18.9.2008 | 02:07
Mér finnst bara rétt að halda áfram þessu blondínu tali ;-P
Tveir starfsmenn spilavítis stóðu við spilaborð þegar ákaflega
Hugguleg ljóska kom að svífandi og kvaðst ætla að veðja 20.000 dollurum á
eitt númer í borðinu. 'Ég vona að ykkur sé sama' sagði ljóskan, 'en ég er
alltaf heppnari þegar ég er nakin' og þar með svipti hún sig klæðum,
studdi á spilahnapp og skrækti 'nú er lag, mig vantar ný föt!'
Síðan hoppaði hún hæð sína og hrópaði
'Yes, yes, ég VANN, ÉG VANN!', þreif fötin sín ásamt öllum peningunum sem
voru á borðinu og hvarf á braut.
Gjafararnir störðu undrandi hvor á annan, að endingu gat annar
þeirra stunið upp: 'Á hvaða tölu veðjaði hún?'
Hinn svaraði: 'Það veit ég ekki, varst þú ekki að fylgjast með því?'
LÆRDÓMUR: Ljóskur eru ekki allar heimskar, EN karlmenn eru og
verða KARLMENN!
E.S. Nei!..... Þetta var ekki ég En svona þegar að ég fer að spá í málið þá er þetta bara nokkuð góð hugmynd. Læt ykkur vita ef að hún virkar fyrir stutthærðar blondínur
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 02:12
Nei við ljóskur erum bara oft snjallar
Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 02:37
Ég veit það! Við erum snillingar!
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 03:39
Þegar ég var ljóshærð, þá fann ég nú ekki fyrir því að ég væri heimsk. Samt er sagt :
Hvaðe r heimskara en ljóska ?? Dökkhærð kona sem litar hárið ljóst.
Hafðu það gott.
Linda litla, 18.9.2008 kl. 08:43
Vitið þið hvers vegna ljóskubrandarar eru yfirleitt svona stuttir og einfaldir??
Svo karlmenn skilji þá


Dísa Dóra, 18.9.2008 kl. 09:33
hahahhahahaha!!
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 18.9.2008 kl. 09:46
Linda: Nei auðvitað ekki, en brandararnir eru nú samt góðir, bara svona til að hafa það á hreinu þá er ég ljóshærð
Ég hélt að hún litaði hárið til að geta haft það sem afsökun
Dísa D. :
En eru þeir ekki líka svona stuttir svo að við ljóskurnar munum þá?!?
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.