Ertu hálfviti?!?

Ég er á fullu að vinna í lottó vinningnum, búin að sjá fyrir mér vinnings upphæðina, ferðina heim, fólkið mitt og knúsin. Henni mömmu fannst upphæðin nú ekki há, ég sagði að ég þyrfti ekki mikið. Bara nóg til að koma okkur öllum heim, fín föt (það verður nefnilega stórveisla/hátíð) og uppihald í einn mánuð. "Já ok, en þetta er enginn fyrsti vinningur" sagði mamma þá. Ég elska hana í mola InLove 

Ég held að þetta sé farið að virka, fer svona hægt af stað, mamma sagði að það væri líka betra að þetta færi hægt af stað meiri líkur á að ná tindinum þannig. Allavega í gær fann ég $1 á gangstéttinni fyrir utan vinnuna, það var enginn í augsýn svo að ég gat ekki spurt hvort að einhver hafi misst hann, svo að ég setti hann bara í veskið mitt. Í dag fór ég í snjóbuxurnar sem að ég notaði í jólafríinu, ég fékk þessar buxur að láni og ætlaði að skila þeim síðustu helgi en gerði ekki, í vasanum voru $40 sem að ég hafði gleymt að ég ætti þar. Svo að nú er ég $41 ríkari en ég var þegar að ég vaknaði í gærmorgun, margt smátt gerir eitt stórt Wink

Ég hef verið með smá áhyggjur af hjartanu og lungunum undanfarið (já ég veit þá á maður ekki að reykja, bla bla bla...) finnst ég með undarlega lítið þol. Svo þegar að ég fór að einbeita mér að lottó vinningnum, þá fór ég og einbeita mér smá að sjálfri mér, opna orkustöðvar og svona. Og þá allt í einu fattaði ég það að ég er ekki búin að vera að anda lengra niður en kannski um miðjan brjóstkassa. Ég er bara að kæfa sjálfa mig hérna!

Öll hræðslan og stressið hefur bara heltekið mig og ég varla anda að mér nægu súrefni til að lifa. Svo að ég fór að einbæta mér að því að anda, lá lengi og einbeitti mér að því að anda rétt og láta orku og súrefni streyma um allan líkamann. Og hvað haldið þið að hafi gerst? Nei, það leið ekki yfir mig Tounge Ég fór að finna fyrir svona kitli eða eins og litlum straum fara um andlitið á mér og putta. Ég sver það ég held að líkaminn á mér hafi verið hálf súrefnislaus! Svo í ræktinni í dag passaði ég mig á að anda og viti menn þolið allt annað og ég gat tekið á, nokkuð sem að ég hef ekki getað gert lengi.

Talandi um langdrægan dauðdaga, " hún Sporðdreki hálfkæfði sig í 4 ár og svo bara drapst hún úr súrefnisskort....". Þetta er ekkert grín! anda inn, inn, inn, anda út.... og svo koll af kolli

 Það var notuð á mig alveg fáránleg pikkup lína í ræktinni í dag:

Ég sat á dýnu fyrir framan spegil og var að teygja eftir æfingar. Ég hafði tekið eftir að það var maður ekkert langt frá mér að gera eitthvað svipað. EN þar sem að ég reyni eftir fremsta megni að útiloka allt og alla þegar að ég er að æfa þá spáði ég ekkert í honum. Svo allt í einu sé ég í speglinum að maðurinn er að veifa til mín, ég sný mér að honum og tek af mér heyrnatólin "Já?" þá kemur þessi frábæra lína "Fórst þú í skólann í morgun?"

"HA?" Ég sver að ég hélt að ég hefði heyrt vitlaust.

"Fórstu í skólann í morgunn?" Ég horfði á manninn eins og að hann væri hálfviti og ég rosalega vitlaus "Haaa?...."

"Nú þú ert í high school, er það ekki" Svo brosti hann sínu breiðasta. Ég var hinsvegar svo hissa að ég sagði bara "oh" sett á mig heyrnatólin aftur og snéri mér að teygjuæfingunum. Ég veit að ef að ég hefði reynt að tala við manninn þá hefði ég bara farið að hlægja og sagt honum að þetta væri ein sú fáránlegasta pikkup lína ever. Hefði kannski virkað ef að ég væri um 26 en ekki að rúlla upp í 40 W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Ætli ástæðan fyrir spurningunni sé ekki að þú sért svo ungleg gamla.

Hannes, 28.1.2009 kl. 19:45

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Kornung....

Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Sporðdrekinn

HANNES ADAM!!! Ertu ekki að grínast með að setja tengingu við unglinga klám á síðuna mína?!?! Ég er ekkert smá hissa á þér! Ekki gera svona aftur, ok.

En nei, ég lít ekki út fyrir að vera unglingur.

Haraldur: Nei ekki "kornung" en létt á fæti og ung í anda

Sporðdrekinn, 29.1.2009 kl. 03:27

4 Smámynd: Hannes

Sporðdreki þetta er ekki klám frekar en myndin sem þú ert með af sjálfri þér. Rosalega ertu með lágan stuðul á þessu sviði ef þú kalla þetta klám gamla.

Ég var bara að meina að þú værir svona ungleg eins og þessar.

Hannes, 29.1.2009 kl. 09:59

5 Smámynd: www.zordis.com

Gott að vita að trixið er að virka! Ég er með eitt í gangi og það er að virka svo nú þarf bara að setja gylltan borða og fagna!

Þú verður að næra líkamann með góðri öndun og fylla þig af gleðinni! KNús á þig roling 40 ... æm there!

www.zordis.com, 29.1.2009 kl. 18:06

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Hannes: Þetta er ekki gróft klám en þetta er samt ljósblátt klám, að mér finnst. Kannski er ég líka viðkvæmari þegar að það er verið að nota unglinga og svona til að æsa upp kynhvötina. Ég lenti stundum í köllum sem unglingur og það situr í mér.  

Myndin af "mér" er nú bara erótísk teiknimynd  En það er kannski rétt hjá þér að ég beri aldurinn vel, eða svo er mér allavega sagt. Ljónið heldur því fram að maðurinn hafi alveg getað haldið að ég væri undir 30, en ég á nú samt bágt með að trúa því.

Zordis: Þetta er gaman

Já fyndið að ég skildi ekki hafa fattað þetta fyrr með öndunina, en núna er ég farin að tékka mig reglulega. En það er nú samt ekki svo slæmt að ég þurfi að taka púlsinn

Allt er fertugum fært, ekki satt? Ég bíð spennt eftir að ná þeim aldri en er ekkert að flýta mér sko, Knús á móti

Sporðdrekinn, 29.1.2009 kl. 20:54

7 Smámynd: Hannes

Það var leitt að heyra og ég vona að þeir hafi fengið rafmagnsstólinn.

Hannes, 29.1.2009 kl. 21:11

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Nei, ekkert svoleiðis. Sá eini sem að ég kærði fékk ekki einu sinni "skamm". Enda var flest hitt ekkert til að kæra, bara óþægileg ummæli, boð og káf.

Sporðdrekinn, 29.1.2009 kl. 21:24

9 Smámynd: Hannes

Það er til nóg af svona mönnum því miður.

Hannes, 29.1.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband