Enginn andi og illur andi

Ég er búin að vera alveg andlaus og ekki komið miklu frá mér hér og til að bæta ofan á það þá er illur andi í tölvunni minni. Það virkar þannig að allt sem að ég reyni að gera hér tekur 100% lengri tíma en venjulega og oft hættir bara tölvan að virka og allt fer í klessu. Já ég veit verð að fara með hana í viðgerð. Ég keypti mér auka drif og er loksins búin að koma öllum myndum og skjölum yfir á það úr tölvunni, nú er bara að koma sér af stað og láta hreinsa andann út.

Ég er búin að vera að vinna meira undan farið en ég hef gert í langan tíma og ég elska það. Það er gott að komast út á meðal fullorðins fólks, fyrir utan það þá elska ég að hjálpa öðrum og sjá gleðina í andlitinu þeirra þegar að ég hef gert vel fyrir kúnnana mína. Svo fæ ég endalaust hrós frá yfirmönnum og það er æði gott!

Við Ljónið höfum ekki komist lengra í samræðum okkar en það að við erum bæði sammála að við þurfum að tala samann. Já ég veit "klapp" fyrir okkur... En við erum búin að vera mjög góð saman og ég ætla að njóta þess á meðan að það varir. Ég vona það besta en býst við öllu.

Tengdapabbi hringdi í mig um daginn, hann er svo yndislegur þessi elska, við spjöllum um daginn og vegin og svo kemur "Veistu það Sporðdreki að við tengdamamma þín höfum nú gengið í gegnum ýmislegt í okkar hjónabandi og þegar að við lítum yfir árinn þá sjáum við að sum voru góð en önnur mjög erfið. En núna í ellinni þá sjáum við hvað við þurfum mikið á hvort öðru að halda, hvað við erum mikilvæg hvort öðru. Ekki gleyma þessu Sporðdrekinn minn".

Ég er svo heppinn að eiga yndislegt fólk allt í kringum mig, ég er svo rík í fólki.

Ég er búin að taka ákvörðum um að gera allt sem í mínu valdi stendur til að komast heim í sumar og þá taka Unganamína með. Nú er bara að vinna í Lottó, ég hef heyrt að fyrsta skrefið sé að kaupa miða.... og er það á dagskránni fyrir næstu viku.

Ég hef litla þolinmæði þó að löngunin sé mikil til að lesa allar bloggfærslurnar ykkar sem að ég er búin að missa af, ég þoli illa þegar að tölvan frís.  En ég ætla að reyna.

Knús á ykkur gullin mín, ég vona að ykkur líði öllum vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert mjög elskuð og lánsöm. Á þinni réttu leið á þínum andlega hraða! Hugurinn er oft flókinn og undarlegur, það hefur mér fundist undanfarið þar sem tilfinningar taka hæsta pól og falla niður eða öfugt!

Ég mun krossa fingur og ég get vel séð lottóvinninginn þinn, heimferðina og gleðina að knúsa alla íslensku vinina og fjölkskylduna. FYRSTA SKREFIÐ ER að myndgera vinninginn, kaupa miðann og fagna! Knús og koss á þig ljúfa kona!

www.zordis.com, 25.1.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Já lífið er hálfgerður rússíbani og ég sem verð svo veik í rússíbönum

Þetta er rétt!

Ég ætla að setjast niður þegar að Ungarnir eru sofnaðir, skrifa niður allt saman, vinninginn, miðann heim, fólkið mitt og landið mitt! Svo ætla ég að gera eins og þú segir sjá þetta allt fyrir mér, það verður örugglega allt í móðu þar sem að ég er líkleg til að fara að gráta ef að ég leyfi mér að finna fyrir fólkinu mínu heima. En það er svo sem bara gott að leyfa sér að finna og sakna.

Knús og koss á móti yndisleg!

Sporðdrekinn, 25.1.2009 kl. 01:32

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Bráðum kemur betri tíð......

Haraldur Davíðsson, 25.1.2009 kl. 02:31

4 Smámynd: Sporðdrekinn

...með blóm í haga....

Sporðdrekinn, 25.1.2009 kl. 03:04

5 Smámynd: Hannes

Það er mikilvægt að eiga góða að.

Besta leiðin til að ná ákveðnu marki í peningamálum er ekki að kaupa lótormiða heldur leggja reglulega fyrir. Því meira sem þú leggur fyrir því fyrr nærðu að fara í þessa ferð og settu peninginn inn á bók með eins háum vöxtum og mögulegt er. Lottómiðar gefa ekki nema 10-30% til baka af því sem þeir eru keyptir a minnir mig.

Vonandi tekst þér að safna nægu fé til að fara í þessa ferð sem fyrst.

Hannes, 25.1.2009 kl. 06:13

6 Smámynd: www.zordis.com

Ég spilaði í lottói og vann, það breytti lífi mínu og ég fann dásemdir og lífsins drauma í hendi mér. Vinningurinn var ekki hár í peningum en hann breytti litla lífinu mínu í allann þann heim sem ég þurfti.

Þegar ég var búin að forma lífið eins og ég sá það vann ég aftur í lottóinu, meir en nokkur getur óskað sér! Nú þarf ég að pússla hamingjunni á sína staði, halda jafnvægi og lofa ástina sem er meira virði en allt í lífinu.

Í huganum stjórnum við heiminum! Fegurð hugsana okkar getur haft áhrif!

www.zordis.com, 25.1.2009 kl. 13:36

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...sæla langa sumardaga...

Haraldur Davíðsson, 25.1.2009 kl. 14:16

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Hannes: Ég er að spara og spara en það kostar heilan helling að fljúga fjórum héðan og heim. Héðan er ekki einu sinni beint flug heim. Allt hjálpar til og Lottó ætla ég að fá

Zordis: "Fegurð hugsana okkar" Nákvæmlega, ég verð að hreinsa út þann skít sem hefur verið að koma sér fyrir í krókum og kimum hugans. Losa úr læðingi þá trú og það afl sem ég var búin að finna en tíndi aftur í þunga dagsins.

Haraldur: hahaha

.....Þá er gaman að trítla um tún og tölta á engi.....

Sporðdrekinn, 25.1.2009 kl. 17:30

9 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Ég hef blóm í maga alla daga Það er gott að vinna í LOTTO ég vona að við vinnum nú öll í því getum skipt vikunum á milli okkar............. en vona líka að við vinnum í lífinu og stöndum uppi sem sigurvegar

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 25.1.2009 kl. 22:52

10 Smámynd: Dísa Dóra

Vona svo sannarlega að þú vinnir í lottó hvort sem það er hið eiginlega lottó eða annað lottó   Ef þú kemur á klakann í sumar væri nú gaman að hitta þig og knúsa þig snúllan mín.

Dísa Dóra, 26.1.2009 kl. 10:03

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...einkum fyrir unga drengi...

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 10:18

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2009 kl. 13:08

13 Smámynd: Sporðdrekinn

Já sniðugt, Emma, skiptum þessu bloggvinalega á milli okkar

Takk DD mín, sömuleiðis. Ég væri sko alveg til í að knúsa þig 

Haraldur: Ég hef lúmskt gaman af þessu

....Folöldin þá fara á sprett og fuglinn syngur....

Hólmdís:

Sporðdrekinn, 28.1.2009 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband