Úps ops I did it again!

Nei alveg róleg, ég var ekki að klippa mig Wink

Ég var að lita á mér hárið og ekki nóg með það ég held að ég hafi bara hitt á nokkuð góðan lit í þetta skiptið!

Ég hef nefnilega litað hárið á mér sjálf nokkrum sinnum svona á milli þess sem að ég fer í strípur og útkoman var ekki alltaf alveg eins og ég hafði búist við Shocking 

En það var svo sem alveg þess virði, ég hló svo mikið í bæði skiptin sem að liturinn var ÖMURLEGUR. Já ég nefnilega náði svona flottum gulrótarlit einu sinni og einu sinni svona rauð-bleik-gulum-eitthvað lit W00t 

Thee hee það er gott að hafa húmor fyrir sjálfum sér. En ég er auðsjáalega að læra á þetta allt samann, meira að segja farinn að lesa á pakkanna og svona Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Og jamm og jájá...ég hef nú aldeilis þurft að reyna að bjarga svona undarlegum niðurstöðum úr hárlitun, meðan ég nennti að vinna við þetta..stundum þurfti maður að taka á öllu til springa ekki úr hlátri...

Haraldur Davíðsson, 11.9.2008 kl. 02:52

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það er nú gott ef hárið tollir á

Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 02:56

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Haraldur: Já þessu skal ég trúa. Ég sagði eitt sinn við Ljónið "Ef að ég lita á mér hárið fjólublátt þegar að ég verð gömul villtu þá láta mig vita" Því að ég er nokkuð viss um að ef allar þessar fjólubláhærðu konur vissu að þær væru með fjólublátt hár þá myndu þær gera eitthvað í því

Segðu Hólmdís. Annars hefur mig langað til að raka af mér allt hárið síðan að ég var 12 ára, bara svona til að sjá hvernig ég verð. Mamma bannaði mér það  En.... ef að það er slys.... þá getur enginn skammað mig  Svona á svipuðum tíma og ég talaði við Ljónið um fjólubláahárið sagði ég honum frá þessu, hann sagði "Gerðu það þá bara, þú hefur engu að tapa, það vex aftur".

Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 03:27

4 Smámynd: Linda litla

Hvernig væri að "sporðdrekinn" skellti inn mynd af sér og leyfði okkur að sjá ??

Linda litla, 11.9.2008 kl. 12:53

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn á ekki myndavél sem virkar

Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 15:42

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Mynd takk

Átt þú góðan dag

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.9.2008 kl. 16:17

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Hvaða hróp og köll eru þetta um mynd? Eruð þið orðnar forvitnar?  Ég er svo sem ekkert hissa, hér kem ég ekki undir réttu nafni og myndin mín teiknuð mynd af sexí skutlu. Svo tala ég um fátt annað en hárið á mér

En eins og ég hef sagt þá virkar $%&!$%& myndavélin ekki, ég er mjög fúl yfir því, get ekki einu sinni tekið myndir af ungunum mínum

Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband