Maðurinn með hundinn/nammið

Ég ræði oft við ungana mína um það að ekki megi fara neitt með ókunnugum. Í sögurnar nota ég oft manninn/konuna með hundinn eða nammið.

Svo um daginn var ég stödd við vatn þar sem að fólk á öllum aldri var að svamla og sóla sig. Ég var þarna með yngsta ungann og vin hans. Strákarnir voru á fullu að leika sér og bara allt í góðu með það, það var sama hvert þeir fóru ég sá þá alltaf og heyrði oftast hvað þeir voru að segja.

Svo tek ég eftir að þarna er kominn maður með hund, ég hefði sjálfsagt ekki farið að fylgjast með honum nema að hann talaði svo hátt svona eins og að hann væri að reyna að ná ath. Hann er þarna að leika við hundinn sinn og svo allt í einu eru öll börnin farinn að leika við hann, allir nema mínir.

En þegar að hin börnin eru farinn þá fer þessi maður að tala við mína stráka, eyrun á mér spenntust upp og augun líka. Hann var að spyrja hvort að þeir væru að spila í íþróttum, þá hvar. Í hvaða skóla þeir væru og svo framvegis. Hann náði ath þeirra með hundinum fékk þá til að leika við hann með sér.

Ég þarf ekkert að segja ykkur að ég fylgdist vel með manninum.

Þegar að maðurinn er svo farinn, kalla ég á strákana og segi þeim að koma til mín. Ég byrja á að tala um að maðurinn virtist hafa verið góður og skemmtilegur, strákarnir samþykktu það. Þá spurði ég:

"Ef að þið væruð einir á íþrótta svæðinu þar sem að þið æfið og þessi maður kæmi og byði ykkur að koma og segja hæ við hundinn sinn sem væri í bílnum. Mynduð þið fara?" 

Unginn minn sagði strax "Nei"

En hinn strákurinn varð hugsi svo kom "hmmm ég veit það ekki"

"NEI!" sagði ég "Þú segir nei! og ferð til mömmu þinnar eða pabba"

Ég talaði við móður drengsins þegar að ég skilaði honum af mér, sagði henni hvað hefði gerst. Hún sagðist einmitt tala um "manninn og hundinn" við börnin sín. Ég bað hana nú samt um að tala aftur við strákinn, fara yfir daginn og svona.

Það sem að mér fannst svo óþægilegt að þessi maður var svo normal! Og einstaklega viðkunnanlegur en ég fékk samt svona smá "klíju" tilfinningu og ekki treysta þessum.

Kannski og vonandi er þessi maður fínn náungi sem að lætur börn í friði, en.... maður fer aldrei of varlega þegar að börnin manns eru annars vegar. Ég mun því halda áfram að tala um manninn/konuna og nammið/hundinn, við ungana mína.

Hér er önnur saga af mér og mínum: Þegar að elsti unginn var um eins og hálfs árs vorum við að leika okkur á leiksvæði í borginni sem að við áttum heima í. Þarna voru litlir gosbrunnar og unginn minn var bara á bleiunni að busla. Þá stillir sér maður upp fyrir framan girðinguna og fer að taka myndir af unganum. Ég var fljót að stilla mér upp á milli ungans og myndavélarinnar. Það höfðu nefnilega verið sögur um að fólk tæki myndir af börnum, sýndu þær svo fólki sem vantaði börn, þau veldu sér barn og svo væri bara farið af stað og barninu rænt.

Pössum börnin okkar!

 


mbl.is Reynt að ræna íslensku barni í Frankfurt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Það er vandrataður meðalvegurinn varðandi þetta eins og annað. Það kemur ósjaldan fyrir þegar ég er á gangi með hundinn minn að börn sækjast eftir að fá að klappa honum. Þegar ég leyfi það þá er ekki frá því að mér finnist það óþægilegt einmitt vegna þessarar mítu um "manninn með hundinn og nammið" en það er ömurlegt að þessi saklausu og elskulegu dýr sem hundar eru geti verið notuð í þessum ógeðslega tilgangi.

Jóhannes Einarsson, 29.8.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Jóhannes: Ég vona svo sannarlega að ég hafi ekki ýtt undir vanlíðan þína með þessu bloggi mínu.

Það er nefnilega stór munur (að mér finnst) á milli mans sem að er bara á röltinu og börn sækja í að klappa hundinum hans og svo aftur þessar týpu sem að ég lýsi hér að ofan.

Þessi maður var að spyrja börnin allskonar spurninga og alveg kallaði á ath þeirra og hélt henni þar til að annað hvort hann eða þau fóru.

Vont fólk notar hvað sem er til að fá sínu framgengt td, dýr, dót, nammi og jafn vel sín eigin börn!

Sporðdrekinn, 29.8.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband