21.12.2008 | 05:27
Gleðileg Jól og Ungar
Elsku bloggVinir og aðrir lesendur
Ég óska ykkur hamingju og gleði um jólahátíðina, sem og alltaf auðvitað.
Ég vill þakka ykkur fyrir stuðning og hlátur líðandi árs, þið eruð æði!
Ég fer af stað á morgun í jólaferðina, finna fjöll og snjó fyrir víkinga á öllum aldri. Elsti-Unginn lagði af stað um eftirmiðdaginn í gær, hann var mjög spenntur. Mamman var heldur minni í sér og fann Unginn fyrir óróa móðurinnar og því sagði hann nokkru sinnum "Mamma mín þetta verður allt í lagi", "mamma, það kemur ekkert fyrir". Ohhhh hann er svo mjúkur og góður þetta gull!
Yngsti-Unginn var farinn að sakna Elsta-Ungans svo mikið um háttatímann að hann fór að hágráta. Ég gat ekki setið á mér "En elsku gullið mitt, það eru bara 5 tímar síðan að þú sást hann". Yngsti-Unginn leit á mig stórum undrandi augum, tók smá pásu.. "Mér er alveg sama, ég sakna hans samt" svo hélt hann áfram að gráta.
Eins ömurlegt og það er að hlusta á barnið sitt gráta þá hlýnaði mér líka um hjartarætur, þetta sýndi mér hvað Ungarnir mínir elska hvorn annan mikið og hvað þeir eru hvor öðrum mikils virði.
Þegar að ég sagði elsta Unganum frá þessu þegar að ég heyrði í honum seinna um kvöldið kom "Æ nei, í alvörunni, ohh hann er svo mikil dúlla".
Ég er svo heppin með börnin mín
Mig er farið að hlakka til að leika mér í snjónum og lesa bækur með Ungunum mínum um jólin. Jú þetta verða öðruvísi jól, en það þarf samt ekki að vera slæmt.
Megi komandi ár færa ykkur Hamingju, Gleði og Ró.
Athugasemdir
Skemmtu þér vel um Jólin og Áramótin.
Gaman að sjá hvað ungunum þykir vænt hvort um annað.
Vonandi verður næsta ár gott hjá þér og takk fyrir samveruna á blogginu á þessu ári.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 21.12.2008 kl. 06:11
Hafðu það gott um jólin með ungunum þínum
Huld S. Ringsted, 21.12.2008 kl. 08:38
Yndislegur systkynasöknuður. Algjör dúlla er sko réttnefni á yngsta ungann.
Njóttu ferðarinnar og þeirra nýju ævintýra sem þú mætir. Jólaknús og kossar með von um birtu, yl og hamingju á nýja árinu!
www.zordis.com, 21.12.2008 kl. 11:30
Gleðileg jól!
Hólmdís Hjartardóttir, 21.12.2008 kl. 15:29
Hafðu það gott yfir hátíðirnar skvísa (sem og ávalt) og njóttu tímans með ungunum þínum yndislegu
Dísa Dóra, 21.12.2008 kl. 22:05
Já, öðruvísi jól eru ekki endilega verri, öllum endi fylgir líka nýtt upphaf.
Hafðu það best, og gleðileg jól vinkona.
Haraldur Davíðsson, 22.12.2008 kl. 18:04
gleðileg jól knús og kram
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 24.12.2008 kl. 10:55
Gleðileg jól minn elskulegi Sporðdreki. Óska þess að þú njótir hátíðarinnar með ungunum þínum öllum þremur.. hverjum öðrum yndislegri. Þetta eru líka öðruvísi jól hjá mér.. en samt ekki... mjög skrýtið. Knús og jólakossar
Ein-stök, 24.12.2008 kl. 18:49
Takk fyrir kveðjurnar gullin mín
Sporðdrekinn, 5.1.2009 kl. 03:36
Vonandi er kvenndið í heilu lagi eftir áramótin .... knús á þig með von um hlýju og gleði!
www.zordis.com, 6.1.2009 kl. 18:45
Já hún er í heilu lagi, allavega að sjá utan frá...
Takk yndislegust og sömuleiðis!
Sporðdrekinn, 6.1.2009 kl. 19:07
Gleðilegt ár ljúfan takk fyrir blogg vináttu þína á liðnu ári.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.1.2009 kl. 10:37
Takk sömuleiðis Anna Ragna
Sporðdrekinn, 7.1.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.