6.1.2008 | 19:29
Lán að enginn skildi meiðast
Það er voða gaman á svona brennum en ég er alltaf hálf smeyk, þá sérstaklega eftir að ég fór að fara með mín eigin börn. Það er svo skrítið að jafnvel fullorðið fólk verður hálf vitgrannt þegar að það kemur að hættunni sem getur stafað af flugeldum og eldi. Við vitum öll að þetta er enginn barnaleikur og að sárin sem svona sprengjur geta ollið eru mikil, sjá td fréttina af drengnum sem dó í Svíþjóð núna um daginn. Ég veit um dæmi þar sem að flugeldi sprakk í andlitið á dreng og var hann enn mörgum árum seinna að fara til lækna og láta taka púður úr húðinni. Sá drengur var einstaklega heppinn að hann missti ekki sjónina en það munaði ekki miklu.
Ég hef mjög gaman af flugeldunum og ég vona að fólk fari að passa sig betur því að mínu mati yrði það synd ef að bann væri sett á flugelda á Íslandi.
![]() |
Óhapp við þrettándabrennu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 22:30
Ég veit ekki...
passar þetta með í fréttina "Los Roques eyjar eru vinsæll ferðamannastaður með fallegar strendur og góðar aðstæður til sportköfunar."?
![]() |
Flugvélar enn leitað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 22:59
Svo auðvelt
Það er rétt hjá Tékkneska sjónvarpinu að þetta hefði getað valdið mikilli skelfingu. Það er einnig rétt hjá listahópnum að það er ekki erfitt að breyta eða beygja fréttirnar sem að við lesum og horfum á.
Kannski sumir hafi lært af þessu.. eða ekki
![]() |
Mynd af kjarnorkusprengingu í veðurfréttirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 14:54
ó elsku barnið
Hvernig dettur fólki í hug að skilja svona eftir úti á víðavangi þar sem að börn geta náð til
Ég ætla rétta að vona það að þeir sem skjóta upp heima þrífi upp eftir sig og passi að skilja ekkert svona eftir!! Því fyrir utan hættuna sem að skapast af þessu þá er óþrifnaðurinn mikill.
En ó hó hó ég hef sko gaman af að horfa á flugeldana springa
![]() |
Sænskur drengur lést í flugeldaslysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2008 | 04:15
Átta vikna gamalt barn hjá dagmömmu
Ég er kannski smá ósanngjörn og jafnvel smá vond en ég bara skil þetta ekki .
Konan hér hinumegin við götuna hjá mér rekur daggæslu, í vikunni byrjaði barn hjá henni, þetta barn er núna með pláss í níu tíma á dag í daggæslu. Þið eruð sjálfsagt að hugsa að það sé ekkert óalgengur tími fyrir barn í daggæslu, við þurfum jú öll að vinna fyrir okkur.
En ein eins og kemur fram hér ofar þá er barnið átta vikna, það var sex vikna þegar að móðirin kom og vildi fá pláss fyrir það... daginn eftir viðtalið takk fyrir. En ekkert losnaði fyrr en núna barnið þá orðið átta vikna. Ó ég gæti svo skilið þetta ef að konan ætti í fjárhagslegum erfiðleikum og bara yrði að fara til vinnu, en svona er þetta:
Móðirin vinnur heima, faðirinn vinnur að hluta til heima og hluta til að utan heimilis. Það vantar ekki peninga af þeim er nóg.
Barnið er ættleit og því er örugglega búið að bíða lengi eftir komu þess, ég meina þegar að fólk ákveður að ættleiða þá er það búið að far í allan pakkann og þetta er loka lausn til að eignast barn, eða hvað.
Kannski er ég vond og kannski er ég skilningslaus, en mér finnst þetta normal og mér finnst barnið eiga að fá að kúra í faðmi foreldra sinna en ekki hjá ókunnugum fyrstu mánuði ævinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.12.2007 | 20:26
Áramótakveðja og áramótahugsun.
Megi komandi ár vera þitt besta ár til þessa, megi komandi ár færa þér og þínum frið, hamingju og ró í hjarta.
Að vera hamingjusamur er eitthvað sem að allir þrá en ekki allir ná. Nú er árið á enda og ég hef verið að reyna að skilja hvernig mér líður og skellt fram spurningunni er ég hamingjusöm?
Ég ákvað að nota jólin til viðmiðunar, hvernig hefur mér liðið síðustu árin?
Ég man ekki lengra aftur en fjögur síðustu jól og þá þessi meðtalin, að hugsa aftur jól fyrir jól þá verður mér þyngra og þyngra fyrir brjóstinu. Sem sagt þessi jól eru mín bestu jól tilfinningalega séð af þessum fjórum og samt er ég ekki með allri fjölskyldunni minni, þetta eru td fyrstu árin á minni ævi sem að ég er ekki með mömmu og pabba. Samt eru þetta bestu jólin mín, ég held að það þýði að ég sé hamingjusöm, lífið er ekki dans á rósum og mér gengur misvel að fúnkera ef að hugur minn reikar aftur um eitt, tvö til þrjú ár en það verður minna og minna sárt nei nú lýg ég en ég hugsa sjaldnar og sjaldnar um þennan tíma og styttra og styttra í hvert sinn.
Ég held að ég sé hamingjusöm, er maður ekki hamingjusamur þegar að maður er ánægður með að vera þar sem að maður er? Mig langar að ná lengra í mörgu á ævinni en það þarf ekki að þýða að ég sé ekki hamingjusöm núna, mig langar í meira svo að ég bara vinn í því að ná mínum markmiðum.
Vertu velkomið, Ár 2008!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2007 | 21:49
"I am legend" ú já
Við eiginmaðurinn fórum á þessa frábæru mynd í dag, ég vissi í raun ekki við hverju ég átti að búast, ég bjóst við góðri mynd en ekki svona vá hún er æði . Ég er ein af þessum sem borða poppið mitt og nammi ásamt gosi alla myndina en... ekki núna, þetta var allt svo til ósnert.
Ég mæli eindregið með myndinni "I am legend"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2007 | 02:52
Mér stendur ekki á sama
Ég verð nú bara að viðurkenna að það fer um mig ónotatilfinning þegar að ég les um Rússa og þeirra valda sýningar undanfarið
![]() |
Rússar rufu finnska lofthelgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2007 | 17:03
Hátíðar kveðja
Gleðilega jólahátíð öll samann, megi ró, friður og hamingja einkenna ykkar hátíð.
Öðruvísi jól, hér er 10 stiga hiti, grænt gras og blóm! Við verðum bara fimm þessi jólin, tja eða rétt er að segja þá verðum við sex fimm tvífætlingar og einn fjórfætlingur, við verðum með hund í heimsókn. En það verða enginn jólaboð skrítið voða skrítið, en í staðin verðum við bara í ró hér fjölskyldan og kannski er það ekkert minna jólalegt. Þetta eru fyrstu árin á minni æfi sem að ég eyði ekki hluta af jólunum með foreldrum mínum, ég veit fullorðin konan ætti nú ekki að vera að væla yfir því.... en ég geri það samt.
Við erum svo heppinn að hafa fengið jólamatinn sendan hingað til okkar með vinum, svo að á okkar borði verða bæði hangikjöt og hamborgarhryggur , já við erum heppinn og höfum það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 17:02
mmm skata
Við fjölskyldan höfum gert það í nokkur ár að fara í skötu og plokkfisk á Þorláksmessu, mamma á afmæli þá og við höfum haldið upp á afmælið hennar svona. En ég er ansi hrædd um að ég finni ekki jólaskötu hér í mínu nágrenni þessi jólin, ég á ekki eftir að finna stóran hluta af fjölskyldunni hér héldur Mig vantar þessa fjölskylduhefð og illa lyktandi fatnað
en mest af öllu sakna ég fjölskyldunnar
![]() |
Skatan vinsæl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)