18.8.2008 | 16:20
Hver er sinnar gæfu smiður
Ég hef komist að því að ég er ekki góður smiður.
Við erum þá komin heim eftir viku hjá tengdó, það var gott að komast í burtu. Ég er heppin að eiga yndislega tengda fjölskyldu, ég held að margir eigi ekki einu sinni jafn góða fjölskyldu og mín tengdafjölskylda er. Við ungarnir áttum góðar stundir, þarna er svo margt fyrir þá að bralla. Ég sagði við einn bloggvin minn áður en að ég fór að ég ætlaði að vera svo dugleg að nota aðstæðurnar hjá tengdó. Vera dugleg og rækta huga og líkama, ég gerði það ekki og ég er vonsvikin út í sjálfa mig fyrir það.
Ég tók stóra ákvörðun á leiðinni þangað, sem að í raun litaði dvöl mína þarna þyngri litum en ef að ég hefði ekki gert það. En nú verð ég að takast á við það sem fylgir henni. Í gærkveldi var í fyrsta sinn sem að þessi hugsun kom upp í hugann síðan að ég kom hingað "Mig langar heim, ég vil bara komast heim". En ég get það ekki, ekki enn. Ég veit ekki hvernig ég á að takast á við mín persónulegu vandamál og hvað þá önnur vandamál sem hafa komið upp. Ég veit að mín vandamál eru ekki stór miðað við vandámál margra í heiminum, en fyrir mér eru þau næstum því óyfirstíganleg. Ég hef engar lausnir lengur. Ég á mér drauma en þeir eru svo langt í burtu að ég sé ekki einu sinni hilla fyrir þeim.
Athugasemdir
Ekki gefast upp ! Það er svo ótal margt sem við sjáum ekki ef við störum í djúpið, nýttu þér þá sem vilja þér vel, lausnir eru hvergi, þær verða til.
Haraldur Davíðsson, 18.8.2008 kl. 16:28
Takk fyrir góð stuðning orð Haraldur
Þú hefur rétt fyrir þér nú sem svo oft áður, eins og er er ég bara svo þreytt, svo askoti þreytt að ég get ekki einu sinni byrjað að móta lausnirnar í huga mér. En ég veit að ég get þetta, ég veit bara ekki enn hvernig ég ætla að fara að því.
Sporðdrekinn, 18.8.2008 kl. 16:35
Gangi vel og hæ saknaði þín
Gunnar Gunnarsson, 18.8.2008 kl. 18:54
Elskulegur scorpio .... hvernig væri að koma í frí, anda að sér íslenskum fjöllum og fylla lungun!
Lausnir verða til eins og Haraldur segir og fæðast í sjálfri þér .... Alltaf gott að anda Íslandinu!
www.zordis.com, 18.8.2008 kl. 22:15
Og ég þín Gunnar
Ég væri sko alveg til í Íslenska loftið núna Zordis, en vegna aðstæðna sem að ég get ekki farið út í hér þá kemst ég ekki heim fyrr en einhvern tíman á næsta ári. Ég anda bara að mér fjallaloftinu í gegnum ykkur bloggvini mína
Sporðdrekinn, 19.8.2008 kl. 01:06
Allt sem er getur beðið, ef ekki er beinlínis hjólastóll í vegi fyrir þér, þá lofa ég því að vandamálin fara ekkert, þú missir ekki af neinu svo í versta falli ertu í sömu sporum, í besta falli ..ekki..
...drífðu þig í fjallaloftið !..
...og ef ég er að tala út um rassgatið á mér, þá biðst ég forláts.
Haraldur Davíðsson, 19.8.2008 kl. 03:07
Haraldur Davíðsson, 19.8.2008 kl. 03:08
Nei ekki er það hjólastóll, Haraldur, hann myndi ekki stoppa mig.
Nei það er mun flóknara en það (ekki að það sé ekki flókið að vera í hjólastól). Ég tók ákvörðun sem setti hjól af stað sem að aftur verður ekki stoppað og ég vill ekki stoppa það. En það gerir það að verkum að ég kemst ekki héðan, þetta er flókið og ég veit að það hljómar asnalega ef að maður veit ekki hver ástæðan er. En ég veit að þú værir mér sammála ef að ég gæti sagt þér ástæðuna.
Ekki roðna, ég kann að meta skrif þín, en hérna, kemur ekki bara
þaðan sem sólin ekki skín 
Sporðdrekinn, 19.8.2008 kl. 03:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.