Umskurður....

Ég skil ekki þegar að fólk lætur umskera börnin sín. Ég veit að Gyðingar umskera drengina sína og er það vegna þess að í gamla, gamla, gamla daga gat komið sýking undir forhúðina (ég held að ég sé að fara rétt með hér). Ég veit ekki hvernig það er annarstaðar í heiminum en hér í Bandaríkjunum þá eru það ekki bara Gyðingar sem láta umskera drengina sína. En auðvitað er það gert af fagaðilum en ekki með hálf bitlausum hnífum á moldargólfi.

Því er umskurður á stúkum allt annað mál að mínu mati, þar er verið að eyðileggja. Ég verð svo reið þegar að ég hugsa um að þetta skuli vera gert. Það er engan vegin hægt að ímynda sér hræðsluna og sársaukann á meðan að þetta gengur á. Svo á eftir er auðvitað mikill sársauki líka. Djö....

Hugsið ykkur að börn skuli þurfa að flýja í hundraða tali frá misþyrmingum sem eru löglegar! AngryDevil


mbl.is Stúlkur flýja umskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það er líka annað að það er oft mjög sárt fyrir konur sem hafa verið umskornar að hafa mök og því fylgi oft sársauki og þær geta oft ekki notið kynlífs sem fyrirbyggir lauslæti þeirra í framtíðinni sem er gott mál. En kostirnir eru fleiri en gallarnir og ég er sammála því að banna þetta og stoppa þetta alveg. Sums staðar þá þarf að umskera stúlkur til að það sé hægt að gifta þær því að enginn vill konu sem er ekki umskorinn.

Sambandi við umskurð drengja í dag þá eru minni líkur á kynsjúkdómum ef það er gert las ég einhverstaðar.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 6.12.2008 kl. 04:43

2 identicon

Sæl.

Mig hryllir alltaf við þegar ég heyri um þessa aðgerð á ungum stúlkubörnum,þvílík pynting og blessuð börnin geta ekkert gert nema þau sem eru svo gæfusöm að vera bjargað frá þessu,eða þau sem ná að flýja.

það er of langt mál að tala um af hverju þetta er gert en þetta er ein alls herjar hörmung.

Ég verð bara altaf orðlaus .

Kær Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 04:52

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Skatti ertu í Wisky? Ég get ekki séð betur en að þú segir bæði að kostirnir séu fleiri við umskurð stúlkna en gallarnir?!?

Þórarinn, það er ekki gott að finna réttu orðin þegar að það kemur að þessu máli.

Svo er annað hvaða helv..... djö.... ákvað að konur mættu ekki njóta kynlífsins eins og karlmennirnir!? Þetta er svona "Leggstu þarna og glenntu þig, ég vill láta mér líða vel og á meðan vill ég að þú kveljist og ef að þú ert ekki að kveljast þá máttu allavega ekki finna fyrir neinni unun". Hel..... aumingjar!!!!

Jæja nú er ég búin að hugsa of mikið um þetta og verð að fara að fá mér reykju til að ná mér niður áður en að ég fer að sofa

Sporðdrekinn, 6.12.2008 kl. 05:10

4 identicon

Útbreiðni og tíðni umskurðs drengja í Bandaríkjunum er með öllu óskiljanleg, og ófyrirgefanleg! Þrátt fyrir að vera framkvæmd af fagaðilum er aðgerðin gífurlega sársaukafull, en í langflestum tilfellum er hún óþörf og framkvæmd aðeins vegna fagurfræði og hégóma. Drengirnir eru yfirleitt örfárra daga gamlir þegar hún er framkvæmd en rökin sem gefin eru fyrir því að gera þetta svo snemma er að þeir muni þó að minnsta kosti ekki eftir sársaukanum... Þótt nýburarnir muni ekki sársaukann í hugtökum upplifa þeir hann!! Þeir liggja kvaldir dögum saman og snökta, emja svo af sársauka og grenja í hvert skipti sem þeir pissa! Á fullorðinsárum eftir að þetta hefur verið gert eru svo aftur gallarnir miklu fleiri en kostirnir, þ.m.t. minni nautn af kynlífi og í sumum tilfellum hér um bil ónýtir limir. Líkur á kynsjúkdómasmiti eru nánast þær sömu, en þó örfárrum prósentum minni en án umskurðs (fræðsla um varnir virkar betur en umskurður gegn útbreiðslu kynsjúkdóma).

Umskurður kvenna er jú enn ógeðslegri, en ekki vegna þess að framkvæmd fer ekki fram af fagaðilum, heldur einmitt vegna hugunarinnar á bakvið verknaðinn og tilganginn með honum: að konurnar njóti ekki kynlífs! Þannig er umskurður kvenna mannréttindabrot, á meðan umskurður drengja er það ekki (amk ekki eins augljóslega).

--------

"Það er líka annað að það er oft mjög sárt fyrir konur sem hafa verið umskornar að hafa mök og því fylgi oft sársauki og þær geta oft ekki notið kynlífs sem fyrirbyggir lauslæti þeirra í framtíðinni sem er gott mál."

Skattborgari, þú ert viðbjóður!

Bestu kveðjur,

 - Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 05:17

5 Smámynd: Skattborgari

Sporðdreki Já ég er búinn að drekka aðeins of mikið enda kvennamannslaus. Auðvitað eru fleiri gallar en kostir við að umskera konur.

Vel orðað hjá þér. "Leggstu þarna og glenntu þig, ég vill láta mér líða vel og á meðan vill ég að þú kveljist og ef að þú ert ekki að kveljast þá máttu allavega ekki finna fyrir neinni unun" Það er eitt sem má bæta við þetta og það er að slá konuna og kalla hana mellu þegar maðurinn er búinn að ljúka sér af. Menn sem eru með þetta hugarfar eiga ekki að fá að sofa hjá konu og þurfa á aðstoð geðlæknis að halda.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 6.12.2008 kl. 05:20

6 Smámynd: Skattborgari

Gunnar kærar þakkir fyrir hólið.

Skattborgari, 6.12.2008 kl. 05:26

7 Smámynd: kiza

"Það er líka annað að það er oft mjög sárt fyrir konur sem hafa verið umskornar að hafa mök og því fylgi oft sársauki og þær geta oft ekki notið kynlífs sem fyrirbyggir lauslæti þeirra í framtíðinni sem er gott mál. En kostirnir eru fleiri en gallarnir og ég er sammála því að banna þetta og stoppa þetta alveg. Sums staðar þá þarf að umskera stúlkur til að það sé hægt að gifta þær því að enginn vill konu sem er ekki umskorinn."

Skattborgari; þú ættir kannski að hugsa þig um tvisvar áður en þú ferð að kommenta fullur aftur.  Þetta er nú alveg óhemju viðurstyggileg athugasemd hjá þér.

"Sporðdreki Já ég er búinn að drekka aðeins of mikið enda kvennamannslaus. Auðvitað eru fleiri gallar en kostir við að umskera konur."

Það eru nákvæmlega ENGIR kostir við að umskera (sem er ekki einu sinni nógu sterkt orð yfir þennan gjörning) konur né karlmenn.  Í tilviki karlmanna er þetta þó framkvæmt undir lækniseftirliti og fylgt eftir líðan drengsins eftir á.  Þetta er mjög algeng aðgerð í Bandaríkjunum vegna óskiljanlegra ástæðna, þó líklegast fagurfræðilegra með dass af misskilningi varðandi hreinlæti.   Þetta er siður sem fenginn er frá gyðingum, eitthvað sem þótti nauðsynlegt fyrir 2000 árum þegar fólk bjó ekki við sama hreinlætis-standard og í dag.

Varðandi FGM (female genital mutilation), þá erum við að tala um allt annan hlut, sem er engan veginn sambærilegur umskurði karla.  Ef við ættum að setja þessar aðgerðir í samhengi við hvor aðra, þá væri þetta eins og einhver myndi skera kónginn af typpinu á þér, og skilja sárið eftir til að grassera.  Ekki einu sinni nálægt því að klippa smá húðtætlu af forhúðinni.

Það sorglegasta er að það eru oftast konur sem framkvæma þetta á ungar stúlkur, oft eru þær ekki nema 2-4 ára þegar þær eru teknar eitthvert upp í sveit, inni moldarkofa, haldið niður af öðrum konum á meðan kynfæri þeirra eru eyðilögð fyrir lífstíð.   Í grófustu tilvikum (type III FGM) þá er snípurinn skorinn af, innri og ytri skapabarmar skornir niður og allt saumað saman aftur.  Oftar en ekki er ekkert hreinlæti á staðnum, og tólin geta verið hvað sem er frá brotnu gleri yfir í ryðgaðan hníf.  Þetta veldur stórfenglegri smithættu ofan á sársaukann sjálfann.  

Konurnar þurfa svo að díla við massífan sársauka í hvert skipti sem þær pissa, fara á túr, stunda kynlíf (myndi ekki einu sinni kalla það 'að stunda', þar sem þær hafa ekkert val varðandi það), og eiga börn.   Oft deyja stúlkubörnin í aðgerðinni eða stuttu á eftir vegna smits eða blæðinga.  Þetta veldur einnig blöðrum og sárum innvortis.  Algengt er að konur lifi ekki af að fæðinguna.

Þetta hefur svo akkúrat ekkert að gera með kóraninn eða múslima eða nein trúarbrögð. Þetta er 'menningarlegt' fyrirbæri, sem gengur út á það að hemja konurnar, kúga þær niður svo þær haldist á sínum stað; réttlausar og valdlausar (nema þegar kemur að því að kúga aðrar konur í nafni feðraveldisins með því að framkvæma aðgerðirnar).   Algengast er þetta í Afríku, þar sem fólk býr í litlum þorpum þar sem stéttaskiptingin og goggunarröðin er mjög sterk. 
Konurnar eru svo heilaþvegnar af þessu samfélagi að þær halda því oft fram að þær séu stoltar og sáttar við þetta, þetta sé partur af þeirra menningu og við ættum bara að halda kjafti.  Ég lít svo á að mannréttindabrot séu ALDREI fyrirgefanleg út frá 'menningar' eða 'trúar' afsökunum,  mannslíf, heilsa og réttindi ættu að ganga yfir þess háttar rugl.

Skattborgari; ég vona að þú takir þig til og menntir þig aðeins um málin áður en þú ferð að tjá þig svona hryssingslega um hluti sem þú hefur aldrei, og munt  líklegast aldrei þurfa að upplifa. Það að þú skulir grínast svona með þetta sýnir fram á ótrúlegan vanþroska varðandi basic mannréttindi.

-Jóna Svanlaug.

kiza, 6.12.2008 kl. 10:48

8 Smámynd: kiza

p.s. Sporðdreki:  ég skil reiði þína yfir þessu, ég verð sjálf alveg sjóðandi bandbrjáluð þegar ég les um þetta.  Biðst afsökunar á að ryðjast hérna inn í kommentin og snappa svona

Ég verð bara öskureið þegar ég sé svona komment eins og frá Skattborgara.   

kiza, 6.12.2008 kl. 10:54

9 Smámynd: www.zordis.com

Ég las bókina Eydimerkurblómid og þar var lýsing á umskurði kvenna, hrikalega djöfulslegt.

Umskurður er stundum nauðsynlegur en aldrei hjá nánast nýfæddum sveinbörnum.

Knús í daginn þinn!

Það eiga allar verur rétt á að njóta kynlífs óháð kyni og lit. Það sem er erfitt að brjóta eru hefðir og trúr manna um það sem lifað hefur með kynslóðum frá örófi alda. Með þekkingu getum við haft áhrif en það gerist víst ekki á einum degi.

www.zordis.com, 6.12.2008 kl. 13:00

10 Smámynd: www.zordis.com

Flott athugasemd hjá þér Kiza !!

www.zordis.com, 6.12.2008 kl. 13:02

11 Smámynd: Skattborgari

Kiza. Ég kommenta mjög oft fullur en hef gleymt að lesa hana 2 yfir eins og ég geri venjulega þegar ég er fullur til að fyrirbyggja svona mistök eins og ég gerði í nótt

Hvað eru mannréttindi? Það hugtak er afstætt eftir því hvar þú ert í heiminum. Það sem þykir eðlilegt hér er óeðlilegt annarsstaðar.

Gott innlegg hjá þér Kiza.

Kveðja Skattborgari.

Ps ég veit að ég er viðurstyggilegur.

Skattborgari, 6.12.2008 kl. 14:39

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góð ábending hjá þér

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.12.2008 kl. 21:52

13 Smámynd: Ein-stök

Við eigum að vera reiðar út í svona misþyrmingar því þetta er ekkert annað en ofbeldi og misþyrming. Innleggið frá Kizu er mjög gott og fræðandi og ég svosum engu við það að bæta. Man að ég las einhvers staðar að talið væri að um 6.000 konur (stúlkubörn) gengust undir umskurð DAGLEGA í heiminum!! Hrikalega sjokkerandi tala en fyrir mitt leyti finnst mér bara 1 á dag vera of mikið.

Ein-stök, 7.12.2008 kl. 00:10

14 Smámynd: Sporðdrekinn

Takk fyrir innlitið og kommentið Gunnar. Af hverju segir þú "Á fullorðinsárum eftir að þetta hefur verið gert eru svo aftur gallarnir miklu fleiri en kostirnir, þ.m.t. minni nautn af kynlífi og í sumum tilfellum hér um bil ónýtir limir". Ég spyr af því að ég hef aldrei heyrt þetta en ekki af því að ég sé að rengja þig.

Já mér datt það í hug Skatti.

Takk fyrir innlitið Kisa og góð athugasend. Þú þarft ekki að biðjast afsökunar, ég skil reiði þína og hér er öllum frjálst að tjá sig.

 Takk Anna R.

Það er rétt Ein-stök, ein er of mikið hvort sem að það er á dag, viku, mánuði, ári eða öld.....

Sporðdrekinn, 7.12.2008 kl. 04:20

15 Smámynd: Skattborgari

Datt þér í hug að ég væri oft að kommenta fullur eða að ég vissi að ég væri viðurstyggilegur?

Kær kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.12.2008 kl. 15:38

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Umskurður er ömurlegur og ekki eru lysingarnar fallegar á því t.d.í Eyðimerkurblóminu

Hólmdís Hjartardóttir, 7.12.2008 kl. 18:22

17 Smámynd: Sporðdrekinn

Skatti: Auðvitað er ég að tala um að mér hafi dottið í hug að þú hafir verið í glasi.

Hólmdís: Ég er ekki búin að lesa þessa bók.

Sporðdrekinn, 7.12.2008 kl. 18:32

18 Smámynd: Skattborgari

Maður ætti kannski að verða sér úti um Eyðimerkurblómið. Er hún þessi virði að kaupa hana Hólmdís?

Gott að þú varst að tala um að ég hafi verið í glasi Sporðdreki.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.12.2008 kl. 20:38

19 Smámynd: Sporðdrekinn

Þú ættir nú að vera farin að "þekkja" mig

Ég hef heyrt marga tala vel um þessa bók.

Sporðdrekinn, 8.12.2008 kl. 02:41

20 identicon

Sporðdreki, þegar þetta er framkvæmt eru typpin á drengjunum svo agnarsmá, því þeir eru yfirleitt sjálfir ekki nema örfárra daga gamlir, að erfitt er að framkvæma þetta af nákvæmni. T.a.m. verður limurinn að komast í ris til þess að mögulegt sé að hefja aðgerðina, og þannig er fyrstu þægindatilfinningunni tengd kynfærunum fylgt á eftir með þessum hræðilega sársauka, sem lifir líkast til í tilfinningalegu minni barnanna þó að þau muni það ekki í atburðarás (sálfræðingar og geðlæknar mæla með deyfilyfjum og jafnvel lyfjasvæfingum frekar en þessum mikla sársauka, þrátt fyrir þær miklu hættur sem fylgja því að gefa nýburum slík lyf og aukaverkanirnar sem þau geta valdið, vegna þess mikla skaða sem barnið hlýtur annars af því að verða fyrir annarri eins sársaukafullri og erfiðri reynslu á fyrstu dögum lífsgöngu sinnar).

En hvað sem því líður, fyrir utan það að mistök verða alltof oft við umskurði á drengjum (það eru ekki í nálægt því öllum tilfellum sem læknar framkvæma þessa aðgerð, og sjaldan skurðlæknar eða lýtalæknar, og þá er ég að tala um í Bandaríkjunum), sem í flestum tilfellum veldur einhvers konar galla á limum sem getur m.a. skilað sér í minni næmni hans, þá gerir aðgerðin beinlínis ráð fyrir því að haftið sem festir forhúðina við liminn sjálfan (á latínu frenulum, þekki ekki íslenska heitið) er klippt af, en einmitt þessi hluti limsins er sá sem hefur að geyma flesta taugaenda per flatarmál, sem þýðir að það sé næmasti hluti hans. 

Eins og ég sagði áður, þá eru umskurðir á konum enn hræðilegri en þeir sem framkvæmdir eru á drengjum, fyrir a) hugsunina á bakvið þá (niðurlæging og pynting notuð sem stjórntæki), sem og aðstæður og verkfæri sem notast er við þegar þetta er gert. En það hrikalegasta er það að á meðan við sem þykjumst lifa í siðmenntuðum heimi gagnrýnum og fyrirlítum umskurði á konum í þriðja heiminum þá er verið að framkvæma alls ekki svo ólíkar aðgerðir á ungabörnum menningarheima sem standa okkur miklu nær, og það af ástæðum ekki síður frumstæðum en þeim sem notast er við til útskýringar á umskurði kvenna - Bókstafstrú í besta falli, en annars hégómi og fagurfræði!!!

Kv.

 - Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 05:12

21 identicon

Já, og flestar tölur sýna að munurinn á líkum á kynsjúkdómasmitum hjá umskornum og óumskornum karlmönnum eru hverfandi. Fræðsla virkar betur, og smokkar miklu betur!

Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 05:23

22 Smámynd: Sporðdrekinn

Gunnar þú segir "í flestum tilfellum veldur einhvers konar galla á limum ". Ég er bara svo hissa að lesa þetta, nú þekki ég fullt af umskornum mönnum og konum sem hafa sofið hjá þeim og öðrum umskornum mönnum, samt ég hef aldrei heyrt talað um þetta. Kannski er þetta feimnismál.....

Já ég geri mér grein fyrir því nú á dögum þegar að fólk er farið að þrífa sig betur og nota smokk þá minnkar áhættan á sýkingu undir forhúð. En ég held samt að umskurður á drengjum hafi byrjað út af því.

Það stóð til að umskera frumburðinn minn, það er að segja ég og pabbinn vorum með ólíkar skoðanir á málinu. Ég man hvað ég var kvíðin fyrstu sex mánuði meðgaungunar og bað um stelpu en ekki strák. En sem betur fer bar pabbinn virðingu fyrir mínum skoðunum og ég gat hætt að biðja um stelpu    Það var eiginlega bara út af sársaukanum sem að ég vildi ekki láta umskera, ég gat ekki hugsað mér að láta barnið mitt ganga í gegnum hann að óþörfu.

Þú talar um hégóma og fagurfræði í sambandi við umskurð kvenna í þriðja heiminum. Þá erum við að tala um fullorðnar konur sem hafa tekið ákvörðunina sjálfar, ekki satt? Ég á nefnilega seint eftir að skilja hvernig konum getur dottið þetta í hug!

Sporðdrekinn, 10.12.2008 kl. 01:22

23 Smámynd: Sporðdrekinn

Vó hvað textinn er stór hjá mér! Ég ætlaði nú ekki að öskra á ykkur

Sporðdrekinn, 10.12.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband