Það sem rúmast fyrir á einu sæði

Ég má til með að vera smá kvikindi...

Það sem alveg sló mig út af laginu við lesningar þessarar fréttar var að heilinn sem fannst í hauskúpu við fornleifaruppgröft hafi verið gamall!

C/P: ...og inni í henni var gulleitt þykkildi sem reyndist vera samanskroppinn, gamall heili.

Ég er nú svo vitlaus að mér hefði fundist það mun merkilegra ef að heilinn sem fannst inni í hauskúpunni gömlu hefði verið nýr. Sem sagt nýr heili í fornaldar hauskúpu.

Annað sem að mér fannst stór sniðugt var að allt þetta fannst á sæði!

c/p

Á sæðinu þar sem hauskúpan fannst var fyrst ástunduð jarðyrkja fyrir um 2.000 árum síðan á járnöld og má þar sjá móta fyrir gömlum ökrum, slóðum og byggingum sem talið er að séu frá um 300 f.Kr.

 


mbl.is Fundu fornan mannsheila frá járnöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

hahahahaha mér þætti gaman að sjá hvaða dýr gefur svona mikið sæði frá sér að það sé hægt að finna mannshöfuðkúpu á því.

Ég held að þessi frétt hafi verið skrifuð í flýti.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 13.12.2008 kl. 04:10

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Skatti við erum ekki að tala um sæðisvökva fullann af sæði, nei, nei bara sæði. Eitt sæði sem er stærra en mannshöfuðkúpa, Guð hjálpi mér!

Já ég held það líka

Sporðdrekinn, 13.12.2008 kl. 04:15

3 Smámynd: Skattborgari

í hverjum ml af mannssæði eru nokkrar miljónir sæðisfruma þannig að dýrið hefur þurft að vera nokkur þúsund tonn til að gefa þetta stórt sæði frá sér.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 13.12.2008 kl. 04:27

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Japs helv.... hellingur af dýri

Sporðdrekinn, 13.12.2008 kl. 04:29

5 Smámynd: Skattborgari

Mig minnir að stærstu risaeðlunar hafi verið um 100tonn þannig að þær væru bara eins og skordýr við hliðiná á þessu kvikindi.

Skattborgari, 13.12.2008 kl. 04:34

6 Smámynd: Sporðdrekinn

hahahaha

Sporðdrekinn, 13.12.2008 kl. 04:54

7 Smámynd: Alexander X

Mér finnst nú ekkert stórmerkilegt að finna eina hauskúpu á sæðinu (þótt smá heili hafi verið eftir í henni!) Það sem sló mig útaf laginu var það að þar var:"...ástunduð jarðyrkja fyrir um 2.000 árum síðan á járnöld og má þar sjá móta fyrir gömlum ökrum, slóðum og byggingum sem talið er að séu frá um 300 f.Kr."  Ég held að þetta hljóti að vera einn mesti fornleifafundur allra tíma !  Og það má segja að ef Píramídarnir séu sá stærsti þá er þetta ÁN EFA sá minnsti (ég meina, að koma öllu þessu fyrir á einu sæði hlýtur að hafa verið gríðarlegt vesen !!!)

Alexander X, 13.12.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband