16.12.2008 | 03:42
Fjölskyldan og jólin
Við fengum jólapakkana frá minni yndislegu fjölskyldu í dag. Við verðum ekki heima yfir jólin svo að við opnuðum þá bara strax. Það voru reyndar fyrirmæli að heiman að við ættum að opna pakkana áður en að við færum af stað.
Ungarnir voru yfir sig spenntir, já og ég líka, alltaf gaman að fá pakka að heiman
Ég heyri í yngsta-Unganum "Kannski eru þetta páskaegg, svona eins og við fengum um páskana". Elsti-Unginn svaraði mannalega "Nei, nei nú eru það jólapakkarnir". "Já!!!" hrópaði þá sá ungi.
Það voru fullt af pökkum í kassanum, ég varð alveg hissa, en stóðs ekki mátið og sagði "Ég held að þeir séu allir fyrir mig" "Nei mamma, þú fær nú samt örugglega helminginn" sagði elsti-Unginn. Svei mér þá ef að það var bara ekki rétt hjá honum
Ég fékk jólalegustu jólagjafir sem hægt er að fá, Bækur, Nóa Síríus konfekt og bíómynd
Enn eru óopnaðir pakkar, þeir eru merktir allri fjölskyldunni svo að við bíðum með þá þar til að Ljónið kemur næst.
Ég er að ganga inn í það ójólalegasta jólatímabil sem ég hef nokkurn tíman upplifað. Hér var ekkert bakað, enginn snjór, ekkert jólatré (verðum ekki heima um jólin), brotin fjölskylda, enginn mamma, pabbi og systkini. Ég var að vísu ekki með þau hjá mér síðustu jól heldur, en þá vorum við þó heil fjölskylda.
Ég er alveg viss um að jólin verða yndisleg þegar að ég er kominn á ákvörðunar stað hátíðarhaldanna. Þar verður mikill snjór, Ungunum hlakkar svo rosalega mikið til. Mig bæði hlakkar til og kvíðir fyrir, ég verð með hálf ókunnugu fólki. En ég fæ út úr þessu það sem að ég set í það og ég ætla að gera mitt allra, allra besta til að vera með jólaandann og og brosið góða.
Athugasemdir
Elsku Dúllan mín, þú segir það svo réttilega sjálf!
"En ég fæ út úr þessu það sem að ég set í það og ég ætla að gera mitt allra, allra besta til að vera með jólaandann og og brosið góða."
Njóttu þín og ég ráðlegg þér að horfa á aðstæður frá hæstu hæðum. Jólaknús og jólakossar!
www.zordis.com, 16.12.2008 kl. 17:47
Elsku sporðdreki njóttu aðventu og jóla
Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 18:00
jolakvedjur til thin og fjoskyldu thinnar
Ásta Björk Solis, 16.12.2008 kl. 18:30
Takk elsku bloggVinkonur
Ég sendi mínar innilegustu jóla kveðjur til ykkar og ykkar fólks
Sporðdrekinn, 16.12.2008 kl. 19:54
Það er ágætt að vera innan um ókunnug fólk um Jólin til að losna við ættingjana og annað leiðinlegt fólk.
Vonandi voru börnin ánægð með gjafirnar.
Kveðja Skattborgari. Eigðu góð Jól Sporðdreki.
Skattborgari, 16.12.2008 kl. 19:58
hahahaha ókunnugt fólk getur nú líka verið leiðinlegt annars á ég skemmtilegustu fjölskyldu í heimi svo að ég kannast ekki við leiðinlega ættingja
Já Ungarnir voru mjög ánægðir með gjafirnar, þeir fengu allir bók eins og mamman, ekta jól
Takk sömuleiðis Skatti
Sporðdrekinn, 17.12.2008 kl. 01:55
Það er rétt að ókunnugt fólk getur líka verið leiðinlegt. Þú ert heppinn að eiga bara skemmtilega ættingja. ÉG segi mjög oft að maður geti valið vini en ekki ættingja.
Það er gott að heyra og ég vona að þú hafir líka verið ánægð Sporðdreki.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 17.12.2008 kl. 02:00
Já ég var mjög ánægð
Sporðdrekinn, 17.12.2008 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.