23.11.2007 | 16:56
Ekki af hverju heldur fyrir hvern var þetta gert?
Eftir að gæsahúðin, hrollurinn og velgjan gengu yfir hjá mér eftir að lesa þessa frétt þá vöknuðu upp spurningar hjá mér:
Hvað fengu lögreglumennirnir út úr þessu?
Var þetta gert bæði föngum og lögreglumönnum til skemmtunar?
Það segir í fréttinni "Hefur þeim lögreglumönnum, sem lokuðu stúlkuna inni, verið vikið frá störfum meðan rannsókn fer fram." En hvað með verðina og annað starfsfólk í fangelsinu? Það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki allir vitað af þessum viðbjóði sem var þarna í gangi.
Svo er þetta ekki einu sinni einsdæmi þarna í Brasilíu, ef að það hafa komið upp tvö tilfelli sem vitað er um á stuttum tíma hvað ætli þetta hafi þá gerst oft?
Aumingja stúlkurnar
![]() |
15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2007 | 02:41
Við sporðdrekarnir
Ég hlustaði á frétt um þennan risa sæsporðdreka í dag, þar var talað um að þessi skepna hafi ekki þurft neitt eitur til að drepa bráð sína þar sem að klærnar hefðu verið svo ótrúlegar og kjálkarnir líka. Hvernig í ósköpunum vísindamenn vita þetta allt veit ég ekki, en eitt er víst að ekki myndi ég vilja synda með þessum sporðdreka
![]() |
Risasporðdreki lifði eitt sinn í sjónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 03:26
hmm...
.. var það bónorðið sem var banvænt?
Eða var það svarið við bónorðinu sem var banvænt?
Eða voru það sár konunnar sem að hún hlaut þegar að hún var stungin sem voru banvæn?
hmmm eða var ást mansins á konunni manvæn?
Úff ég get þetta ekki, ég á bara ekki eftir að komast að niðurstöðu.
![]() |
Banvænt bónorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 03:12
Rolla, hundur, hestur, kú, hverra manna er þessi frú?
Að nauðga er ofbeldi, menn hér á landi hafa nauðgað rollum, kúm, hestum og ég veit ekki hverju.
Það sem gerir þetta að fréttamat frekar en öll hin skiptin sem að dýri er nauðgað, er að dýrinu var líka misþyrmt á annan hátt og svo var nokkuð gert sem að sýnir eftirsjá, maðurinn skildi dýrið eftir fyrir utan dýraspítala svo að hægt væri að hlynna að greyinu.
![]() |
Grunaður um að hafa nauðgað hundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 22:32
Nú fór ég bara að hlægja
Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera gaman að vera vísindakona , það er alltaf að vera að sanna það með vísindum sem að mörg okkar vita með vissu löngu áður en að við vitum af þessum mikilvægu vísindum.
Mig langar td. að vera við svona rannsóknir, þetta er nefnilega nokkuð sem að allir vita sem hafa umgengist ungabörn
![]() |
Ungabörn sýna félagsgreind |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 20:38
Notað í skólanum hér
Svona skrefateljarar eru notaðir í skólanum sem að minn elsti er í og ég get ekki séð annað en að þetta sé stór sniðugt og virki hvetjandi á krakkana. Stundum er krökkunum sett fyrir viss hár skrefa fjöldi og þau sent út að labba, skokka, hlaupa. Stundum er þeim sagt að ná eins mörgum skrefum og þau geta á td. 15 mín. þá fara krakkarnir alveg á fullt og reyna að vera með fleiri stig en hin, sem að auðvitað veldur því að þau fá mjög góða hreyfingu, klár kennari þarna á ferð .
![]() |
Skrefateljarar hvetja til aukinnar hreyfingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 03:09
Hvað er að gerast ..
.. hjá unglingum í dag?
Hvað veldur því að unglingar eru að plana og fremja fjöldamorð? Við erum ekkert að tala um eitt atvik heldur nokkur og það í nokkrum löndum.
Erum við mennirnir að verða algerlega tilfinningalaus fyrir öðrum mannverum?
![]() |
Þýskir unglingar ætluðu að ráðast á skólafélaga sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.11.2007 | 16:38
Loftgítar, Frank Zappa og unglingur
Ég er búin að vera með höfuðið ofan í sandi síðustu mánuði eða ár, erfitt að horfa upp á barnið breytast í ungling svo að sandurinn sem hefur verið í augunum á mér hefur alveg komið í veg fyrir að ég sjái nokkurn hlut.
Hann byrjaði á því að verða stærri en mamma sín og fá djúpa rödd. núna er vaskað upp með Frank Zappa.
Ég var í þvottahúsinu eitt kvöldið og sonur minn var að vaska upp í eldhúsinu sem er beint fyrir ofan þvottahúsið. Allt í einu fer gólfið að titra og ég heyri í Frank og syni mínum syngja "We come from the landof the iceand snow,
from the midnight sun where the hot springs blow........"
Mig langaði mest til að knúsa drenginn og innramma svo þetta augnablik
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 23:16
Iron chef
Það er þáttur í sjónvarpinu hérna sem að ég hélt að beri nafnið "Iron chef". Þarna fer virtur yfirkokkur og veitingahúsa eigandi í eldhúsið hjá öðrum veitingarhúsum, hann finnur margt misjafnt svona eins og fannst í Serendipity-3.
Þessi maður tekur fólkið algerlega í gegn sem vinnur þarna og eigendur ef að þeir eru á staðnum. Þar sem að maðurinn minn vann sem kokkur og yfirkokkur í mööörg ár þá er ég alltaf opinn fyrir öllu kokkadæmi. Ég þurfti hinsvegar ekki að horfa á nema kynninguna á þætinum og eina auglýsingu til að gera mér grein fyrir því að ég færi sjálfsagt aldrei aftur út að borða ef að ég myndi horfa á þessa þætti, þvílíkur viðbjóður .
Nú vill maðurinn minn fara með mig út að borða um helgina og ég er bara kominn með áhyggjur , hann spurði mig í gær hvað ég vildi borða, mmmhh "Mat" sagði ég undir blítt og brosandi "Já ok góð byrjun" var svarið sem að ég fékk frá hálf glottandi eiginmanni "svona ef að þú gætir verið aðeins nákvæmari þá væri það frábært".
Ég er að hugsa um að biðja hann bara um að fara hér út í skóg, veiða dádýr og elda það fyrir mig í eldhúsinu mínu
![]() |
Vinsælu veitingahúsi í New York lokað vegna nagdýra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2007 | 14:38
Við hjónin verðum að fara að passa okkur
Þetta er skemmtileg frétt en kemur mér þó til að hugsa.
Við hjónin sendu oft sms okkar á milli þar sem að við erum að tala um mjög persónulega hluti, það væri nú ekki gott ef að ég færi td að senda ókunnugum manni sms þar sem að ég er að þakka fyrir síðast og svo kannski sæi konan hans sms´ið, vá hvað maður getur komið fólki í vond mál alveg án þess að ætla sér það
![]() |
Sambýliskonan lenti í 3. gráðu yfirheyrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)