29.1.2008 | 16:35
Skafið af bílunum!!!
Frábært hjá lögreglunni!
Ef að það er eitthvað í umferðinni sem að getur gert mig brjálaða þá eru það þessir ökumenn sem rýna út um lítið gat á framrúðunni. Gatið er stundum svo lítið að maður sér nefið á manneskjunni límt við rúðuna á meðan að hún er að reyna að sjá hvað er að gerast fyrir utan bílinn hjá henni.
Heldur þetta fólk í alvörunni að það sé ábyrgur ökumaður á meðan að þau sitja inni í bíl sem er þakinn snjó, já ok allt nema þessi litli blettur á framrúðunni. Þetta fólk er að gefa skít í líf okkar hinna, með þessu háttarlagi eru þau að segja að þeim sé bara nokkuð sama hvort að þau sjái börnin okkar eða okkur.
Ef að við þyrftum ekki að sjá út þegar að við erum að keyra þá væru bílarnir ekki með rúður, þetta er svo einfalt.
SKAFIÐ af rúðunum!
Það er skömm af því að það skuli þurfa að taka upp sektarkerfi til að fá fólk til að skafa af rúðunum. Eruð þið (þeir sem ekki nenna að skafa) einhver smábörn sem þarf að hóta eða múta til að gera það sem rétt?
Keyrir þú um göturnar með snjó yfir öllum rúðum og barnið þitt í bílnum? Ertu þá að með öryggi barnsins þíns að leiðarljósi?
Skafið af rúðunum og reyndar bílnum öllum, því að þegar að snjór losnar af einum bíl og þeysist svo yfir á framrúðuna á bílnum fyrir aftan þá er kominn enn ein uppskriftin af slysi.
![]() |
Sekt fyrir hélaðar rúður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2008 | 00:06
Ég hef líka verið rænd hári
Nei, nei ég var ekkert búin að vera að safna í 20 ár.
Þetta byrjaði sakleysislega ég fór í klippingu og bað um að ég yrðu klippt eins og ég var klippt á myndinni sem að ég sýndi konunni. "Getur þú klippt mig svona?" spurði ég og var alveg tilbúin til að stökkva upp úr stólnum ef að hún sýndist í vafa.
"Yeas!" Sagði hún með þungum austurlenskum hreim, Hún virtist mjög örugg.
mmm mig var farið að hlakka til, ég var búin að vera að safna í nokkra mánuði til að geta fengið þessa klippingu aftur, elsku klippidaman mín heima á Íslandi gerði hárinu mínu alltaf svo vel, vissi upp á hár hvað ég vildi og ég fór alltaf töff út frá henni. Ég veit að hún gerði extra vel fyrir mig til að gera mig svolítið töffaða þar sem að ég kom til hennar eitt sinn og sagði með mikilli tifinningu og tárum í augum "Villtu gera mig TÖFF ég vill frekar vera svolítið pönkuð en að líta út eins og húsmóðir í seljahverfi."
Ég vill taka það fram að ég var húsmóðir í Seljahverfi, ég veit að það er ekkert að því að vera húsmóðir í Seljahverfi, ég var bara þreytt húsmóðir í Seljahverfi sem að gerði aldrei neitt fyrir sjálfa mig, svo þegar að ég fór til að láta laga á mér hárið þá vildi ég finna þótt að það væri ekki nema bara í smá stund fyrir villikettinum og stingandi sporðdrekanum sem að ég vissi að lægi í dvala inni í mér.
Það brást ekki að þegar að ég labbaði út úr stofunni frá henni þá var ég aðeins hærri en þegar að ég labbaði inn, brjóstin pínu stinnari og göngulagið minnti óneitanlega á Cat woman í tískusýningu.
Þetta var sem sagt tilfinningin sem að ég var að leita eftir þegar að ég lagði traust mitt í hendur Kay.
Kay, Kay, hvar hef ég heyrt þetta nafn áður? Jú ég var eitt sinn með barnapíu í New York sem hét Kay. Sú var frá Karabíska hafinu en þessi nýja Kay í lífi mínu er frá Asíu.
Bíddu hvar var ég?... Ó já "Yeas"
Þetta byrjaði vel, hún var rosa mjúk hent en þó voru hreyfingarnar öruggar, frábært þetta endar örugglega vel hugsaði ég með sjálfri mér. En þá kom "How long?"
"Ha?" Hvað vill ég hafa sítt hvað?
"How long" Segir hún aftur og togar hárið á mér upp í loft.
"Eins og á myndinni" Segir ég og nú er kominn smá vafi í röddina á mér.
"I know, but how long?"
Ó nei! Ó Shit! Hún veit ekkert hvað hún er að gera!! Það kom yfir mig algjört uppgjafelsi og ég sagði "Bara svona"
"Like this" Sagði Kay og hélt greiðunni upp við hárið á mér.
" Já, já svona bara" Nú er annað hvort að fara í fýlu eða gefa konunni tækifæri... ég ákvað að gefa henni tækifæri.
Kay var mjög örugg á meðan að hún klippti af mér hárið, já hún klippti af mér hárið. Þegar að hún var búin þá rétti hún mér spegil "You like?"
"öööö umm ja hhhhhhhh Þetta er ekki það sem að ég bað um"
"This is what you want!"
"Nei þetta er ekki það sem að ég vill"
"Yeas, Yeas, this is what you want, you ask for this!" Kay var mjög ákveðin og alveg 100% viss um að þetta væri það sem að ég vildi og hefði beðið um, jafnvel þó að þetta væri langt frá því að vera nálægt klippingunni á myndinni sem að ég hafði sýnt henni.
Ég var búin að fara í gegnum vantrú, pirring og fýlu á meðan að við skiptumst á þessum orðum, ég starði nú á höfuðið á mér og fór að flissa. Hárið á mér var c. 1 1/2 sentímetra langt, það tók því að safna, ég gat ekkert gert úr þessu, það var alveg úr sögunni að segja henni að líma hárið aftur á mig svo að ég bara hló og sagði "OK"
"OK, you like?" Hún brosti hringinn, var örugglega voða ánægð með að hafa talið mér trú um að ég hefði beðið um þetta.
"No I dont Like" Sagði ég skæl brosandi á móti
Þegar að ég kom út í bíl þá fór ég að skelli hlæja "Ó my god" ég hefði bara átt að láta hana raka af mér allt hárið þá hefði ég ekki þurft að borga fyrir strípurnar sem að ekki sáust lengur þar sem að hún hafði klippt af mér allt hárið!
Þegar að ég kom heim tók maðurinn minn á móti mér "VÁ! You look amazing"
"ha?" Var kallinn farinn að klikka?
"You are so sexy, look at that neck of yours, wow, turn around. Man you are hot!"
Það var sama hvað ég reyndi að sjá grín í andliti hans og augum ég gat það ekki, það eina sem að ég sá var ást og hiti. Hann meinti það sem að hann sagði, honum fannst ég töff svona, haaa!?? Kannski er ég bara skutla eftir allt.
![]() |
Rændu hári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.1.2008 | 02:27
Til hamingju...
með þetta Alda, alltaf gaman þegar að Íslendingar vekja jákvæða athygli
![]() |
Íslensk bloggsíða tilnefnd til verðlauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2008 | 20:48
Hryllingur
Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig það er að lifa við svona aðstæður, fólk er hoggið í sundur, hús eru brennd. Ekki einu sinni litlu saklausu börnin er óhuld fyrir þessum ósköpum, börnin fá ekki að vera saklaus það eru morð og ofbeldi alstaðar, börn eru ekki bara þolendur og áhorfendur heldur gerendur líka þarna eru börn látin berjast. Sorglegt allt samann svo sorglegt.
![]() |
Útgöngubann í Kenýa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 20:30
Fyrirgefðu.... þetta var óvart
Konan hlýtur að hafa átt einhverjar eigur inni í húsinu, þeir hafa bara sópað allt upp og farið með í ruslið Ég er hrædd um að ég yrði ekki ánægð ef að þetta kæmi fyrir mig, allar myndirnar mínar og munir sem að ekki er hægt að bæta með peningum.
Ætli maður sé tryggður fyrir svona??
![]() |
Húsið var horfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2008 | 19:54
Tölfur, tölvur eða töflur....
Frábær leikari hann Heath Ledger og mikil synd að hann skuli vera dáinn.
En hérna það fundust víst tölfur við líkið eða svo segir mbl.is:
Fréttastofan AP hefur eftir lögreglu að andlát Ledger tengist hugsanlega lyfjanotkun en tölfur munu hafa fundist við líkið.
Ætli það sé verið að tala um tölvur eða töflur?
Ég vona töflur því að það er skömminni skárra að gleypa þær en tölvur
![]() |
Heath Ledger látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2008 | 17:42
Frábært framtak
Mér finnst alveg stórkostlegt þegar að fólk berst fyrir því sem að það trúir á og ekki er það verra þegar að barátan er svona óeigingjörn. Hér er fólk sem lætur sér annt um náungann, ég vona að þau nái til sem flestra.
![]() |
Hlaupið gegn eiturlyfjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 04:41
Ég hef verið textuð í hel :-D
Ég sver að ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi, fyrir utan dillandi músík sem vissulega léttir lund þá er "textinn" við þessi lög bara til að deyja fyrir.
Prabhu Deva er danshöfundur, leikari og leikstjóri í Indlandi og er þetta hans myndband en textað af einhverjum snilling sem kallar sig Buffalaxed.
Ég hafði svo ógeðslega gaman af þessu myndbandi að ég varð bara að sjá meira, hér eru nokkur í viðbót, þau eru ekki textuð en dansinn og húmorinn eru alveg frábær. Þessi Prabhu Deva má eiga það að hann kann að hreifa sig . Nokkur orð um mannin hér
Þessi Buffalaxed er snillingur, hér eru nokkur myndbönd sem að hann hefur textað:
Þetta lag Indian Nipple Song er textað af öðrum snilling sem kallar sig woodbulb
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 18:25
Kona klikkaðist...
.. vegina innilokunarkennd er hún var föst inn á eigin heimili í sex daga með veikum börnum sínum!!
Ég segi svona.... Ég er ekkert frá því að það sé bara betra að hafa þessi gerpi með mikinn hita heldur en lítinn. Þegar þeir voru með 39´c. hita þá lágu þeir í móki og einu hljóðin sem komu frá þeim voru "ooohh mamma villtu sitja hjá mér?",
"mamma villtu ná í meira að drekka fyrir mig?",
"ææjh mér líður svo illa".
Að vísu dregur það alveg heila helling úr manni að vera heima með mikið veik börn, maður er að gefa allt af sér sem að maður á en samt getur maður ekki læknað krílin sín . Svo að ég alla veganna verð mjög tuskuleg og gera fátt annað en að hugsa um greyin eða bara stara út í loftið, jú og svo verður maður að horfa á fullt af sjónvarpi og það alveg dregur úr mér alla orku.
En.. svo þegar að hitinn er kominn niður í 37,5´c þá breytist sko andrúmsloftið á heimilinu og í staðin fyrir "oo mamma viltu sitja hjá mér" kemur
"MAMMA! HANN ER AÐ KLÍNA HORI Í MIG!" og svo í hinum sem er alveg að drepst úr hlátri "hahehaheha Nei! Ég var bara að plata"
Og hljóðin frá mér breytast með "Hættu að stríða bróðir þínum!"
"Strákar nú er komið nóg!"
"HÆTTIÐ SEGI ÉG!"
Sá elsti er líka veikur heima í dag, hann var bara með 37,´7c stiga hita í morgun en hann er að hósta og er illt í brjóstholinu. Sem betur fer get ég skilið hann eftir einann heima ef að hann verður ekki veikari því að ég get ekki aðra sex daga innilokuð "Hjálp!!!"
E.S.
Miðið gólar "aaaa maginn á mér!"
Yngsti "hehe þú ert ekki dáinn ég sé að þú ert að hreifa þig"
Yngsti "Mamma villtu segja honum að hætta að koma við mig?"
Yngsti við mið "Hvert ertu að fara?" , "hehe ég veit leika við mig" svo stekkur hann á eftir bróðir sínum sem að hann vildi ekki láta koma við sig heilum 10 sekúndum áður.
BÖRN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.1.2008 | 01:25
Þessar Guðmundsdætur eru allar eins
Ég vil byrja á að óska Björk til hamingju með þessa tilnefningu, ég vona að hún fái þessi verðlaun.
Svo er hérna smá saga af því sem kom fyrir mig fyrir nokkrum árum.
Þegar að ég bjó í NY fékk ég eitt sinn sent þykkt og mikið umslag í pósti merkt "Guðmundsdóttir", hmm , hvað er nú þetta?
Ég varð nú ekkert smá hissa þegar að ég opnaði umslagið og fann inn í því langan spurningarlysta, what the...! Því meira sem að ég las því skýrara varð það fyrir mér að þetta bréf var ekki ætlað mér heldur henni Björk Guðmundsdóttir. Það fyndna var að mér var farið að líða eins og perra að lesa annarra manna póst
Ég vildi nú ekki að þeir sem að sendu bréfið héldu að Björk væri einhver dóni sem að myndi ekki svara þeim svo að ég hringdi í símanúmer sem að ég fann á einu blaðanna. Ég er nefnilega alveg einstaklega vel uppalin og kurteis
Þegar að ég útskýrði fyrir manneskjunni í símanum að ég væri ekki Björk þá fékk ég: "Ó ertu ekki Guðmundsdóttir?"
"Jú jú, það er ég en ég heiti samt ekki Björk."
"Þú ert líka frá Íslandi er það ekki?"
"Jú."
"Getur þú þá ekki komið þessu bréfi til Bjarkar fyrir okkur?"
"Aaa nei... því miður." Ég var ekki alveg að skilja hvað það kæmi málinu við að ég væri frá Íslandi þar sem að ég var búsett í NY.
"hva, veistu ekki hvar Björk á heima, þið eruð skildar er það ekki"?!
Manneskjan á hinum endanum var frekjuleg og það var farið að fjúka smá í mig, ég var jú að vera eins kurteis og ég gat. "Nei við erum ekki skyldar og ég þekki ekki Björk"
"Nú ok, en þú getur sent þetta til hennar er það ekki"?!
"NEI, ég veit ekki hvar hún á heima, ég held reyndar að hún búi í London, finndu sjálfur út hvar hún býr og sendu henni nýjan lista."
Þögn......
"Það var ekkert"! sagði ég og skellti á.
![]() |
Björk tilnefnd til Brit-verðlauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)