Gasleki hjá nágrannanum

Það er eins gott að enginn var í húsinu og að enginn slasaðist í þessu öllu samann.

Ég  pissaði næstum því í buxurnar hér síðasta föstudagskvöl, við krakkarnir vorum að borða pizzu og horfa á sjónvarið þegar að ég heyri einhverskonar bílhljóð fyrir utan. Mér fannst þetta hljóma eins og stór trukkur eða slökkviliðsbíll, ég var auðvitað kominn út í glugga áður en ég gat klárað orðið slökkviliðsbíll í huganum (lenti nefnilega í smá slökkviliðs dæmi hér fyrir ári).

Þarna voru jú komnir 1 stk. slökkviliðbíll, sjúkrabíll, og lögreglubíll, þeim var lagt sitthvoru megin við innkeyrsluna hjá fólkinu á móti. Ég er svotan hræðslupúki þegar að það kemur að þessum bílaflota svo að hjartað á mér fór á fullt " Ó NEI" það hefur eitthvað komið fyrir Simsens fjölskylduna (þetta er ekki þeirra rétta nafn Wink)  Það er alveg hellings samband á milli okkar fjölskyldu og þeirra og mér stóð bara ekki á sama. Svo að auðvitað skellti ég mér í skó og hljóp af stað, ég hefði getað litið út eins og einstaklega forvitinn nágranni ef að ekki hefði verið fyrir skelfingar svipinn á mér og tárin í augunum Crying. Þegar að ég kem að húsinu hjá þeim opnast hurðin og út streyma karlmenn, einn af þeim var eigandinn og sá var á náttfötunum. Þarna voru þrír svartklæddir menn, þeir hafa sjálfsagt verið lögreglumenn ég bara hafði ekki tíma til að skoða þá vel, á eftir þeim flæða svo út slökkviliðsmenn.

HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA!!! CryingW00tUndecided

 Ég er orðin skít hrædd, í þessu sér eigandinn mig, hann sá skelfinguna í andlitinu á mér og kom til mín "Við erum OK" sagði hann um leið og hann tók utan um mig. ohhh léttirinn ég var alveg að verða róleg þegar að "Hvar eru krakkarnir?" stekkur af vörum mér og ég slít mig úr faðmi mansins. Hann kinkar kollinum að bílnum þeirra sem var þarna við hliðina á okkur, ég stekk á bílinn. Í því opnar eiginkona eigandans gluggann hjá sér "Hæ" sagði hún með sinni rólegu og mjúku röddu. "Hæ" hvað meinar hún með "Hæ", ég er ekkert smá hissa á þessari ró í konunni vissi hún ekki að það voru slökkviliðs og lögreglumenn í húsinu hennar?!? Á meðan að ég var að fá hræðslukast þarna í miðri innkeyrslunni bættust 2 slökkviliðsbílar við í hópinn, nú var allt morandi í slökkviliðsmönnum.

"Það var bara smá gasleki í eldhúsinu hjá okkur" segir eiginkona eigandans, "og....." hvái ég. " Eru allir OK" ég var byrjuð að telja krakkana í bílnum 1,2,3.... hvar er Adam?!? já ok hann er hjá vini sínum. Hinir krakkarnir voru alveg að springa úr spenningi, nefin á þeim voru klesst við gluggana í bílnum "VÓ! sjáið þið alla slökkviliðsbílana ?!?!" W00t

Eftir að eiginkona eigandans hafði róað mig (ég fíflið var hálf grátandi vegna sjokksins) og fullvissað mig um að allir væri ok þá skammaði ég hana smá fyrir að koma ekki til mín í staðin fyrir að sitja inni í bíl með krakkana. "Æ ég vildi ekki trufla þig á afmælinu þínu" mig langaði nú bara til að öskra á hana W00t, en ég hélt ró minni og sagði "Næst kemur þú til mín" mér fannst þetta ekki koma vel út " ég meina vonandi kemur ekkert fyrir aftur, æææ þú veist hvað ég meina". Ég fékk bara bros frá rólegu eiginkonu eigandans og loforð um að "næst" kæmi hún yfir.

Þrátt fyrir þessa vitneskju var ég hálf kjökrandi þegar að ég kom heim og sagði krökkunum að allir væru ok að þetta hefði bara verið smá gasleki frá eldavélinni.


mbl.is Einbýlishúsið sprakk í tætlur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetja ekki spurning..

.. en þetta minnir mig óneitanlega mikið á það þegar að ungir drengir voru að hoppa af húsþökum eða út umglugga af því að þeir voru "Súpermann", því miður fór ekki eins vel fyrir sumum þeirra.

En þessi drengur er án efa hetja og mikið er gott að hann sakaði ekki.


mbl.is Kóngulóardrengur bjargaði ungbarni úr brennandi húsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil hvað fólkið er að tala um

Beyonce er einstaklega falleg og velvaxin kona, það bókstaflega drýpur af henni kynþokkinn, Beyonce hefur ekkert að fela og skil ég vel bæði karlmenn og kvenfólk sem að hrífst af henni. Sjálf hef ég gaman af að horfa á fallegt fólk syngja og dansa, ja svei mér þá ef að ég hef ekki bara alltaf gaman af að horfa á fólk syngja og dansa, tja nema kannski ef að ég þoli ekki tónlistina.

EN ok, þetta er ekki það sem að ég ætlaði að skrifa um hér, heldur þetta.

 Ég skil alveg hvað fólkið er að tala um, maður getur hvergi litið án þess að verið sé að nota kynlíf eða kynþokka á einhvern hátt til að selja manni eitthvað. Oftast kemur kynlíf vörunni ekkert við sem verið er að auglýsa. Ég hef oft rætt þetta og á víst eftir að halda því áfram, þetta er visst áreiti á ungt fólk og börn, já og sjálfsagt alla aldursflokka.

Hvað erum við að kenna börnunum okkar?

Jú það sem að við erum að kenna börnunum okkar er að við þurfum ÖLL að vera grönn, helst of mjó, við kvenfólkið þurfum allar að vera með stór og stinn brjóst, ef að við höfum þau ekki frá Guðs hendi þá er ekkert mál orðið að fá sér svona brjóst. Þú þarft ekki einu sinni að vera orðinn sjálfráða mamma og pabbi geta bara sagt lækninum að þó svo að þú sért bara 14 ára þá sért þú með svo mikla komplexa vegna smæðar brjósta þinn að hann verði bara að gera undantekningu og setja í þig poka svo að brjóstin þín verði stór og stinn. Við megum ekki heldur vera með hrukkur eða línur í andlitinu, við verðum að vera með stórar varir, ég er örugglega að gleyma einhverju. Karlmenn þurfa allir að vera vöðvastæltir með 8% fitu því að hvernig ætlar þú annars að sýna alla þessa flottu vöðva. Karlmenn eru jafnvel að láta setja í sig silicon af því að þeim finnst þeir ekki vera með nógu stóra brjóstvöðva.

Málið er að ef að þú villt horfa á hálf nakið fólk þá er ekkert mál fyrir þig að nálgast það jafnvel þó svo að það sé ekki í stórum skiltum út um allt, við hvern og einn einasta greiðslukassa í búðum og í annarri hvorri auglýsingu í sjónvarpinu.

Já kynlíf selur ég skil það en þarf að nota það til að selja tannkrem, bíla, þvottavélar og fleira í þessum dúr.

 

Þið megið ekki misskilja mig ég er ein af þeim sem langar til að hafa ALLT en ég er bara nokkuð sátt við það sem að ég hef og er ekkert á leiðinni til að láta sprauta í andlitið á mér eða setja poka inn í kropinn á mér.

Já, það eru til dæmi sem réttlæta silicon brjóst, þegar að taka hefur burt  annað eða jafnvel bæði brjóstin hjá konum vegna krabbameins, þá finnst mér frábært að hægt sé að "laga " það með siliconi.

Þrátt fyrir að mér finnist líkaminn okkar vera einstaklega fallegur þá þarf hann ekki að vera hálfber eða ber út um allt. Ég er dauðleið á öllu þessu kynlíf hitt og kynlíf þetta, kynlíf er æði en það þarf ekki að vera út um allt.


mbl.is Bikíníklædd Beyonce veldur uppnámi í Las Vegas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jeppinn varð sár

Ég er búin að vera að gæla við þá hugmynd að fá mér aftur 7 manna bíl, ekkert of alvarlega þó, bara svona að skoða á netinu. Fjárhagslega þá er ég ekkert tilbúin í að kaupa mér nýjan bíl en hugurinn reikaði.

Elsku Jeppinn minn fann þetta og ákvað að fara í verkfall, það var verið að draga hann í burtu!Undecided  Ég vona að það sé ekkert mikið að honum svo að ég geti sagt honum að mér þyki fyrir þessu hugarframhjáhaldi með nýjum bílum FootinMouth


Til hamingju Valsmenn!

Þetta er ekkert smá flottur sigur Wizard, ég hefði viljað sjá þennan leik Grin

Ég var vön að hrópa og kalla "Áfram Valsmenn!!" þegar að litli (mun hærri en ég FootinMouth) bróðir minn var að keppa í fótbolta. Talandi um adrenalín sprengju W00t Ví hú ha! W00t


mbl.is Glæsilegur sigur Vals á Celje
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sú mynd er efst í huga mér...

.. af konum nokkrum samann.

Hópur kvenna stendur þétt, þær humma, þær tóna, þær sveigja sig og beygja, þær hendur hátt til himna teygja.

Já kvenorkan er mikil en engin er orkan eins og þegar kvenna og karlorkan koma samann WinkWhistling


mbl.is Utanríkisráðherra talar um að nýta kvenorkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannvonskan grætir mig

Þegar að ég les svona fréttir eða horfi á í sjónvarpinu þá langar mig til að öskra. Ég get ekki skilið mannvonskuna hjá fólki sem að getur verið svona vont við annað fólk bara af því að það trúir ekki á sama hlutinn.

Ég kenni börnunum mínum að ALLIR séu jafnir hvernig svo sem að þeir séu á litinn eða á hvað þeir trúa. Ég er ekki að segja að ég skilji allt sem að gengur á í öllum þeim trúar reglum sem að eru til í heiminum en ég veit að allt eru þetta manneskjur.

Ég er á móti öfga öllu: öfgadrykkju, öfgaáti, öfgamegrun, öfgatrú og trúarbrögðum svona mætti lengi telja. En á meðan að manneskjan sem er öfga eitthvað er ekki að gera öðrum illt þá er mér ekki illa við manneskjuna sem slíka.

Það eru ekki mörg ár síðan að Nasistar reyndu að útrýma Gyðingum, ég hef setið og hlustað á fólk segja sína sögu af þessum tíma og guð minn góður það sem að fólkið þurfti að ganga í gegnum. Einn maður sagði mér td sögu af því þegar að hann og fjölskyldan hans voru að flýja Nasistana, þau voru að labba yfir brú og Nasistarnir voru bara þarna rétt hjá þeim öðrumegin við brúnna en frelsið hinumegin. Ég man að ég hugsaði "Vá þetta er bara eins og í bíómynd" en vitið þið hvað, þetta var ekki úr bíómynd þetta var sönn saga. Saga mannsins sem að sat fyrir framann mig.

Ég hef verið skömmuð fyrir að vera of viðkvæm, að ég taki það sem að fólk segir eða gerir of alvarlega, að ég sjái hlutina of svart og hvít, að stundum sé grátt bara allt í lagi og enginn sé að meina neitt illt. Samt finn ég stundum til fordóma í sjálfri mér og ég skammast mín, en aldrei, aldrei mun ég segja neitt viljandi til að særa aðra vegna þess á hvað þeir trúa eða kenna börnunum mínum annað en að allir eigi sama rétt á að lifa. Að vísu eru til afbrotmenn sem að ég tel að njóti ekki sama réttar og annað fólk, en við erum ekki að ræða það hér.

 

 


mbl.is 80 handteknir í átökum nýnasista og andstæðinga kynþáttafordóma í Prag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hlakka til..

.. að sjá þessa mynd

Ég er hef svo gaman af ævintýramyndum WizardAlienNinja svo finnst mér líka einstaklega gaman að horfa á  krakkana mína horfa á góða mynd, mynd sem að hrífur þá með sér og ég get séð á andlitum þeirra hvað er að gerast í myndinni InLove

 

 


mbl.is Dularfullt Duggholufólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf oft minna til en þú heldur

Það er óskandi að allar aðgerðir til að fyrirbyggja barnaofbeldi séu teknar í gaggnið. Sá sársauki skömm og vanlíðan sem að barnaníðingar setja á börn er viðbjóður.

Sumir hafa sagt: Já en ég meiði barnið ekkert, ég er að vera góður við það. Ég horfði eitt sinn á viðtal við barnaníðing þar sem að hann hélt því fram að barninu líkaði það sem að hann var að gera því, að í raun finnist börnum kynlíf gott, að við hitt fullorðna fólkið skiljum þetta bara ekki.

"Lítið" getur gert mikinn skaða þegar kemur að ofbeldi, misnotkun á barni kynferðislega þarf ekki að vera "mikil" til að hafa mikil áhrif á barnið. Hér er lítil saga sem dæmi um það:

Ég var orðin 13 ára þegar að sturtuvörðurinn í leikfimishúsinu í skólanum mínum ákvað að hann yrði að káfa á brjóstum mér og þröngva tungu sinni inn í munn minn. Þarna komst hann ekki í tæri við bert hold mitt né lét hann mig koma við sig og þetta tók innan við mínútu, en þetta eyðilagði fullt fyrir mér.

Það tók mig langan tíma að geta horft framann í pabba minn hvað þá faðma hann, það sem að hjálpaði mér þar var að pabbi stóð eins og klettur við hlið mér og gerði allt sem að hann gat gert til að koma réttlæti á, sem því miður tókst ekki.

Ég gat ekki faðmað afa mína í mörg ár án þess að fá hroll ég gat ekki einu sinni horft framann í þá, hvað þá ókunnuga menn.

Því miður var þetta ekki það eina sem misbauð mér sem barni og ungling, sum atriðin voru minni og önnur meiri, í öll skiptin var mitt persónulega pláss ekki virt. Það þarf ekki annað en að káfa á (í fötum) gefa í skin eða segja eitthvað kynferðislegt við börn til að þeim misbjóði. Það getur verið að þér og mér finnist þetta vera lítið mál en barninu getur fundist þetta stórmál á jafnvel erfitt með að vinna úr því sem að okkur hinum finnst ekkert til að vinna úr.

Þess vegna segi ég: Áfram Gná og allir hennar líkir sem eru tilbúnir að berjast gegn barnaofbelti og misnotkun.


mbl.is Handsami níðinga á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó góði Guð...

.. komdu á friði í heiminum og í hjörtum mannanna.

Hvað er að gerast með börnin?

Hvar erum við fullorðna fólkið að klikka?

 


mbl.is Tveir drengir handteknir fyrir morðhótanir í sænskum menntaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband