vera að ögra öðrum löndum núna um nokkuð skeið. Og því skrifaði ég þessi blogg:
Ef að ég gat getið mér til um að Rússar væru með eitthvað plan í gangi þá ætti þetta ekki að hafa komið mönnum/konum sem sjá um öryggi landa sinna á óvart.
![]() |
Saakashvílí hyggst setja herlög í Georgíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil og sæl; Sporðdreki góður !
Ekki; ekki fyllast þessarri ógnar skelfingu. Rétt; að geta þess, að við þurfum að fara, að minnsta kosti 2 - 3 aldir, aftur í tímann, til skýringaleitar, á því, hversu komið er, í Kákasus löndunum. Ossetar eru; og hafa verið, um langan aldur, sérstök þjóð, án nokkurs skyldleika, við Georgíumenn né Rússa, og vilja nú, sameinast löndum sínum, Rússlands megin. Georgíumenn vilja hinsvegar ekki láta landssvæðið af hendi.
Þar stendur hnífur; í kú, því miður, frú Sporðdreki.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 02:56
Hæ, Óskar.
Veistu ég skil hvað þú ert að fara, þó er ég ekki vel kunn málunum þarna. En ég treysti samt ekki þessum mönnum lengra en ég get kastað einum af skriðdrekunum þeirra.
Sporðdrekinn, 9.8.2008 kl. 03:26
Nú veit ég ekki Lárus, kannski hann Óskar viti það. Hvað segir þú Óskar, byrjaði það þarna?
Sporðdrekinn, 9.8.2008 kl. 05:52
Nei hún byrjaði ekki þarna, en sú þriðja gæti byrjað þarna......
.....annars eru átök vegna þjóðernishyggju ekkert ný af nálinni á þessum slóðum og í Evrópu sbr Balkanskagann...
Haraldur Davíðsson, 9.8.2008 kl. 14:33
Komið þið sæl !
Nei; rétt er það, hjá Haraldi. Fyrsta heimsstyrjöldin hófst, með morðinu á Franz Ferdinand, ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands í Sarajevó, í Bosníu-Herzegóvínu 1914, á Balkanskaga.
Hitt er annað; að vel gæti ályktun Haraldar staðist, nái þessar ágætu þjóðir ekki farsælli lendingu, og það sem allra fyrst. Vonum það bezta.
Með kærum kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 15:48
Gott að hafa svona gaura kíkjandi á síðuna sína, því að ég hef bæði gaman af og svo læri ég af því
Takk fyrir!
Sporðdrekinn, 9.8.2008 kl. 17:50
Agnes Ólöf Thorarensen, 11.8.2008 kl. 23:18
Góðan dag.
Haraldur Davíðsson, 18.8.2008 kl. 15:09
Takk sömuleiðis Haraldur.
Sporðdrekinn, 18.8.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.