16.9.2008 | 02:03
Unginn sem passar mömmu sína
Um daginn var Mið-Unginn eitt hvað illaf fyrirkallaður þegar að það kom að kvöldmat. Hann hafði átt langan dag og var bæði þreyttur og svangur.
Ég man ekki hvað ég sagði eða hvað gerðist en hann svaraði mér með leiðinlegum tón. Tón sem að ég líð ekki hér á þessu heimili. Þá segir Elsti-Unginn:
"Þú talar ekki svona við mömmu!"
Svo setjumst við, við borðið til að snæða. Ég var með fjórar tegundir af grænmeti með kjötinu en Mið-Unginn tók bara eina tegund og ætlaði ekki að smakka hinar. Svo eins og ég geri alltaf þegar að ungarnirvilja ekki eitthvað sem að er í boði, þá setti ég eitt stk af hverju hinna þriggja grænmeti á diskinn hans og sagði honum að smakka, honum gæti þótt þau góð. Mið-unginn byrjaði að mótmæla og vera með einhverja stæla:
"Ég vill þetta ekki"
Áður en að ég gat opnað á mér munninn segir Elsti-Unginn:
"Hún mamma er búin að standa heillengi þarna inni í eldhúsi að elda þetta fyrir okkur og þú ætlar ekki einu sinni að smakka! Það er ekki rétt"
Án þess að segja nokkuð meira borðaði Mið-Unginn grænmetið sitt.
Það er alltaf gott að hafa einhvern á sinni hlið, en það er samt svolítið sæt/sárt að sjá hvað Elsti-Unginn hefur tekið á sig mikla ábyrgð undan farið.
Ég er rík kona
Athugasemdir
Frábært
Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 08:59
Dísa Dóra, 16.9.2008 kl. 08:59
Það er eins og þessum elskum verði eðlislægt að létta undir með kærleika sínum. Þú ert vissulega rík kona að eiga svona dásemdar unga. Mér þætti vænt um að sjá unga herramanninn minn taka eitt af hverju hahahhaha .....
Njóttu dagsins eða er komið kvöld hjá þér?
www.zordis.com, 16.9.2008 kl. 11:51
Vá... ekkert smá yndislegur elsti-ungi.
Hvað eru ungarnir þínir gamlir ef ég má spyrja?:)
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 16.9.2008 kl. 18:53
Zordis: Þetta er bara eitthvað sem hefur alltaf verið gert við ungana, oft á tíðum kemur "mmm já þetta er gott". Ég er að vona að með því að gera þetta svona læri þeir að borða allskonar mat.
Hahaha það er enn dagur hjá mér, takk fyrir og sömuleiðis
Sporðdrekinn, 16.9.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.