13.12.2008 | 04:52
Hlutirnir gerast hratt...
..loksins þegar að það kemur hreyfing.
Ég var að fara yfir myndsafnið mitt sem tekið var síðustu (tæp) 20 árin. Þar eru hamingjusöm hjón, ófrísk kona, nýburar, brosandi foreldrar, berir barnsrassar og börn í leik upp í sveit. Það gerist svo margt, svo margt á svona löngum tíma.
Ég fór í viðtal í vikunni eitt það mikilvægasta í mínu lífi enn sem komið er. Það gekk allt vel, sem betur fer.
Ljónið var mér mikill stuðningur, við áttum góðan dag samann. Fundur í skóla, hádegismatur og með því..... Svo kom að viðtalinu góða. Spennu fallið eftir viðtalið var mikið, við hlógum og föðmuðumst, gerðum grín og gaman. Það er svo gott þegar að við erum þannig saman.
Enn einu sinni hefur stjörnuspáin mín rétt fyrir sér:
Sporðdreki: Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. Hugsaðu um það og dragðu lærdóm af því sem réttmætt er.
Ég varð að segja "nei". Nú verður hvert fótspor hugsað. Ég verð að breyta rétt, má ekki gleyma mér í stundar sælu. Ég hlít að geta notað það sem að ég hef lært, en hvernig, hvað á ég að gera, hvernig er best að snúa sér. Vertu sterk kona, vertu sterk, þú getur þetta.....
Ég felli tárin........
Athugasemdir
Það er alltaf gott að fá stuðning þegar maður þarf á honum að halda.
Þegar stórar ákvarðanir eru teknar þá þarf að taka þær á réttum forsendum og það má ekki flýta sér að taka þær því að þá gerir maður min frekar mistök sem geta verið manni dýrkeypt seinna meir.
gangi þér vel.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 13.12.2008 kl. 05:03
Já nákvæmlega.
Takk
Sporðdrekinn, 13.12.2008 kl. 05:04
Eftir gengin ævispor, ótal myndir geymast.
Hlustaðu á sjálfan þig því þú hefur reynsluna og það mun verða þín rétta ákvörðun.
Átt þú góða helgi vina.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.12.2008 kl. 13:38
Þú finnur út úr hlutunum sjálf
Hólmdís Hjartardóttir, 13.12.2008 kl. 20:30
Það var ekkert.
Ég vona að allt fari vel hjá þér Sporðdreki.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 13.12.2008 kl. 20:57
Takk, öllsömul
Sporðdrekinn, 13.12.2008 kl. 22:26
Vona að allt gangi vel hjá þér
Dísa Dóra, 15.12.2008 kl. 22:10
Gangi þér vel
Gunnar Gunnarsson, 16.12.2008 kl. 02:04
Takk Dísa D. og Gunnar G.
Sporðdrekinn, 16.12.2008 kl. 03:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.