17.9.2008 | 20:38
Nú spyr sú ljóshærða:
Hvað fær Íslenska þjóðin út úr þessu?
Fylgja einhver fríðindi eða laun?
Er það bara jákvætt ef við fáum þetta af því að þá er "okkur" sýnt traust? Ekki það að við treystum okkar þingmönnum neitt rosalega vel núna.
Eða er þetta kannski bara kostnaður fyrir Íslensku þjóðina?
![]() |
140 þjóðir hafa lýst yfir stuðningi við framboð Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er bara kostaður fyrir okkur upp á fleiri hundruð milljónir.......og einhver flokksgæðingur fær fína stöðu........arrrgh
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 21:16
Ja hérna..... ekki hef ég hundsvit á þeesu frekar en mörgu öðru.
Knús inn í nóttina.
Linda litla, 17.9.2008 kl. 21:50
Anna góð
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 21:57
Snýst þetta ekki um að axla ábyrgð og taka þátt í mótun þess sem gerist í samskiptum þjóðanna. Ísland hefur verið aðili að SÞ nánast frá upphafi og það er sannarlega kominn tími á að við látum til okkar taka í öryggisráðinu sem ber ábyrgð á öryggi í heiminum. Einnig má ekki gleyma því að þetta framboð og framboðsbaráttan hefur væntanlega skilað íslensku þjóðinni ótrúlega mikilli landkynningu sem bæði laðar að fleiri ferðamenn sem og auðveldar sölu og markaðssetningu íslenskra afurða erlendis. Einnig má vænta að þetta auðveldar mörgum íslenskum fyrirtækjum að taka fyrstu skref sín á erlendri grundu.
Að auki hefur þetta leitt til þess að áhugi íslenskra námsmanna á alþjóðamálum og alþjóðasamskiptum hefur stóraukist. M.a. hefur verið sett á laggirnar sérhæft nám við HÍ í alþjóðasamskiptum og umræða um alþjóðamál hefur aukist til muna.
Að mínu mati hefur þetta skilað ótrúlega miklu til íslensku þjóðarinnar og samfélagsins í heild sinni; óháð því hvort Ísland fái sæti í ráðinu þegar kosið verður.
Lind (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:00
óSAMMÁLA LIND
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 22:16
Meðan það eru 5 ríki sem hafa 100% neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, þá, nei, ég held við höfum lítið að gera þarna.
Það eru 5 þjóðir, sem eru fastar í sínum sætum. Ef einhver ein þeirra (eða fleiri) ákveða að segja "nei", þá fer það mál ekkert lengra. Bara búið. Hætt. No more.
Hvaða erindi eigum við þá þangað til að lyfta hendi eftir pöntun?
Kostar fullt af pening, en á sama tíma er efnahagurinn ekki góður og það var komið í hörku við ljósmæður.
Einar Indriðason, 17.9.2008 kl. 22:50
Þetta er fyrst og fremst spurning um metnað íslensku þjóðarinnar. Ef við viljum láta taka okkur alvarlega sem þjóð þá verðum við að vera tilbúin að spreyta okkur í úrvalsdeildinni. Það getur vel verið að það sé ódýrara að vera í fjórðu deild ef það er þangað sem metnaður okkar stefnir. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa verið þarna og nú var einfaldlega komið að okkur að bjóða okkur fram fyrir hönd Norðurlandanna. Það hefði lýst ótrúlegu metnaðarleysi að taka ekki slaginn.
Við eigum fullt erindi í öryggisráðið. Við erum herlaus þjóð með allt annars konar hefð við lausn deilumála en hinar þjóðirnar. Það er mjög líklegt að fulltrúar hinna ríkjanna í öryggisráðinu verði einstaklingar sem hafa verið herforingjar í áratugi (og jafnvel marga ættliði) og þekkja ekkert annað. Okkar fulltrúi mun hafa annars konar bakgrunn og er því líklegur til að koma öðrum sjónarmiðum þarna inn en eru fyrir.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 17.9.2008 kl. 22:57
Sigurður Viktor..............við erum örþjóð. Við komumst fyrir í ágætri blokk í Ástralíu. Þetta er sóun almannafé...við getum vel látið rödd okkar heyrast á öðrum vettvangi. Borgum heldur mannsæmandi laun og hættum þessu stórmennskubrjálæði. Horfumst í augu við að vera bara 300 þús.
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 23:05
Og ég er sammála Einari Indriðasyni
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 23:06
Sporðdreki stal efninu þínu á mitt blogg og vona að mér sé fyrirgefið
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 23:42
Hólmdís mín þú ert búin að vera iðin hér
En þetta er einmitt það sem ég hélt, að þetta muni kosta landið gommu af pening, pening sem að það á ekki til. Eða hvað, á almenningurinn á Íslandi pening? Allavega ekki nægan pening til að passa upp á að laun kennara og annarra í landinu sem hugsa um okkur og annast.
En við virðumst eiga nægan pening til að borga þingmönnum og öðrum slíkum fáránlegar upphæðir í mánuði hverjum.
Fyrirgefið!? Velkomið er það, sérstaklega þar sem að þetta er nú varla meira mitt mál en allra landsmanna
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 01:28
Anna:



þá er ráð að fara að skoða vini sína og jafnvel vini þeirra og fjölskyldur
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 01:31
Knús Linda mín.
Bíddu ertu ljóshærð eins og ég?!?
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 01:32
Lind: Ég las athugasemd á síðunni hennar Hólmdísar og þar kemur fram að þetta muni kosta landið um 500.000.00 Þetta er fáránlega há tala fyrir þessa litlu þjóð sem er nú ekki að gera neitt rosalega vel núna.
En ég er sammála þér að þetta geti skilað góðu fyrir Ísland, ef að Ísland fær ekki sæti.
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 01:37
Já er það málið Einar, höfum við ekkert vald þarna hvort að er?!? Hvað er þá verið að spá?!?
Nú hallast á mér höfuðið til beggja hliða og ég segi "ég ekki skilja"
Nákvæmlega, ég benti einmitt á þetta á síðunni hennar Hólmdísar, þetta með að landið/þjóðin virðist ekki eiga nægan pening til að sjá um sitt fólk. Ekki bara ljósmæður heldur alla kennara, frá leikskóla og upp. Og alla sem eru í ummönnunarstörfum, fólk sem skiptir máli fyrir hinn almennaborgara. Þeir sem bera hag okkar og barnanna okkar fyrir brjósti. Því, því miður virðast þingmenn ekki gera það.
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 01:44
Ok, Sigurður, ég sé þitt sjónarhorn á málinu. En ef að það er eins og Einar segir að við höfum ekkert vald þarna, að okkar (ég biðst afsökunar en nú vantar mig orð á Íslensku, það er bara dottið út eins og er, svo að ég skelli inn ensku) vote skipti engu máli. Af hverju þá að eiða tíma og peningum í þetta? Peningum sem að við eigum ekki til!
Ekki að ég haldi ekki, að sumir Íslendingar hafi upp á fullt gott að bjóða.
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 01:55
Nú og þar sem að mér finnst svo fáránlegt að sjá mínar sex athugasemdir hér í röð þá vill ég bæta einni við og hlæja að sjálfri mér

Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 01:57
....snobb..allt og sumt.
Haraldur Davíðsson, 18.9.2008 kl. 02:40
Já er það málið Haraldur. Viljum "við" bara geta leikið við ríku krakkana, jafnvel þótt að við eigum ekki jafn stóra bíla eða dúkkur.
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 02:46
Ég vitnaði í Beturvitring hér áðan og finnst því bara rétt að C/P þetta frá honum, vona bara að það sé í lagi
:
Ég setti fram spurningu: "misminnir mig með 500.000.000?" Svo var þetta allt í einu orðin staðreynd (svona byrjar slúður) Þorði því ekki fyrir mitt litla líf annað en að reyna að finna útúr þessu. Fer reyndar ekki ofan af því að talað hafi verið um 500millj. en það kunna að hafa verið andstæðingar)
Kostnaður við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í haust nemur um 250-300 milljónir króna frá árinu 2001 og Ísland hefur fengið skrifleg vilyrði um stuðning frá á annað hundrað af 192 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 03:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.